Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 37
39LAUGARDAGUR 10. maí 2003 Upplýsingar í síma 561 8585 og á gauilitli.is Allt þetta er innifalið: Yogaspuni 6 sinnum í viku, vikuleg vigtun, fitumæling, ummálsmælingar, ítarleg kennslugögn með mataruppskriftum, matardagbókum og leiðbeiningar varðandi fæðuval, frír einkaþjálfari í tækjasal, vatnsbrúsi, vegleg verðlaun. Gaui litli í sumarskapi Í boði eru morgun- og kvöldtímar. Frír prufutími. 16 vikna hörkuaðhald Fjórir mánuðir á verði tveggja. Bónusverð 14.500 kr. Þeir voru náttúrlega rosalegalífseigir á vinsældalistanum og máttu varla hnerra, þá var það komið inn á topp 10,“ segir Gunn- laugur Helgason, sem var út- varpsmaður á Rás 2 í árdaga stöðvarinnar á þeim tíma sem Duran Duran tröllreið vinsælda- lista rásarinnar. „Ég man sér- staklega eftir því að við urðum voða fegnir þegar A View to a Kill datt út af listanum eftir að hafa verið þar allt sumarið og haustið líka.“ Vinsældalistinn var valinn milli klukkan 16 og 18 á fimmtu- dögum og var sendur út klukkan 20. „Maður varð oft þreyttur á að semja kynningarnar en þær voru aðal djúsinn á þessum árum. Gulli telur alls ekki fráleitt að líkja Duran Duran við Bítlana á meðan vinsældir þeirra voru í hámarki. „Þeir voru auðvitað æð- islegir og voru eins og Bítlarnir á sínum tíma. Maður brosir nú alltaf þegar maður fer að hugsa um þennan tíma og átökin milli Wham! og Duran Duran minntu dálítið á togstreituna milli aðdá- enda Stones og Bítlanna. Sjálfur var ég meiri Whamari einfald- lega vegna þess að mér fannst þeirra lög skemmtilegri og meira djollí. Það er samt eitt og eitt Duran-lag sem er klassískt enn- þá. Save a Prayer er enn spilað í dag og maður raular með í hvert skipti sem maður heyrir það en Wild Boys og A View To A Kill? Maður hlær bara að þessu. Mað- ur hló að þessu þá og hlær enn. Það er samt gaman að heyra þessi lög þó maður hafi aldrei fíl- að þau. Wild Boys féll aldrei í kramið hjá þorra þáttastjórn- enda. Save a Prayer slapp hins vegar og líka Come Up and See Me (Make Me Smile) og New Moon on Monday þótti líka ágæt- is lag.“ ■ Tröllriðu vinsældalista Rásar 2: Eitt og eitt lag klassískt GUNNLAUGUR HELGASON Vann sem þáttastjórnandi þegar Duran Duran tröllreið vinsældalistum og varð ansi þreyt- tur á sumum lögunum. við EMI í lok árs 1980. Fyrsta smá- skífan, „Planet Earth“, náði tölu- verðum vinsældum og rauk beint í 12. sæti breska smáskífulistans. Sveitin var strax skipuð „andlit ný- rómantísku stefnunnar“ af fjöl- miðlum og var lýst sem sambræð- ingi af Sex Pistols og Chic. Lykilatriði í hröðum vinsældum Duran Duran var hversu mikla vinnu meðlimirnir lögðu í ímynd- arsköpun. Þessu fylgdu þeir fast eftir á blómaskeiði sínu. Mynd- bönd þeirra voru framúrstefnuleg og settu nýjustu tískustrauma í stað þess að fylgja þeim. Af frá- bærum myndböndum sveitarinnar má nefna „Girls on Film“, „Union of the Snake“, „Hungry like the Wolf“, „The Chauffeur“ og hið magnaða „Wild Boys“ sem bjó til nýjan staðal í gerð tónlistarmynd- banda. Það var einmitt myndbandið við „Girls on Film“ sem braut leið Duran Duran upp á toppinn. Það vakti miklar deilur og sveitin varð umtöluð. Lagið komst á topp 10 á smáskífusölulistanum. Fyrsta breiðskífan, sem fylgdi í kjölfarið, komst hæst í þriðja sæti á breið- skífusölulistanum. Platan hékk svo inni á þeim lista í 118 vikur. Í Duran Duran voru metnaðar- fullir og duglegir menn og var strax ráðist í gerð plötunnar „Rio“ sem kom út um vorið 1982. Smá- skífulögin „Hungry like the Wolf“ og „Save a Prayer“ gulltryggðu svo vinsældir sveitarinnar. „Rio“ seldist í rúmlega tveimur milljón- um eintaka. Duran Duran-æðið var skollið á í Evrópu og Bandaríkja- menn voru að kveikja á sveitinni líka. Klúður á Live Aid En allt gott tekru einhvern tíma enda. Ástæðan fyrir hröðu falli Duran Duran var án efa hversu hart hljómsveitin herjuðu á mark- aðinn án hvíldar á meðan vinsæld- ir hennar voru sem mestar. Hún brenndi sig út á fáránlega stuttum tíma. Þriðja breiðskífa Duran Duran, „Seven and the Ragged Tiger“ kom út fyrir jólin árið 1983. Af þeirri plötu átti sveitin slagarana „Union of the Snake“ og „The Reflex“. Ár- ið á eftir var ákveðið að maka krókinn með tónleikaplötunni „Arena“. Á henni var að finna eitt nýtt lag, reyndar það besta sem sveitin gaf út á ferlinum, „Wild Boys“. Árið eftir átti hún eitt vin- sælasta lag ársins, „A View to a Kill“ úr síðustu Bond-mynd Roger Moore. Það var svo á tónleikahátíð Bob Geldof, Live Aid, sem botninn datt úr. Simon Le Bon var það falskur að hörðustu aðdáendur hans reyndu ekki einu sinni að halda hlífðarskildi yfir honum. Mikið grín var gert að sveitinni í fjöl- miðlum og Le Bon bað aðdáendur sína opinberlega afsökunar. Það dugði ekki til. Þeir grunuðu sveit- ina um að hafa fiktað í hljóðupp- tökunum á „tónleikaplötunni“ vin- sælu „Arena“. Sveitin ákvað að draga sig í hlé og liðsmenn ein- beittu sér tímabundið að öðrum verkefnum. Andy og John Taylor tóku lagið með Robert Palmer í Power Station á meðan Nick Rhodes, Simon Le Bon og Roger Taylor gáfu út plötuna „So Red the Rose“ með hliðarverkefni sínu Arcadia um haustið 1985. Snemma árs 1986 lýsti Roger Taylor því yfir að hann ætli að taka sér frí frá Duran Dur- an. Hann sneri ekki aftur fyrr en á síðasta ári. Næstu þrjár breiðskífur Duran Duran, „Notorious“ (1986), „Big Thing“ (1988) og „Liberty (1990), þóttu misheppnaðar. Sveitin náði þó aðeins að halda andliti með plöt- unni „Duran Duran: The Wedding Album“ sem kom út árið 1993. Lag- ið „Ordinary World“ varð fyrsti al- vöru smellur þeirra í sjö ár. Árið 1995 sneri hún aftur með tökulagaplötunni „Thank You“ og átti nokkrum vinsældum að fagna með laginu „White Lines“. Eftir það yfirgaf John Taylor sveitina en Andy hafði látið sig hverfa fyrir gerð „Notorious“. Gítarleikarinn Warren Cuccurullo tók við stöðu hans árið 1988. Árið 1997 smíðuðu Le Bon og Rhodes saman týndu plötuna „Meddazzaland“ sem var ágæt. Hún fékk þó aðeins útgáfu í Japan, litla dreifingu í Bretlandi og hefur aldrei verið fáanleg hér á landi. Lagið „Electric Barbarella“ fékk þó spilun í útvarpi hér. Síðasta breiðskífa Duran Dur- an, „Pop Trash“, kom út árið 2000. Eftir hana yfirgaf Cuccurullo sveitina, þreyttur á áralöngu harki um að halda í forna frægð. Le Bon og Rhodes, sem sjálfir höfðu aldrei viljað daðra við nostalgíuna, ákváðu þá að hring- ja í Taylor-gengið, John, Roger og Andy, og bjóða þeim að rifja upp gamla tímann. Útgáfan á smáskífusafninu, þar sem allar smáskífur sveitar- innar frá árunum 1981-1985 verða gefnar út á geisladiskum í fyrsta sinn, gæti svo hæglega verið upphafið á nýju Duran Dur- an-æði. Á þeim er einnig að finna glás af b-hliðarlögum sem aldrei hafa komið út í stafrænu formi fyrr en nú. biggi@frettabladid.is thorarinn@frettabladid.is DURAN DURAN Er án efa áhrifamesta poppsveit níunda áratugarins. Hljómborðsleikarinn og höfuð- paur sveitarinnar, Nick Rhodes, hefur verið að færa sig yfir í upptökustjórn síðustu ár og var t.d. á tökkunum á nýrri breiðskífu The Dandy Warhols. HELSTU BREIÐSKÍFUR DURAN DURAN: Duran Duran - 1981 Rio - 1982 Seven and the Ragged Tiger - 1983 Arena - 1984 Duran Duran: The Wedding Album - 1993 Meddazzaland - 1997 DURAN-TRÍÓIÐ Á síðasta hluta tíunda áratugarins starfaði Duran Duran sem tríó. Aðdáendur áttu erfitt með að sætta sig við gítarleikarann Warren Cuccurullo, sem bjó ekki yfir sama sjarma og Andy Taylor. BLÁU HÚSIN FAXAFENI SÍMI 553 6622 www.hjortur.is. Opnunartími: mánudaga-föstudaga 11-18 • laugardaga 11-16 V o r ú t s a l a 25-50% laugardag og mánudag. Vantar þig akstur á kjördag? Samfylkingin getur keyrt þig á kjördag. Kaffi og meðlæti í boði í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar við Lækjargötu. Aksturssíminn er: 552 9244 og 820 2941
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.