Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 34
36 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Maímánuður er settlegur hjá okkur því glæsilegt golfsett* frá versluninni Hole in One fylgir öllum sófasettum sem keypt eru í þessum mánuði. Tilboðið gildir um öll sófasett hvort sem þú velur hina sígildu samsetningu 3+2+1 eða þína eigin samsetningu – t.d. hornsófa, tvo sófa, sófa og tvo stóla, hornsófa og stól … Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is Settlegt par golfsett: fullt sett • 3-PW járn • 400 cc driver • 3+5 tré • Pútter • Gó›ur bur›arpoki • Hanski • 10 golfkúlur • 30 tí * Í golf og svo upp í sófa? S E TTLEGIR M A Í D A G A R sófa sett + golf sett H R IN GD U EÐA K O M D US E M F Y R S T S ■ PLÖTUKASSINN MINN Klámmyndatónar og súrt spekingapopp Ég held reyndar að þetta sébein tenging við afa minn, Karl frá Mýri í Bárðardal,“ seg- ir Karl Örvarsson, söngvari í hljómsveitinni Hunang, um nafnið sitt. „En það er auðvitað skemmtilegt að segja frá því að ég á alnafna sem er líka skírður í höfuðið á móðurafa sínum. Og ekki nóg með það, hann er bróð- ir minn. Við eigum sem sagt ekki sömu móður, en það vill bara þannig til að mæður okkar eiga báðar feður sem heita Karl og báðar vildu skíra í höfuðið á feðrum sínum.“ Karl segir að þar með sé ekki öll sagan sögð því alnafni hans og bróðir sé líka farinn að semja lög og gefa út og þeim bræðrum sé þráfaldlega ruglað saman. „Með allri virðingu fyrir hon- um,“ segir Karl hlæjandi. „Þá vil ég eiginlega ekki láta bendla mig við neina tónlist nema mína eigin.“ Karl segist alltaf hafa verið ánægður með nafnið sitt og vera kallaður Kalli í vinahópi. „Við Kallarnir erum alltaf nokkuð traustir,“ segir hann glaðhlakka- legur, „og þetta nafn hefur loðað við fjölskylduna. Ég átti á tíma- bili tvo mága með þessu nafni og svo auðvitað bróður og afa. Þetta var orðið mikið Karlaveldi.“ ■ ■ NAFNIÐ MITT Alnafni bróður síns Birgir Nielsen, trommari Lands& Sona og annar umsjónamað- ur sjónvarpsþáttarins Popp & Kók á Skjá 1, segist ekki hafa lagt í það að telja geisladiskasafnið sitt en giskar á að þar séu um 500 titlar. Þær fáu vínylplötur sem hann á geymir hann út í bílskúr innan um allt trommudótið. Plötuspilarinn er þó löngu dáinn og grafinn. Birgir segist vera mikill safn- ari. „Eftirlætis plötuverslunin mín var Hljómalind,“ segir Birgir. „Það var skemmtilegasta plötubúð síðari ára og það er mikil eftirsjá eftir henni. Það var gaman að fara þangað og gramsa. Ég er með skáp heima sem enginn fær að fara í nema ég. Það hefur hvort eð er enginn annar á heimilinu áhuga á því sem þar er nema ég. Þar geymi ég alla súru tónlistina mína. Ég á til dæmis mjög mikið með Gert Wilden sem var mjög heitt tónskáld á sjöunda áratugnum í Þýskalandi. Hann samdi tónlist fyrir kynlífsþætti sem voru sýnd- ir á þýskri sjónvarpsstöð. Önnur plata sem heillað hefur Birgir úr lyftutónlistargeiranum er „Sound Gallery no.1“. „Þegar ég hlusta á þá plötu er eins og maður færist beint í sólina í San Francisco með konunni.“ Lyftu- vörðurinn sjálfur, Burt Bacharach, hefur svo lengi lyft upp anda hans. Plötur Stan Getz og Joao Gilberto enda svo einnig oft í tækinu. Tónlist írsku sveitarinnar U2 hefur svo lengi verið í uppáhaldi. Af heildarverki þeirra er hann hrifnastur af tímamótaplötunni „Achtung Baby“. Hann á einnig flestar plötur með trommuleikar- anum Buddy Rich. Goðsagnar- kenndum trommara sem lést árið 1988. „Hann á mjög mikið af þess- um töktum sem menn eru að spila í dag. Hann fór í tónleikaferðir um allan heim með sitt bigband og dó árið 1988. Ég allar nánast allar plöturnar með honum. Hann hefur verið í miklu uppáhaldi frá því að ég var smá polli. Ég á líka eigin- lega allt með Steely Dan. Í gegn- um þá fór maður að uppgötva fullt af geðveikum hljóðfæraleikurum sem hafa spilað með svo mörgum. Til dæmis Steve Gadd trommu- leikara. Hann spilar í dag með Clapton og lék áður með Paul Simon.“ Ný plata með Land & Sonum er væntanleg í sumar. biggi@frettabladid.is BIRGIR NIELSEN Hingað til hefur Birgir ekki notfært sér netið mikið við leit að tónlist. Hann segir samt hel- stu ástæðu þess vera að hann er ekki með ADSL tengingu. KARL ÖRVARSSON Karl er vel þekktur sem söngvari í hljómsveit- inni Hunang. En hann á alnafna sem líka er bróðir hans, og er að semja og gefa út lög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.