Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 8
8 10. maí 2003 LAUGARDAGUR ■ Asía Ferskar fréttir Talsmaður Samfylkingar ætti að taka sér fyrir hendur að lesa Morgunblaðið síðustu mánuði ársins 1989. Leiðari. Morgunblaðið, 9. maí. Og sækja hann enn Því fastar verður róður- inn sóttur sem ekkert skipti Davíð máli nema eigin völd. Sverrir Hermanns- son. Morgunblaðið, 9. maí. Minna má nú gagn gera Ég hef gert mitt í að uppfylla jörðina. Gunnlaug Guðmundsdóttir sem á um 130 afkomendur. Morgunblaðið, 9. maí. Orðrétt FYRIR TÍBET Connery og félagar hans báðust formlega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir hefðu valdið lögreglunni en báru það fyrir sig að þeir hefðu verið að vekja athygli á góðum málstað. Ofurhugi mótmælir: Stökk til stuðnings Tíbetum LUNDÚNIR, AP Breskur ofurhugi stökk í fallhlíf fram af Nelson-súl- unni á Trafalgar-torgi í Lundúnum til þess að mótmæla yfirráðum Kínverja í Tíbet. Gary Connery klifraði upp 56 metra háa súluna ásamt þremur félögum sínum. Þegar toppnum var náð breiddu fjórmenningarnir úr stórri mynd af Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta. Því næst stökk Connery niður í fall- hlíf. Ofurhuginn fékk heldur harða lendingu en slapp ómeiddur, við- stöddum til mikils léttis. Lund- únalögreglan var þó ekki parhrif- in af uppátækinu og voru Connery og félagar hans færðir til yfir- heyrslu á næstu lögreglustöð. ■ FÁTÆKT Björk Vilhelmsdóttir, for- maður félagsmálaráðs Reykjavík- urborgar, segir ekki rétt að breytt- ar reglur Reykjavíkurborgar hafi valdið því að fólk hafi þurft að leita til góðgerðarsam- taka til að fá hjálp. „Okkar reglum var breytt til að bæta aðgengið að þjón- ustunni enda sýndi það sig í kjölfarið að aukinn fjöldi nýtti sér þann rétt sem hann átti,“ segir Björk. Hún segir að með breyting- unni hafi verið horfið frá ölmusu- hugarfari til réttindabundinnar aðstoðar. Það hafi orðið til þess að þeim fjölgaði sem fengu að- stoð. „Áður þurfti fólk að leita til ráðgjafa og láta meta aðstæður sínar. Við breyttum því þannig að nú er það skýlaus réttur hvers og eins að fá uppbót ef tekjur eru undir ákveðnum tekjumörkum.“ Björk segir fjölda þeirra sem fá fjárhagsaðstoð haldast í hend- ur við atvinnuástandið. „Við höf- um verið gagnrýnd fyrir að veita ekki lengur neyðaraðstoð eða svokallaðar heimildargreiðslur. Það er ekki rétt því að eftir að harðnaði á dalnum á síðustu árum hafa slíkar greiðslur farið úr 10% í 35%,“ segir Björk Vil- helmsdóttir. Sigrún Ármannsdóttir, for- maður samtaka um fátækt, segir það ekki rétt að Félagsþjónustan hjálpi fólki í neyð umfram lög- bundnar bætur. „Áður gat fólk fengið aðstoð ef það bjó við sér- stakar aðstæður. Nú fær það 67 þúsund krónur og ekkert fram yfir það. Margir hafa haft sam- band við okkur og kvartað undan þessu.“ Sigrún segir fólki ómögulegt að mæta óvæntum útgjöldum eins og við gleraugnakaup, ef ekki er úr meiru að spila en lág- um bótum. Margir í þessari stöðu séu sjúklingar og þurfi að kaupa dýr lyf eða fara í bráðnauðsyn- legar rannsóknir. Hún segir stjórnvöld og borgaryfirvöld alltaf kasta boltanum á milli sín og hvern vísa á annan. „Örorku- bætur eða framfærsla frá Fé- lagsþjónustunni er tæpast til að halda lífi í fólki þó ekki sé talað um eitthvað umfram það að eiga ofan í sig. Fátækt er svo miklu meiri hér á landi en ráðamenn vilja viðurkenna. Ég þekki það af eigin raun,“ segir Sigrún. bergljot@frettabladid.is RÚTA Í ÁREKSTRI VIÐ FLUTNINGA- BÍL 23 létu lífið og 21 slasaðist þegar yfirfull rúta fór yfir á vit- lausan vegarhelming og lenti á olíuflutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ekki liggur fyrir hvort ökumaður rútunnar var á meðal þeirra sem létust. HÖFUÐBORG Í LAMASESSI Um 60 manns slösuðust þegar hitabeltis- stormur gekk yfir Dhaka, höfuð- borg Bangladesh. Tré og raf- magnsstaurar fuku um koll með þeim afleiðingum að rafmagns- laust varð í borginni. Vindhrað- inn náði allt að 30 metrum á sek- úndu. FRIÐARVIÐRÆÐUR BERA ÁRANG- UR Yfirvöld í Nepal samþykktu að láta stuðningsmenn Maóista lausa úr haldi og draga herlið sitt til baka, í annarri umferð friðar- viðræðna ríkisstjórnar og upp- reisnarmanna. Nepalski herinn hefur verið með sveitir sínar dreifðar um allt Nepal síðan árið 2001 þegar uppreisnarmenn slitu friðarviðræðum við yfirvöld. OKLAHOMA, AP Skýstrókur gekk yfir Oklahoma-borg með þeim af- leiðingum að að minnsta kosti 118 manns slösuðust og tugir húsa voru jafnaðir við jörðu. Bíl- ar og hjólhýsi tókust á loft og lágu eins og hráviði um alla borg- ina. Mikið tjón varð í verksmiðju bílaframleiðandans General Motors. Ekki hefur verið tilkynnt um dauðsföll af völdum veð- urofsans en talið er að 20 manns séu lífshættulega slasaðir. Í bænum Moore, skammt suð- ur af borginni, voru 300 heimili jöfnuð við jörðu og 1.500 urðu fyrir skemmdum, að sögn yfir- valda. Í austanverðu Kansas feykti snarpur vindur þökum af húsum og olli því að lest fór út af teinunum. Að minnsta kosti 42 hafa látist af völdum skýstróka sem gengið hafa yfir miðvesturríki Bandaríkj- anna á undanförnum dögum. ■ 200 undir eftirliti í Þýskalandi: Grunaðir um hryðjuverk ÞÝSKALAND, AP Þýska lögreglan hefur haft fullt eftirlit með u.þ.b. 200 manns sem grunur leikur á að tengist hryðjuverkasamtökum með einum eða öðrum hætti, að því er stjórnvöld tilkynntu. Þrátt fyrir að hafa engar upplýsingar sem benda til þess að hryðju- verkaárás sé líkleg ætla stjórn- völd að halda áfram eftirliti sínu, því hræðsla er við að allt að 1000 liðsmenn al Kaída-hryðju- verkasamtakanna, sem flýðu Afganistan árið 2001, séu smátt og smátt að koma sér fyrir víðs veg- ar í Evrópu. ■ EYÐILEGGING Slökkviliðsmenn höfðu vart undan að kæfa niður eld sem kviknaði í bílflökum víðs vegar um Oklahoma-borg. Gífurlegt tjón af völdum skýstróka: Stórborg í sárum ÞEIM HEFUR FJÖLGAÐ SEM FÁ AÐSTOÐ Þeim sem fá svokallaða neyðaraðstoð hefur fjölgað úr 10% í 35% á örfáum árum, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur. Viðurkenna ekki alla fátæktina Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir Félagsþjónustuna veita neyðaraðstoð. Sigrún Ármannsdóttir segir það ekki rétt. Hún er þreytt á að ráðamenn skuli alltaf kasta boltanum á milli sín og vísa hver á annan. ■ Margir í þessari stöðu eru sjúk- lingar og þurfa að kaupa dýr lyf eða fara í bráðnauðsyn- legar rannsókn- ir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Danmörk: Atvinnu- leysi eykst KAUPMANNAHÖFN, AP. Atvinnuleysi í Danmörku hefur verið að aukast nýlega. Nýjar tölur sýna 5.8% at- vinnuleysi og hefur aukist um 0.8% á einu ári. Búist er við að ástandið eigi eftir að versna vegna minnkandi hagvaxtar í efnahags- lífinu og ákvörðunar stjórnvalda að fækka störfum hjá ríkinu. ■ Það er sama hvernig kosningarnar fara. Það eiga allir rétt á góðri innréttingu. Fit Bæjarhrauni 8, 220 Hafnarfjörður, sími 565 1499 Afhausaði mágkonu sína: Með höfuðið í göngutúr ÞÝSKALAND, AP Karlmaður á þrí- tugsaldri var handtekinn þar sem hann var á gangi eftir verslunar- götu í bænum Uebach-Palenberg í Þýskalandi með afskorið höfuð í annarri hendi og blóðugan hníf í hinni. Höfuðið reyndist tilheyra mágkonu mannsins og fannst lík- aminn á heimili hennar skammt frá. Nágrannar konunnar höfðu heyrt hana reka upp skaðræðis- öskur í kjölfar rifrildis við hinn grunaða. Skömmu síðar stöðvaði lögreglan manninn á aðalverslun- argötu bæjarins þar sem hann ráfaði um með höfuð konunnar og stóran eldhúshníf. Maðurinn, sem er Kosovo-Albani, er í yfirheyrslu hjá lögreglunni, sem verst allra frétta af málinu. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.