Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 10. maí 2003  Sýningu Piu Rakelar Sverrisdóttir á glerlistaverkum í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur á sunnudag. Sýninguna nefnir listakonan Tíminn og vatnið og helgar hana minningu móður sinnar, Kaino Annikki Hjálmarsson.  Sýningu Borgarskjalasafns Reykja- víkur um kosningaáróður 1880 til 1999 lýkur á sunnudaginn.  Sýningu á verkum Leifs Breiðfjörð, sem staðið hefur yfir í Seltjarnarnes- kirkju frá því á páskadag, lýkur á sunnu- daginn. Flestar mynda hans bera trúar- leg heiti, svo sem: Hirðirinn, Lífsins bók, Sköpun, Cosmos, Sanctus og Paradís.  Á sunnudaginn lýkur sýningum Ás- mundarsafns, bæði innsetningu Eygló- ar Harðardóttur í Kúlunni og sýning- unni Listin meðal fólksins. Ásmundar- safn verður lokað til 20. maí  Sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur í Rauðu stofunni í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg lýkur á sunnudag.  Í Listasafni ASÍ lýkur á sunnudag sýningu á verkum eftir Sigrid Valtin- gojer og Kunito Nagaoka. Kunito Naga- oka sýnir pappírsverk eða collagemyndir úr asískum efnivið. Sigrid Valtingojer sýnir grafíkverk, m.a. myndröð sem hún kallar Hljóðform, auk þess sýnir hún ætingar og ljósmyndainnsetningu. ■ ■ TÓNLIST  16.00 Sinfóníuhljómsveit Norður- lands fagnar tíu ára afmæli sínu með glæsilegum tónleikum í Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem flutt verður Requiem eftir Giuseppe Verdi. Einsöngv- arar verða Björg Þórhallsdóttir sópran, Annamaria Chiuri mezzósópran, Krist- ján Jóhannsson tenór og Kristinn Sig- mundsson bassi. Kór Akureyrarkirkju, Kór Langholtskirkju í Reykjavík og Kam- merkór Norðurlands taka einnig þátt í flutningnum og stjórnandi er Guðmund- ur Óli Gunnarsson.  16.00 Liljuljóð er yfirskriftin á tón- leikum í Hallgrímskirkju þar sem söng- hópurinn Schola Cantorum syngur sálma eftir Lilju Sólveigu Kristjánsdótt- ur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einnig fjallar séra Sigurður Pálsson um skáldið.  16.00 Fjölbreytt menningardagskrá verður í Salnum í Kópavogi í tilefni af afmæli Kópavogsbæjar. Veittir verða listamannastyrkir og heiðurslistamaður Kópavogs 2003 valinn. Tónlistaratriði verða í umsjón Jónasar Ingimundar- sonar píanóleikara. Einnig koma fram nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs. Allir eru velkomnir.  16.00 Listasafn Einars Jónssonar efnir til tónleika í safninu til að minnast afmælis Einars Jónssonar myndhöggv- ara sem fæddur var 11. maí árið 1874. Á tónleikunum flytja tveir hörpuleikarar, þær Marion Herrera og Sophie Schoonjans, verk eftir Cesar Franck, Carl Philipp Emanuel Bach, Claude Debussy, Jean-Michel Damase og D. Watkins.  17.00 Martin Hunger Friðriksson leikur á orgel í Kópavogskirkju á hátíð- artónleikum í tilefni af fjörutíu ára af- mæli kirkjunnar.  20.00 Síðustu Tíbrártónleikar starfs- ársins í Salnum, Kópavogi, verða helg- aðir íslenskum sönglögum. Snorri Wium tenór, Ólafur Kjartan Sigurðar- son bariton og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Árna Thorsteinsson. ■ ■ LEIKLIST  13.00 Leiklistarnemar Listaháskóla Íslands leiklesa leikritið Dags hríðar spor eftir Valgarð Egilsson á fyrstu Vorhátíð Listaháskólans.  14.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir barnaleikritið Gaggalagú eftir Ólaf Hauk Símonarson.  16.00 Leikritið Sólstafir, sögur frá Sólheimum verður sýnt í íþróttahúsinu á Sólheimum í tengslum við listahátíð- ina List án landamæra, sem haldin er í tilefni Evrópuárs fatlaðra og tíu ára af- mælis Átaks, félags fólks með þroska- hömlun. Leikfélag Sólheima er eitt elsta áhugamannaleikfélag landsins og hefur starfað í 72 ár.  20.00 Farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrt af Gísla Rúnari Jónssyni.  20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht er sýnt á Stóra sviði Borgarleik- hússins.  20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler eru sýndar á 3. hæð Borgarleikhússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.