Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 54
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR Þekkti einu sinni mann sem tapaðiglórunni og veit nú hvernig hon- um leið því um daginn tapaði ég sundskýlunni minni og það er eitt af því versta sem kemur fyrir karl- mann sem fer daglega í sund og get- ur helst ekki sleppt því í raun er hver sundmaður háður sínu daglega vatnsbaði og um leið sundskýlunni því enginn fer skýlulaus í sund og síst af öllu í skýlu annars eða láns- skýlu. UPPGÖTVAÐI það ekki fyrr en ég stóð allsnakinn á sturtugólfinu að skýlan var horfin úr sundtöskunni þar sem ég hafði örugglega sett hana daginn áður og gat því lítið gert því ekki er hægt að nota leiguskýlur sundlauganna sem eru á stærð við fíkjublað og skýla í raun engu fyrir nú utan að menn verða að vera í toppformi til að láta sjá sig í slíku lítilræði og vera að auki með sjálfs- traustið í hámarki þegar stigið er út á laugarbakkann. ÞESSI nánu og viðkvæmu tengsl manns og skýlu helgast líklega af því að erfitt er að finna nýja skýlu og prófa í mátunarklefum sportvöru- verslananna því ekki dugar að máta skýluna nema vera ber að neðan og það háttar sig enginn að gamni sínu í verslun nema mikið liggi við og kaup á sundskýlu flokkast ekki undir tímamót í lífi nokkurs manns þó þau séu það í raun og veru. NÓGU slæmt er að máta gallabux- ur í búðum og jafnvel skó í skóbúð- um en þó hjóm eitt á við það að hátta sig að neðan í framandi umhverfi á miðjum degi í örtröð fólks sem er svo heppið að vera að kaupa og máta eitthvað annað en sundskýlu og get- ur gert það fyrirhafnarlítið fyrir allra augum eins og ekkert sé og far- ið ánægt heim með varning sem skiptir litlu hvernig er í laginu eða á litinn. TÝNDA skýlan mín var að vísu orð- in götótt og búið að staga í hana tvisvar þó reynt hafi verið að skola hana eftir hverja ferð og jafnvel strauja um helgar og brjóta saman því slíkt eykur líftíma skýlunnar sem tærist eins og annað í daglegum þvotti lauganna sem eru fullar af klóri sem lék þessa skýlu illa eins og aðrar þó hún hafi dugað í sjö ár og verið frá Nike. Sundskýlan Velferð www.IKEA.is Stólaðu á sumarið 10.900,- HARPÖ sólbekkur 5.900,- SÄVÖ hægindastóll 1.990,- VIKING strandstóll RENÖN borð 200x100 cm 12.900,- Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 www.IKEA.is RENÖN fellistóll 3.990,- RENÖN stóll með örmum 5.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.