Fréttablaðið - 10.05.2003, Page 41

Fréttablaðið - 10.05.2003, Page 41
LAUGARDAGUR 10. maí 2003  Sýningu Piu Rakelar Sverrisdóttir á glerlistaverkum í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur á sunnudag. Sýninguna nefnir listakonan Tíminn og vatnið og helgar hana minningu móður sinnar, Kaino Annikki Hjálmarsson.  Sýningu Borgarskjalasafns Reykja- víkur um kosningaáróður 1880 til 1999 lýkur á sunnudaginn.  Sýningu á verkum Leifs Breiðfjörð, sem staðið hefur yfir í Seltjarnarnes- kirkju frá því á páskadag, lýkur á sunnu- daginn. Flestar mynda hans bera trúar- leg heiti, svo sem: Hirðirinn, Lífsins bók, Sköpun, Cosmos, Sanctus og Paradís.  Á sunnudaginn lýkur sýningum Ás- mundarsafns, bæði innsetningu Eygló- ar Harðardóttur í Kúlunni og sýning- unni Listin meðal fólksins. Ásmundar- safn verður lokað til 20. maí  Sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur í Rauðu stofunni í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg lýkur á sunnudag.  Í Listasafni ASÍ lýkur á sunnudag sýningu á verkum eftir Sigrid Valtin- gojer og Kunito Nagaoka. Kunito Naga- oka sýnir pappírsverk eða collagemyndir úr asískum efnivið. Sigrid Valtingojer sýnir grafíkverk, m.a. myndröð sem hún kallar Hljóðform, auk þess sýnir hún ætingar og ljósmyndainnsetningu. ■ ■ TÓNLIST  16.00 Sinfóníuhljómsveit Norður- lands fagnar tíu ára afmæli sínu með glæsilegum tónleikum í Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem flutt verður Requiem eftir Giuseppe Verdi. Einsöngv- arar verða Björg Þórhallsdóttir sópran, Annamaria Chiuri mezzósópran, Krist- ján Jóhannsson tenór og Kristinn Sig- mundsson bassi. Kór Akureyrarkirkju, Kór Langholtskirkju í Reykjavík og Kam- merkór Norðurlands taka einnig þátt í flutningnum og stjórnandi er Guðmund- ur Óli Gunnarsson.  16.00 Liljuljóð er yfirskriftin á tón- leikum í Hallgrímskirkju þar sem söng- hópurinn Schola Cantorum syngur sálma eftir Lilju Sólveigu Kristjánsdótt- ur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einnig fjallar séra Sigurður Pálsson um skáldið.  16.00 Fjölbreytt menningardagskrá verður í Salnum í Kópavogi í tilefni af afmæli Kópavogsbæjar. Veittir verða listamannastyrkir og heiðurslistamaður Kópavogs 2003 valinn. Tónlistaratriði verða í umsjón Jónasar Ingimundar- sonar píanóleikara. Einnig koma fram nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs. Allir eru velkomnir.  16.00 Listasafn Einars Jónssonar efnir til tónleika í safninu til að minnast afmælis Einars Jónssonar myndhöggv- ara sem fæddur var 11. maí árið 1874. Á tónleikunum flytja tveir hörpuleikarar, þær Marion Herrera og Sophie Schoonjans, verk eftir Cesar Franck, Carl Philipp Emanuel Bach, Claude Debussy, Jean-Michel Damase og D. Watkins.  17.00 Martin Hunger Friðriksson leikur á orgel í Kópavogskirkju á hátíð- artónleikum í tilefni af fjörutíu ára af- mæli kirkjunnar.  20.00 Síðustu Tíbrártónleikar starfs- ársins í Salnum, Kópavogi, verða helg- aðir íslenskum sönglögum. Snorri Wium tenór, Ólafur Kjartan Sigurðar- son bariton og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Árna Thorsteinsson. ■ ■ LEIKLIST  13.00 Leiklistarnemar Listaháskóla Íslands leiklesa leikritið Dags hríðar spor eftir Valgarð Egilsson á fyrstu Vorhátíð Listaháskólans.  14.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir barnaleikritið Gaggalagú eftir Ólaf Hauk Símonarson.  16.00 Leikritið Sólstafir, sögur frá Sólheimum verður sýnt í íþróttahúsinu á Sólheimum í tengslum við listahátíð- ina List án landamæra, sem haldin er í tilefni Evrópuárs fatlaðra og tíu ára af- mælis Átaks, félags fólks með þroska- hömlun. Leikfélag Sólheima er eitt elsta áhugamannaleikfélag landsins og hefur starfað í 72 ár.  20.00 Farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrt af Gísla Rúnari Jónssyni.  20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht er sýnt á Stóra sviði Borgarleik- hússins.  20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler eru sýndar á 3. hæð Borgarleikhússins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.