Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 52
Hótel Selfoss verður án efaheitasti staðurinn í Suður- kjördæmi í kvöld. Það er ekki nóg með að talning atkvæða fari fram á hótelinu heldur verða framsóknarmenn með kosninga- vöku sína með sjálfan Guðna Ágústsson í broddi fylkingar. Til þess að gull- tryggja hasarinn verður Sam- fylkingin einnig með sína kosn- ingavöku á Hótel Selfossi, að vísu í því sem heitir Betri stof- an, en það breytir engu um það að aðeins eitt þil mun skilja að stuðningsmenn þessara and- stæðu fylkinga og þar sem allir vita að veitingarnar á svona samkomum eru ekki kaffi og kleinur má búast við fjörugum umræðum þegar hóparnir bland- ast saman. Hæstaréttarlögmaðurinn JónMagnússon, sem skipar efsta sætið á framboðslista Nýs afls í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur, hefur verið virkur innan Neytendasamtak- anna árum saman og er því vita- skuld afskaplega neytendavænn maður. Þetta kom berlega í ljós þegar hann mætti í Kosningasilfur Egils Helgasonar á miðvikudag- inn. Þátturinn, sem alla jafna er sendur út á sunnudögum, var þarna boð- flenna á mið- vikudagsdag- skrá Skjás eins og Jón byrjaði mál sitt á að biðja áhorfend- ur hálfpartinn afsökunnar á því að hann og viðmælendur hans væru að ræna þá kvöldstund með Jay Leno og reyndi svo að friða fólk heima í stofu með því að leggja til að gestir Silfursins reyndu að vera aðeins fyndnari en gengur og gerist. Vefritið Pressan á Strik.is hef-ur verið ris- lágt síðustu miss- eri en tók oft góða spretti fyrir nokkrum misser- um undir rit- stjórn Hrafns Jökulssonar. Ás- geir Friðgeirsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur haldið um stjórnartauma Pressunnar síðan Hrafn hætti og hefur hann þótt býsna hallur undir sinn flokk í fréttaskrifum sínum. Lesendur Pressunnar ráku því að vonum upp stór augu þegar baunað var harkalega á Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur og Samfylkinguna í tveimur fréttum sem birtust á vefnum í gær. Skýringin á þess- um sinnaskiptum Pressunnar felast þó ekki í því að Ásgeir hafi snúið baki við Samfylking- unni heldur mun hin vaski frjálshyggjupenni Andrés Magn- ússon hafa fengið aðgang að Pressunni og því fá bláir vindar að leika þar um á elleftu stundu. 54 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Ég hef aldrei verið mikið fyrirsterka drykki og aldrei gríðar- legt partíljón. Það var þess vegna út úr karakter – eða kannski til að bæta upp slappleika á þessu sviði – sem ég pantaði Sambuca Rom- ana á barnum á Hótel Sögu og bað þjóninn að kveikja í. Ég hafði prófað þetta tvisvar eða þrisvar áður þennan vetur og nú stóð þarna piltur sem vildi bjóða mér upp á drykk á barnum. Þetta var árshátíð laganema. Bragðið var kunnuglegt en drykknum fylgdi samt undarleg- ur ytri ylur sem ég hafði ekki fundið til fyrr. Ég leit kankvís á piltinn til að fanga aðdáunarauga hans og segja um leið eitthvað hnyttið sem ég man ekki lengur hvað var. Mér fannst þess vegna skrítið þegar hann byrjaði að berja mig alla utan, hálf löðrunga mig og klappa mér á kollinn, en heldur harkalega. Það var þá sem rann upp fyrir mér að hárið á mér stóð í ljósum logum. Úpps, hugs- aði ég en þá var kavalérinn búinn að slökkva. Ég hristi mig aðeins og ætlaði ekki að láta bilbug á mér finna – í fótboltanum er manni innprentað að halda haus sama hvað – en viðstaddir ráðlögðu mér að skoða mig í spegli. Þar blasti við sótsvartur rauðnefji. Þegar bróðir minn ók mér á slysadeild- ina fimmtán mínútum síðar komumst við ekki inn. Rafknúnar glerhurðirnar opnuðust ekki. Ég beið við dyrnar meðan hann fór og leitaði inngöngu í Borgarspítal- ann annars staðar. Meðan ég beið dreif að tvær löggur í svörtu Mar- íu með stút við stýri sem átti að fara í blóðpróf. Löggurnar og stút- urinn staðnæmdust við hinar lok- uðu dyr við hliðina á mér: Ég reyndi að virka hress. Stútinum fannst ég skrítin og mér fannst ég vera stútur sjálf. Við dúsuðum þarna drykklanga stund þar til Einar bróðir birtist með lækni sér við hlið. Hann hafði komist inn um eldhúsið. Það var verið að gera við á spítalanum. Inngöngudyr bráðadeildar höfðu verið án raf- magns. Meiðsli mín voru ekki al- varleg. Hárið óx. Ég hef aldrei aftur drukkið neitt sem logar. ■ Sagan ■ Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur segir sögu af eldfimu staupi og skorar á Sigríði Fanneyju Pálsdóttur að segja næstu sögu. Fréttiraf fólki Undarlegur ytri ylur ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki verður á allt kosið. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Nína Tryggvadóttir. Der Spiegel. Búðin.                                      !  Bjarni Eiríkur Sigurðsson,skólastjóri reiðskólans Þyrils í Víðidal, vígði á dögunum sér- staka lyftu til að koma fötluðum á hestbak. Bjarni hefur verið með 46 fatlaða í æfingum á hestbaki í vetur og hefur árangurinn verið framar öllum vonum: „Þýskar rannsóknir sýna að hreyfingarmynstur hestsins er þannig að úr verða 200 vöðva- hreyfingar knapans á mínútu. Þetta finna fatlaðir og þeim finnst í raun að þeir geti hreyft sig þeg- ar þeir eru komnir á bak. Það efl- ir sjálfstraustið,“ segir Bjarni Eiríkur, sem er með 36 hross á járnum í Víðidalnum auk 20 ann- arra á Torfastöðum þaðan sem hann gerir út á Njáluslóðir og heldur námskeið: „Ég er Hornfirðingur, alinn upp á Mýrunum þar en flutti 11 ára gamall með foreldum mínum í Hveragerði. Þar varð ég svo kenn- ari þar til ég tók við skólastjórn í Þorlákshöfn. Síðustu sjö árin hef ég svo verið skólastjóri reiðskól- ans Þyrils,“ segir Bjarni, sem gef- ur sér tíma fyrir áhugamál þó flestar tómstundirnar fari í hross- in: „Ég hef verið að læra að spila djass á píanó í mörg ár og lék í hljómsveitum hér áður fyrr. Hætti um það leyti sem Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið og Yesterday var með síðustu lögun- um sem ég lék á dansleikjum. Með Bítlunum hvarf harmonikkan af böllunum,“ segir Bjarni Eiríkur. ■ KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR „Bragðið var kunnuglegt en drykknum fylgdi samt undarlegur ytri ylur sem ég hafði ekki fundið til fyrr. Ég leit kankvís á piltinn til að fanga aðdáunarauga hans og segja um leið eitthvað hnyttið sem ég man ekki lengur hvað var.“ Persónan ■ Bjarni Eiríkur Sigurðsson vígði á dög- unum lyftu fyrir fatlaða sem vilja komast á hestbak. Bjarni er skólastjóri reið- skólans Þyrils í Víðidal. BJARNI EIRÍKUR Harmonikkan hvarf af böllunum með Bítlunum. 200 hreyfingar á mínútu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.