Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 11
11LAUGARDAGUR 10. maí 2003 FRAMSÓKNARFLOKKURINN Hringdu í síma 533 4343 og hjálpfúsir bílstjórar okkar aðstoða þig við að komast til og frá kjörstað. Vantar þig akstur á kjörstað? Kosningavaka framsóknarmanna í Reykjavík verður haldin á Grand Hótel við Sigtún. Hátíðin hefst kl. 21:00 og stendur fram eftir nóttu. Kosningasjónvarp RÚV og Stöðvar 2 verður sýnt á tveimur risaskjám. Komið og fylgist með spennandi kosningum í góðum félagsskap. Allir velkomnir frá kl. 21:00 Reykvíkinga á Grand Hótel Kosningavaka Framsóknarflokksins í Reykjavík er: 533 4343 Upplýsingasími Kosningamiðstöðin Suðurlandsbraut Hverfisskrifstofan Spönginni DÓMSMÁL Lögreglumenn sem brutu hönd og fótlegg manns sem þeir höfðu handtekið voru sýknað- ir í Hæstarétti af skaðabótakröf- um mannsins. Þrír lögreglumenn á bíl hand- tóku manninn á Seltjarnarnesi morgun einn í október 1998. Áður hafði maðurinn stolið sendibíl. Hann veitti engan mótþróa og gekk sjálfur um borð í lögreglu- bílinn. Eftir að bílnum var ekið af stað vildu lögreglumennirnir tveir sem sátu aftur í hjá mannin- um fá að sjá innihald vasa hans. Maðurinn brást ókvæða við. Upp- hófust þá stympingar sem Hæstirréttur segir hafa staðið yfir örskotsstund og haft áður- greindar afleiðingar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninum 5,7 millj- óna króna bætur. Hæstiréttur sagði hins vegar að lögreglu- mennirnir hafi ekki sýnt af sér ógætni eða gengið harkalegar fram gagnvart gagnáfrýjanda (bílaþjófinum) en nauðsynlegt var til að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum, þótt svo illa hafi til tekist, að hann slasaðist í átökunum. ■ Ástandið í Írak batnar: Glasið er hálffullt ÍRAK, AP Í fyrsta sinn í 12 ár eru íbúar Basra með rafmagn allan sólarhringinn. „Þetta er mjög erfitt og hver dagur er ný áskor- un. En glasið er orðið hálffullt,“ sagði Jay Garner, sem hefur verið falið það starf að koma skipulagi á í stríðshrjáð Írak. „Það er bara einn hópur sem getur blásið lífi í glæður hér í landinu og það eru Írakar sjálfir. Það gleður mig að segja að þeim Írökum fjölgar stöðugt sem eru reiðubúnir að rétta hjálparhönd,“ bætti David McKiernan við, yfir- maður herliðs Bandaríkjanna í Írak. ■ Lögreglumenn sýknaðir af harðræði við handtöku: Brutu fótlegg og hönd bílaþjófs LÖGREGLAN Í REYKJAVÍK Hvorki ógætni né ónauðsynleg harka lög- reglumanna varð þess valdandi að þeir handleggs- og fótbrutu bílaþjóf, segir Hæstiréttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.