Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 6
6 10. maí 2003 LAUGARDAGURVeistusvarið? 1Þrettán áður óþekkt verk eftir merkaíslenska listakonu rak á fjörur Smiðj- unnar – listhúss. Eftir hvern eru verkin? 2Í viðtali við þýskt tímarit sagðistDavíð Oddsson ætla að hætta í póli- tík fyrir sextugt. Hvað heitir tímaritið? 3Þrjár ungar konur hafa opnað versluná Laugavegi 12a þar sem seld verða verk ungra hönnuða. Hvað heitir búðin? Svör á bls. 54. Bandaríkjamenn órólegir: Kjarnorku- þreifingar Írana ÍTALÍA, AP Utanríkisráðherra Írans vill að Bandaríkjamenn hætti að skipta sér af tilraunum Írana til að þróa kjarnorkuvopn. Þetta sagði hann fyrir fund með Silvio Berlusconi, forseta Ítalíu, en Bandaríkjamenn hafa lýst yfir áhyggjum yfir sívaxandi prófun- um Írana á kjarnorku. „Þeim kemur þetta ekkert við,“ sagði ráðherrann. „Þetta er á milli okkar og Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar. En þetta er flókið mál. Við erum ánægðir með að óvinir okkar [Írak] eru ekki lengur pólitískt vandamál en á hinn bóg- inn höfum við áhyggjur af áætlun- um Bandaríkjanna á svæðinu.“ ■ KHARRAZI OG BERLUSCONI Ráðherrann er ósáttur við af- skipti Bandaríkj- anna. LISTIR Stórt listaverk úr plexígleri sem vera átti höfuðdjásnið í sýn- ingu Bjarna Sigurbjörnssonar í Los Angeles brotnaði á hafnarbakkan- um í Reykjavík. Sýning Bjarna opnar í St. Mon- ica Studio í dag. Þar sýnir hann verk úr plexígleri eins og hann er þekktur fyrir. Verkin voru flutt með Eimskipi um Evrópu og Panamaskurðinn til Kaliforníu. Bjarna mun hafa verið gert kunnugt um það þegar stóra verkið var í evrópskri hafnarborg að það hefði fallið á kajann í Reykjavík í upphafi ferðar. Sagt var að höggið hafi verið óverulegt. Þegar Bjarni vitjaði sendingarinnar ytra á mánu- daginn var kom í ljós að verkið var brotið í þrjá parta; ónýtt og ósýn- ingarhæft. Verkið sem eyðilagðist er áþekkt bláu plexíglerverki Bjarna á sýningunni Mynd í Listasafni Reykjavíkur í fyrra. Það verk var afar stórt, um 32 fermetrar að flatarmáli. Verkið sem nú er farið forgörðum var hins vegar aðeins fjórðungur þess, eða tveir sinnum fjórir metrar. ■ HAFNARHÚSIÐ Bjarni Sigurbjörnsson varð fyrir óvæntu áfalli þegar hann vitjaði listaverka sinna. Íslenskur myndlistarmaður opnar sýningu í Los Angeles: Höfuðdjásnið brotnaði á kajanum í Reykjavík FÓTBOLTI Ásgeir Sigurvinsson hef- ur verið ráðinn þjálfari A-lands- liðs karla til bráðabirgða en Atli Eðvaldsson hefur látið af störfum. Stjórn KSÍ hefur einnig veitt for- manni sambandsins umboð til að leita að erlendum þjálfara. Ásgeir Sigurvinsson hefur setið í landsliðsnefnd KSÍ á und- anförnum árum. Hann hefur því fylgst náið með leikjum liðsins og undirbúningi þeirra og þekk- ir vel til landsliðsmannanna. Ás- geir var strax tilbúinn að axla þessa ábyrgð þegar KSÍ leitaði til hans. Ásgeir stjórnar landsliðinu í leikjunum gegn Færeyjum og Lit- háen í byrjun júní en það veltur á því hvenær nýr þjálfari finnst hvort Ásgeir stýrir liðinu í fleiri leikjum. Ásgeir segir að breyting- ar verði ekki miklar á landsliðs- hópnum frá síðustu leikjum. Hann ætlar að hafa samband við þá leik- menn sem leika erlendis eftir helgi og ræða við þá um undirbún- ing næstu leikja. Nýr hópur verð- ur tilkynntur 2. júní. Markmið Ás- geirs er að vinna tvo af næstu þremur leikjum en auk leikjanna í byrjun júní leikur Ísland í Fær- eyjum um miðjan ágúst. KSÍ ætlar að gefa sér góðan tíma í að finna nýjan þjálfara. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að sambandið teldi tíma kominn til að leita á erlend mið að nýju. Tólf ár eru liðin frá því að landsliðið lék undir stjórn erlends þjálfara. Svíinn Bo Jo- hansson var landsliðsþjálfari á ár- unum 1990 til 1991 en hann tók við af Þjóðverjanum Siegfried Held sem þjálfaði liðið á árunum 1986 til 1989. Í sameiginlegri yfirlýsingu Atla Eðvaldssonar og KSÍ segir að „mikil og neikvæð umræða hafi verið um störf Atla með landsliðið sem í raun hafi haft slæm áhrif á gengi liðsins. Atli dregur sig í hlé í þeirri von að liðinu takist að snúa blaðinu við og fá stuðning þjóðarinnar í komandi leikjum sem eru gríðarlega mikilvægir fyrir íslenska knattspyrnu.“ ■ ÁSGEIR SIGURVINSSON Ásgeir Sigurvinsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs karla til bráðabirgða. Ásgeir tekur við af Atla KSÍ leitar að erlendum þjálfara en Ásgeir Sigurvinsson stjórnar landsliðinu til bráðabirgða. KOSNINGARNAR „Skoðanakannanirn- ar hafa verið mjög misjafnar,“ seg- ir Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra og þingmaður Framsóknar- flokksins, aðspurð um skoðana- kannanir gærdagsins og vikunnar allrar. „Á miðvikudaginn vorum við með 12,7% og talsvert frá kjörfylg- inu. Í gær mældumst við mun nær kjörfylginu. Sem frambjóðanda líð- ur manni eins og maður sé í rússi- bana. Það er algerlega óljóst hvern- ig þetta fer. Við leggjum mikla áherslu á að Framsóknarflokkurinn nái sínu kjörfylgi, sem var yfir 18% í síðustu kosningum. Við förum tæplega í ríkisstjórn án þess að ná því.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar, segist draga þá ályktun af þessum könnunum að mjög margir dragi það fram á síð- ustu stundu að taka endanlega ákvörðun. „Ég hef fundið það í vik- unni, til dæmis á vinnustöðum, að margir höfðu ekki ákveðið sig. En þessar tölur sem kannanirnar hafa sýnt hleypa óneitanlega kappi í kinn flokkum eins og okkur. Okkur vantar herslumuninn til þess að ná okkar markmiðum og þetta er mjög spennandi. Mér sýnist þetta ætla að verða einar mest spennandi kosn- ingar sem ég man eftir. Það er sama stemning í loftinu og þegar verið var að fella Viðreisnarstjórnina á sínum tíma. Það er mikið í húfi að fella ríkisstjórnina nú, eins og þá.“ Árni Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra og frambjóðandi Sjálf- stæðisflokks, segir kannanirnar hafa gefið glöggt til kynna að brugðið geti til beggja vona fyrir sjálfstæðismenn. „Sumar kannan- irnar hafa sýnt góða útkomu fyrir okkur, en eins eru kannanir þarna sem eru ekki eins góðar. Þetta sýn- ir að við þurfum á hverju atkvæði að halda til þess að halda okkar.“ Besta könnunin fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í gær sýndi flokkinn með um 37% atkvæða. „Ég gæti vel þol- að hærri tölu en það,“ segir Árni. „En ef niðurstaðan gefur okkur tveggja flokka góða ríkisstjórn þá er þetta í lagi.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir kann- anirnar vera aðvörun til vinstri- sinnaðs fólks. „Þessar niðurstöður eru holl aðvörun til vinstrisinnaðs og umhverfisverndarsinnaðs fólks,“ segir hann, „um það hvort það telji ekki þörf á því að eini flokkurinn sem skilgreinir sig með skýrum hætti til vinstri í íslenskum stjórnmálum og stendur í lappirnar í umhverfismálum fái ekki sterkari útkomu.“ Steingrímur finnur að því að Samfylkingin virðist sækja meira í fylgi hinna stjórnarand- stöðuflokkanna en stjórnarflokk- anna. „Slíkt gagnast ekkert sameig- inlegum hagsmunum stjórnarand- stöðunnar í slagnum við að fella ríkisstjórnina,“ segir hann. Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, er mjög ánægður með gengi frjáls- lyndra. „Við höfum háð þessa bar- áttu af miklum dugnaði en jafn- framt miklum vanefnum,“ segir Magnús. „Við höfum ekki haft úr miklum peningum að moða en fólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu. Það virðist vera að skila sér.“ Hann furðar sig á því hversu miklu fé stóru flokkarnir eyði í kosningabar- áttuna. „Fyrir okkur sem þurfum að velta fyrir okkur hverri einustu krónu og jafnvel borga með okkur í kosningabaráttunni er þetta ótrú- legt.“ gs@frettabladid.is brynjolfur@frettabladid.is Eins og í rússibana Skoðanakönnunum á endasprettinum ber ekki saman um fylgi flokkanna. Spennan er mikil og allt getur gerst. FRAMBJÓÐENDUR Í ÖNNUM Harðri kosningabaráttu er nú lokið. Flestir eru sáttir við hvernig til hefur tekist. Íslensk stjórnvöld: Barist gegn mansali MANSAL Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita 2,5 milljónum króna til eflingar starfsemi Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) gegn mansali og kynlífs- þrælkun kvenna og stúlkubarna í Bosníu og Hersegóvínu. Fjárframlagið verður notað til að ráða innlendan sérfræðing til sendinefndar ÖSE í Bosníu og Hersegóvínu til tveggja ára. Starf sérfræðingsins verður fólgið í auk- inni fræðslu og eflingu vitundar al- mennings um mansal og ofbeldi gegn konum og börnum á svæðinu. Einnig mun hann skipuleggja að- stoð við fórnarlömb mansals. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.