Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 23
Þetta er sálumessa gegn stríði,mjög áhrifaríkt verk og mikil- vægt,“ segir Ashkenazy. „Sinfóní- an bað mig um að stjórna þessu verki og ég hafði mikinn áhuga á að gera það.“ Þessa dagana eru það þó mál- efni tónlistarhússins, sem eru honum hvað efst í huga. „Ég er í miklu uppnámi vegna þessa máls. Ég veit ekki hve mik- illi orku maður getur haldið áfram að verja í þetta. Mér finnst það al- ger hneisa að ekki skuli enn vera ljóst hvenær þessari baráttu fyrir tónlistarhúsi ljúki, nú þegar tutt- ugu ár eru liðin frá því við hófum hana.“ Fyrir rúmu ári undirrituðu fulltrúar ríkisins og Reykjavíkur- borgar samning í Háskólabíói um að reisa nýtt tónlistarhús, og áttu framkvæmdirnar að hefjast í árs- byrjun 2004. Vladimir Ashkenazy var viðstaddur þegar þessi samn- ingur var undirritaður. Við lifum ekki á brauðinu einu saman „Svo þegar ég kom hingað núna fékk ég að frétta að þessu hafi enn verið frestað um eitt ár. Hamingjan veit hve oft á að fresta þessu í viðbót. Af einhverri undarlegri ástæðu láta stjórnvöld þetta mál ekki hafa forgang. Mað- ur skilur vel að það þurfi að gera ýmislegt annað, en þetta er komið fram úr öllu velsæmi. Vissulega þarf að verja peningum í íþróttir og vegagerð og göng. En hve lengi er hægt að vanrækja menn- inguna?“ Ashkenazy segist vera sann- færður um að menning sé ekki lúxus. „Við lifum ekki á brauðinu einu saman. Menning er nokkuð sem við lifum á ekki síður en hlut- um sem hægt er að mæla og reikna út. Stjórnmálamenn halda kannski að menningin færi þeim ekki mörg atkvæði, en ég held að það sé kominn tími til þess að þeir velti því fyrir sér hvort þeir tapi ekki samt nokkrum atkvæðum á því að vanrækja menningarmál.“ Hvað skyldi honum finnast um deilurnar um það hvort ópera eigi að vera í húsinu eða ekki? „Veistu, það er hægt að leysa það mál á tveimur dögum. Þeir sem ætla að nota húsið, bæði óp- eru- og konsertfólkið, getur sem hægast sest niður og rætt þessi mál og komist einfaldlega að því hvað það kostar. Ef þetta verður margnotahús með aðstöðu fyrir óperusýningar, þá kostar það svo og svo mikið. En ef það á að reisa sérstakt óperuhús eða fá óper- unni hluta hússins til afnota, þá kostar það eitthvað ákveðið líka. Svo er bara að taka ákvörðun. Tafirnar á byggingu tónlistar- hússins hafa ekkert með þessar deilur að gera. Tafirnar má rekja til stjórnvalda og peningamál- anna.“ Tveir diskar fyrir Japani Vladimir Ashkenazy kynntist íslensku tónlistarlífi fyrst fyrir alvöru fyrir rúmlega þremur ára- tugum þegar hann flutti hingað ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur. Þau bjuggu hér í áratug en fluttu af landi brott árið 1978 ásamt börnunum sínum fimm. Þau hafa þó komið hingað reglulega og hefur heimsóknun- um fjölgað á síðustu árum. Askenazy segist óneitanlega verða var við að gífurlegar breyt- ingar hafi orðið á tónlistarlífinu hér á landi frá því hann bjó hér. „Gæði Sinfóníuhljómsveitar- innar eru núna svo miklu betri að það er engan veginn hægt að bera það saman við það sem var fyrir tuttugu árum. Svo margt ungt fólk er komið til liðs við hljómsveitina. Fólk sem lærði erlendis og vill spila með hljómsveitinni nú þegar það er komið til baka úr námi. Þetta fólk er svo miklu betur und- irbúið og áhuginn er brennandi.“ Sinfóníuhljómsveitin er ein- mitt nýkomin úr hljóðveri þar sem hún tók upp tvo diska undir stjórn Ashkenazys fyrir japanskt útgáfufyrirtæki. „Við tókum upp einn disk með rússneskri tónlist og annan með íslenskri tónlist. Rússneska tón- listin er svo sem ekkert stórbrot- in. Þetta er langt frá Tsjaíkovskí og Sjostakovitsj, en þessi tónlist lætur afskaplega ljúft í eyrum. Hún er eftir tónskáld að nafni Kalinnikov.“ Með Kammersveitinni til Moskvu Vasilí Sergejevitsj Kalinnikov var uppi á seinni hluta nítjándu aldar og tónlist hans nýtur víst gífurlegra vinsælda í Japan. „Japanska útgáfufyrirtækið lagði hart að mér að taka upp tvær sinfóníur eftir Kalinnikov, sem þeir sögðu að væru mjög vin- sælar í Japan. Ég féllst á það með því skilyrði að þeir leyfðu mér að gera einn íslenskan disk líka með tónlist eftir Þorkel Sigurbjörns- son. Við náðum samkomulagi um það.“ Á íslenska disknum verða því nokkur verk eftir Þorkel Sigur- björnsson. Þar á meðal er glænýtt verk, Mosk, sem Ashkenazy bað Þorkel um að semja sérstaklega fyrir tónleikaferð til Rússlands núna í lok maí. Kammersveit Reykjavíkur ætlar að halda þar tónleika undir stjórn Ashkenazys og flytja þetta verk Þorkels ásamt tveimur konsertum eftir Mozart og Beethoven. „Ég held að þetta sé fyrsta ís- lenska hljómsveitin sem fer í tón- leikaferð til Rússlands. Ég veit að íslenskir kórar hafa farið þangað áður, en ekki hljómsveit af þessu tagi. Ég held samt að nafnið á nýja verkinu, Mosk, hafi ekkert að gera með Moskvu, þótt Þorkell hafi vitað að við værum á leiðinni þangað. Mosk er gamalt íslensk orð sem þýðir mosi og ég held að Þorkel hafi bara langað til að nota þetta orð. Kannski vegna þess að öll verkin hans á nýja disknum endurspegla íslenska náttúru með einhverjum hætti. En þótt þetta sé tilviljun, þá er hún mjög viðeigandi í þessu tilviki.“ Er að spá í Japansferð Ashkenazy segist ekki gera sér oft ferð til heimalands síns, sjaldnar en árlega, og þá eingöngu ef hann á þangað erindi til þess að koma fram á tónleikum. „Ég fer þangað ekki sem ferða- maður,“ segir hann og orðlengir það ekki frekar. Hins vegar hefur hann komið hingað árlega til þess að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands síð- ustu þrjú árin. Hann fékk titilinn heiðursstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og segist hafa fullan hug á að halda áfram að koma hingað árlega. Svo segist hann hafa mikinn áhuga á að fara í tón- leikaferð með Sinfóníuhljómsveit- inni. „Já, ég ætla að ræða það við umboðsmanninn minn hvort það verði ekki hægt að koma því við fljótlega, þótt ég geti það ekki á næsta ári að minnsta kosti. Mig langar mikið til þess vegna þess hve góð hljómsveitin er orðin. Þótt það sé ekkert komið á dag- skrá ennþá, þá veit ég að í Japan er góður grundvöllur fyrir því að komast í tónleikaferð ef menn hafa góða diska með listamönn- um eða hljómsveit, þannig að ef þessir diskar ganga vel í Japan ætla ég að spyrja Japanina hvort þeir vilja koma í kring fyrir okk- ur tónleikaferð. Ég get ekki ábyrgst að þeir geri það, en það væri frábært og ég ætla að reyna.“ gudsteinn@frettabladid.is 24 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Tónlistarmaðurinn fjölhæfi, Vladimir Ashkenazy, hefur látið nokkuð að sér kveða hér á landi síðustu daga. Hann hefur gagnrýnt harðlega seinaganginn í sambandi við tónlistarhúsið, sem enn er ekki risið í Reykjavík. Í gærkvöldi stjórnaði hann svo flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Stríðssálumessu Benjamins Brittens. Menning er ekki lúxus VLADIMIR ASHKENAZY Nýbúinn að taka upp tvo diska með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir japanskt útgáfufyrirtæki. „HVE LENGI ER HÆGT AÐ VANRÆKJA MENNINGUNA?“ Málefni tónlistarhússins eru ofarlega í huga hans þessa dagana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.