Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 19
20 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Á FLUGI Matt Clement, kastari Chicago Cubs, þurfti að nota allan sinn stökkkraft til að forðast Alex Sanchez, leikmann Milwaukee Brewers, í leik liðanna í bandarísku hafna- boltadeildinni á dögunum. Sanchez tókst með naumindum að ná annarri höfn. hafnabolti FÓTBOLTI Juventus getur tryggt sér 27. meistaratitilinn í dag. Félagið hefur átta stiga forskot á Intern- azionale þegar þrjár umferðir eru eftir og leikur gegn Perugia á heimavelli síðdegis. Á sama tíma leikur Internazionale gegn Parma á heimavelli og AC Milan, sem er í 3. sæti, gegn Brescia á útivelli. Eftir jafna baráttu við Mílanófé- lögin í vetur náði Juventus frum- kvæðinu í byrjun mars með sann- færandi 3:0 sigri á Internazionale. Munurinn á félögunum var þó svip- aður fram í apríl en þá fóru Mílanóliðin að hiksta á meðan Juventus hélt sínu striki. Keppni um ítalska meistaratitil- inn hófst árið 1898. Fimm sinnum hefur keppni fallið niður vegna styrjaldar og er mótið í vetur því 100. keppnin um titilinn. Sextán fé- lög hafa orðið ítalskir meistarar: Juventus 26 sinnum, AC Milan 16, Internazionale 13, Genoa 9, Torino, Bologna og Pro Vercelli 7, AS Roma þrisvar, Fiorentina, Lazio og Napoli tvisvar og Cagliari, Casale, Novese, Sampdoria og Hellas Verona einu sinni. ■ DEL PIERO Alessandro Del Piero í baráttu við Ivan Helguera í leik Juventus og Real Madrid í Meistara- deildinni á þriðjudag. Del Piero er markahæstur leikmanna Juventus með 16 deildarmörk. Ítalski boltinn: Juventus meistari í dag? Deildabikar kvenna: Valur meist- ari í sjöttu til- raun? FÓTBOLTI Breiðablik og Valur leika til úrslita í Deildabikarkeppni kvenna í dag. Leikurinn verður á Kópavogsvelli og hefst kl. 16.30. Breiðablik hefur fjórum sinn- um áður leikið til úrslita og alltaf unnið en Valur leikur til úrslita í sjötta sinn og hefur aldrei tekist að sigra í keppninni. Undankeppnin fór fram í ein- um sex liða riðli og léku fjögur efstu félögin um sæti í úrslitum. Valur vann alla leiki sína í riðlin- um og sigraði m.a. Breiðablik 4:0 í byrjun apríl. Leikurinn verður fjórða viður- eign Vals og Breiðabliks í úrslit- um Deildabikarsins. Blikarnir unnu 4:2 í fyrstu keppninni árið 1996, 3:2 árið 1998 og 5:3 eftir vítakeppni fyrir tveimur árum. ■ FÓTBOLTI „Við eigum skilið að komast í Meistaradeildina. Það er mikilvægt fyrir alla: áhang- endurna, leikmennina, mig og félagið,“ segir Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea. Chelsea er í fjórða sæti deild- arinnar og nægir jafntefli á heimavelli gegn Liverpool til að tryggja sér Meistaradeildarsæt- ið eftirsótta. Liðin eru með jafn- mörg stig en Chelsea hefur 8 mörkum betri markamun. „Allir vita að við höfum lagt hart að okkur alla leiktíðina og við viljum ekki missa af lestinni núna,“ segir Ítalinn knái, Gian- franco Zola. „Ég held að við eig- um eftir að ná áfanganum, en það verður ekki auðvelt. Að spila í Meistaradeildinni er stórkost- legt og ég vil ekki missa af því.“ Erfiðlega hefur gengið hjá Chelsea upp á síðkastið og hefur liðið aðeins náð í fjögur stig af tólf mögulegum í fjórum síðustu leikjum. Á sama tíma hefur Liverpool gengið flest í haginn og með sigri hreppir félagið sæt- ið í Meistaradeildinni á kostnað Chelsea. „Þetta er enn í okkar höndum,“ segir Gerard Houllier, stjóri Liverpool. „Okkur hefur gengið vel á útivöllum á leiktíð- inni og við vitum að ef við vinn- um á Stamford Bridge komumst við í Meistaradeildina. Leik- menn mínir hafa gaman af úr- slitaleikjum í bikarkeppnum. Þar höfum við náð að sigra og þess vegna getum við alveg unn- ið þennan síðasta leik.“ Chelsea vonast til að varnar- jaxlinn John Terry komi aftur inn í liðið eftir meiðsli. Í herbúð- um Liverpool eru þeir Dietmar Hamann og Vladimir Smicer báðir tæpir vegna meiðsla. Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóri Bolton, er sannfærður um að leikmenn sínir standist álagið og tryggi félaginu áframhald- andi sæti í deildinni með heima- sigri gegn Middlesbrough. Bolton er með jafnmörg stig og West Ham en hefur sex mörkum betri markamun. „Við vitum að niðurstaðan er í okkar höndum. Þegar leiknum lýkur vil ég geta gengið eftir leikmannagöngun- um vitandi að við erum öruggir með sæti í úrvalsdeild,“ segir Allardyce. Franski varnarmaðurinn Florent Laville er í leikbanni hjá Bolton og því verður Bruno N’Gotty að öllum líkindum við hlið Guðna Bergssonar í vörn- inni. Guðni leikur kveðjuleik sinn með Bolton og vill eflaust ljúka átta ára farsælum ferli sínum hjá félaginu með því að tryggja því sæti í úrvalsdeild að ári. West Ham, sem leikur við Birmingham á útivelli, treystir á að Middlesbrough veiti Bolton öfluga mótspyrnu. Middles- brough, sem er í 10. sæti deild- arinnar, hefur hins vegar að litlu að keppa. „Middlesbrough ætti að geta náð að minnsta kosti jafntefli. Það er enn til mikils að vinna fjárhagslega hvað varðar lokastöðu liða í deildinni,“ segir Trevor Brook- ing, sem er knattspyrnustjóri West Ham í fjarveru Glenn Roeder. Miðað við allar yfirlýsingarn- ar má búast við að minnsta kosti þremur æsispennandi viður- eignum í enska boltanum í dag. freyr@frettabladid.is LEIKIR HELGARINNAR: Chelsea-Liverpool Everton-Man.Utd Leeds-Aston Villa Man.City-Southampton Sunderland-Arsenal Tottenham-Blackburn WBA-Newcastle Birmingham-West Ham Bolton-Middlesbrough Charlton-Fulham STAÐAN Man. Utd 80 Arsenal 75 Newcastle 68 Chelsea 64 Liverpool 64 Everton 59 Blackburn 57 Man. City 51 Tottenham 50 Middlesbr. 49 Southampt. 49 Charlton 49 Birmingham 47 Aston Villa 45 Fulham 45 Leeds 44 Bolton 41 West Ham 41 WBA 25 Sunderland 19 GUÐNI Guðni Bergsson stefnir að því að skilja við Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Æsispennandi lokaslagur á Englandi Síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður leikin á morgun. Bolton og West Ham berjast við fall í 1. deild á meðan Chelsea og Liverpool heyja úrslitaleik um laust sæti í Meistaradeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.