Fréttablaðið - 10.05.2003, Síða 11

Fréttablaðið - 10.05.2003, Síða 11
11LAUGARDAGUR 10. maí 2003 FRAMSÓKNARFLOKKURINN Hringdu í síma 533 4343 og hjálpfúsir bílstjórar okkar aðstoða þig við að komast til og frá kjörstað. Vantar þig akstur á kjörstað? Kosningavaka framsóknarmanna í Reykjavík verður haldin á Grand Hótel við Sigtún. Hátíðin hefst kl. 21:00 og stendur fram eftir nóttu. Kosningasjónvarp RÚV og Stöðvar 2 verður sýnt á tveimur risaskjám. Komið og fylgist með spennandi kosningum í góðum félagsskap. Allir velkomnir frá kl. 21:00 Reykvíkinga á Grand Hótel Kosningavaka Framsóknarflokksins í Reykjavík er: 533 4343 Upplýsingasími Kosningamiðstöðin Suðurlandsbraut Hverfisskrifstofan Spönginni DÓMSMÁL Lögreglumenn sem brutu hönd og fótlegg manns sem þeir höfðu handtekið voru sýknað- ir í Hæstarétti af skaðabótakröf- um mannsins. Þrír lögreglumenn á bíl hand- tóku manninn á Seltjarnarnesi morgun einn í október 1998. Áður hafði maðurinn stolið sendibíl. Hann veitti engan mótþróa og gekk sjálfur um borð í lögreglu- bílinn. Eftir að bílnum var ekið af stað vildu lögreglumennirnir tveir sem sátu aftur í hjá mannin- um fá að sjá innihald vasa hans. Maðurinn brást ókvæða við. Upp- hófust þá stympingar sem Hæstirréttur segir hafa staðið yfir örskotsstund og haft áður- greindar afleiðingar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninum 5,7 millj- óna króna bætur. Hæstiréttur sagði hins vegar að lögreglu- mennirnir hafi ekki sýnt af sér ógætni eða gengið harkalegar fram gagnvart gagnáfrýjanda (bílaþjófinum) en nauðsynlegt var til að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum, þótt svo illa hafi til tekist, að hann slasaðist í átökunum. ■ Ástandið í Írak batnar: Glasið er hálffullt ÍRAK, AP Í fyrsta sinn í 12 ár eru íbúar Basra með rafmagn allan sólarhringinn. „Þetta er mjög erfitt og hver dagur er ný áskor- un. En glasið er orðið hálffullt,“ sagði Jay Garner, sem hefur verið falið það starf að koma skipulagi á í stríðshrjáð Írak. „Það er bara einn hópur sem getur blásið lífi í glæður hér í landinu og það eru Írakar sjálfir. Það gleður mig að segja að þeim Írökum fjölgar stöðugt sem eru reiðubúnir að rétta hjálparhönd,“ bætti David McKiernan við, yfir- maður herliðs Bandaríkjanna í Írak. ■ Lögreglumenn sýknaðir af harðræði við handtöku: Brutu fótlegg og hönd bílaþjófs LÖGREGLAN Í REYKJAVÍK Hvorki ógætni né ónauðsynleg harka lög- reglumanna varð þess valdandi að þeir handleggs- og fótbrutu bílaþjóf, segir Hæstiréttur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.