Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 39
Skynjar fólk að handan Þórhallur er með útvarpsþætti einu sinni í viku þar sem fólk getur hringt inn. Hann lýsir þeim sem vitja viðkomandi manneskju. Hvernig geturðu tengt fólk að handan við einhverja manneskju sem þú veist ekkert hvar er í heim- inum? „Það spyrja margir að þessu. Það er einfalt að svara því. Ég veit ekkert hvar viðkomandi mann- eskja er stödd á landinu. Ég lýsi einfaldlega þeim áhrifum sem ég verð fyrir um leið og ég byrja að tala við hana. Stundum sé ég ein- hvern, finn lykt eða heyri raddir. Þannig skynja ég fólk að handan sem reynir að ná sambandi við þann sem hringir. Ég veit ekki ann- að en það sem ég finn, heyri og sé.“ Hann nefnir að oft upplifi hann líðan þess framliðna áður en hann dó. „Þá fæ ég höfuðverk, þyngsli fyrir brjósti eða eitthvað viðlíka. Að sama skapi kemur persónuleiki viðkomandi í gegn og þá finn ég fyrir reiði, pirringi eða gleði. Með þessu er viðkomandi að sanna til- vist sína fyrir viðmæl-anda mínum,“ segir hann. Þórhallur seg- ir þetta oft taka mjög á en að yfir- leitt sé hann vel sáttur eftir þætt- ina og sjaldnast útkeyrður. Konur í peysufötum Margir hafa veitt því athygli að Þórhallur segir gjarnan frá konum í peysufötum eða upphlut. Oft eru þær með svuntu og þeim fylgir kleinulykt. Það er langt síðan kon- ur á Íslandi gengu í peysufötum alla jafna? Þórhallur segir það einfalt mál. Þannig sjái hann þetta fólk. „Gáðu að því að það fólk talar við mig í síma er oftar en ekki komið yfir fimmtugt eða sextugt, jafnvel eldra. Það er ekki skrýtið að það skuli eiga foreldra eða frændfólk sem það man eftir að klæddist þan- nig. Á fyrri hluta síðustu aldar og langt fram eftir henni bökuðu kon- ur kleinur einu sinni í viku,“ segir Þórhallur. Hann bendir á að eftir 20-30 ár verði það kannski gamlar konur í mussu eða gallabuxum sem reyni að ná í gegn. Þetta sé ósköp einfalt, það sé tíarandinn hverju sinni sem fólk tengist. Þeir koma sem eiga að koma Á miðilsfundi til Þórhalls kem- ur í mörgum tilfellum fólk sem ný- lega hefur misst ástvin. Það langar umfram allt að heyra frá viðkom- andi en verður ekki að ósk sinni. Þórhallur segir að í þeim tilfellum séu þeir framliðnu alls ekki tilbún- ir að koma. Hann segir að þeir komi aðeins sem eigi að koma og hann geti ekki haft nokkur áhrif á það. „Eitt sinn kom til mín kona sem settist fyrir framan mig og ég byrjaði að tala. Ég talaði og talaði allan tímann. Þegar konan stóð upp sagðist hún ekki skilja orð af því sem ég hafði sagt. Ég svaraði henni því að hún ætti eftir að gera það síðar og hún fór með það og í vasanum hafði hún spólu með öllu því sem ég hafði sagt. Þessi kona kom til mín tveimur árum síðar og sagði mér að þá nýlega hefði hún áttað sig á hvað ég hefði sagt. Þá opnaðist fyrir henni hvaða boð henni höfðu verið send.“ Vaknaði við þögnina Þórhallur stokkaði upp í lífi sínu fyrir nokkrum árum. „Það var áður en ég flutti norður. Ég vissi að ég þyrfti að gera ein- hverjar breytingar. Ég fór i frí og á meðan ég var í fríinu hugleiddi ég hvaða leið ég ætti að fara. Ég bað Guð um leiðsögn og svarið sem ég fékk var að ég réði því sjálfur.“ Þórhallur segist ekki vita hvers vegna honum hafi dottið í hug að flytja, hugmyndin hafi ein- faldlega dúkkað upp. Hann varð strax ánægður á Svalbarðseyri og fyrstu næturnar vaknaði hann við þögnina. „Mér fannst yndislegt að finna þessa þögn og kyrrðina sem hvíldi yfir öllu. Ég kunni því vel. Nú er ég að kaupa mína fyrstu íbúð á Akureyri og afskaplega sáttur við það.“ Þórhallur segir að í deiglunni sé að hann verði með þátt á Stöð 2 í vetur þar sem fólk verði með áhorfendum í sal. „Þessir þættir eru í undirbúningi en slíkir þættir eru heitasta sjónvarpsefnið í Bretlandi og víða um þessar mundir. Áfram verð ég með út- varpsþátt einu sinni í viku og svo er ég tólf daga í mánuði hjá Sálar- rannsóknarfélagi Reykjavíkur í Síðumúlanum.“ Þórhallur, kosningar eru í nánd og það brennur á mörgum hvað taki við. Þú segir að gamlir refir í pólitíkinni sem þegar hafa sest að fyrir handan vilji ekkert um úrslit segja. En hvað með þig sjálfan? Hverju spáir þú. Hvernig leggjast þessar kosningar í þig? „Ég hef þá tilfinningu að fólk sé hrætt við breytingar. Að hluta til held ég að menn óttist hvað taki við. En það verða einhverjar breytingar en kannski ekki eins miklar og margir vildu.“ bergljot@frettabladid.is LAUGARDAGUR 10. maí 2003 41 KOLAPORTIÐ Island freyðivítamín á 50 kr. Barna fjölvítamín, járn complex, kalk + D, B-complex, Silica complex. Ódýri básinn á móti lagersölunni. ANTIKBÁSINN Minka pelsar á frábæru verði. Kristals ljósakrónur, lampar, konunglegt postulín og B&G matar og kaffistell. Klukkur. Gull og silfur skartgripir. Skrautmunir og margt fleira. HJÁ HULDU Í bás E12 hjá Huldu færðu áteiknuð vöggusett og punthandklæði, eiinig vöggusett úr damaski - lérefti og straufríum efnum álnavara frá 100 kr meterinn og ýmislegt fleira á góðu verði. Lítið við, tek vel á móti ykkur - Hulda FRÍMERKI Frímerkjahornið 1902-1905 Kristján IX allt settið óstimplað og óhengt aðeins kr. 24.000.- 1907-1908 tveir kóngar allt settið óstimplað aðeins kr. 34.000.- 1912 Friðrik VIII allt settið óstimplað aðeins kr. 27000.- Öll frímerki með aflætti ! Alltaf ! HAFGULL Sigin grásleppa taðreyktur lax, beykireyktur lax, grafinn lax. Nýr og ferskur fiskur. Ýsa, lax, þorskur og bleikja í flökum. Gellur og kinnar. Alltaf ódýr, ekki bara stundum. Ódýrir skór í miklu úrvali OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 11-17 PANTAÐU SÖLUBÁS Í SÍMA 562 5030 útsölumarkaður á geisladiskum og barnamyndböndum 3 pottþétt diskar kr. 1.000.- Shakespeare in loveMidnight express Vertical limitThe untouchables Boondock saints Clear & present... Beverly hills cop 2Birdman of AlcatrazShaft Ástríkur Kr. 999.- Kr. 999.- DVD MARKAÐUR Kr. 1.499.-Kr. 1.499.- Kr. 1.499.- Kr. 1.599.- ÓDÝRT. GOTT ÚRVAL. Bonsai lampi með ljósleiðaraljósum Verð áður 5.990,- Verð nú kr: 3.990,- Taktu eftir, að þú ferð ósjálfrátt að velta þessum málum fyrir þér þegar ein- hver þér tengdur deyr. En hvers vegna verða menn alltaf svona hissa þegar einhver deyr? ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.