Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 15
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
6
3
3
9
www.lambakjot.is
Tómatkarríréttur
7–800 g beinlaust lambakjöt,
t.d. læri eða framhryggur
2 msk. olía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2–3 cm bútur af engifer, saxaður smátt
3 msk. rautt indverskt karrímauk
(einnig má nota 2 msk. af karrídufti)
salt
1 dós tómatar, grófsaxaðir
1 rauð og 1 græn paprika,
fræhreinsaðar og skornar í bita
150 ml kókosmjólk
Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í gúllasbita. Olían hituð í potti og laukurinn látinn krauma í henni
í nokkrar mínútur. Hvítlauk og engifer bætt út í og steikt í um 2 mínútur í viðbót. Þá er karrímauki og
salti hrært saman við, látið malla í nokkrar mínútur og hrært oft á meðan. Kjötið sett út í og hrært vel.
Tómötunum bætt í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, hitinn hækkaður og þegar sýður er hann
lækkaður aftur og látið malla í 10–15 mínútur. Þá er papriku og kókosmjólk hrært saman við, lok sett
á pottinn og látið malla við mjög vægan hita í um 1 klst. Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við
ef uppgufun verður mikil svo að sósan brenni ekki við. Borið fram með hrísgrjónum og/eða grænu
salati.