Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 40
■ ■ ÚTIVIST  9.00 Ferðafélag Íslands efnir til fuglaskoðunarferðar í samvinnu við Fuglaverndarfélag Íslands. Áfangastaðir eru m.a. á Álftanesi, í Hafnarfirði og við Hafnarberg á Reykjanesi. Endað verður á svæðinu umhverfis Grindavík. Fugla- skoðarar hafi meðferðis fuglabók, sjón- auka og nesti. Lagt verður af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Heim- koma er áætluð síðdegis. Fararstjóri er Einar Þorleifsson.  10.00 Jepparækt ferðafélagsins Útivistar. Farið verður á Langjökul frá Húsafelli. Brottför er frá skrifstofu Útivist- ar að Laugavegi 178. Þessi ferð kostar ekki neitt og er opin öllu jeppafólki. ■ ■ FUNDIR  8.30 Seinni dagur ráðstefnunnar Arfur, menning, áform í Norræna hús- inu er í dag. Þar er rætt um norræna og íslenska menningarstefnu. Af fyrirlesur- um má nefna Arne Ruth prófessor, Ritva Mitchell stjórnanda rannsóknar- deildar Menningarstofnunar Finnlands, Gest Guðmundsson félagsfræðing, Tinnu Gunnlaugsdóttur leikara, Jón Yngva Jóhannsson bókmenntafræðing og Pál Skúlason rektor Háskóla Íslands.  13.00 Afmælishátíð Búdda, Wesak, heldur áfram í dag og á morgun í húsa- kynnum Hómópataskólans að Ármúla 44, efstu hæð.  14.00 Finnur Ingimarsson líffræð- ingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs flytur fræðsluerindi um farfugla í Kópa- vogi á vegum Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs. Erindið verður flutt í Kórnum í nýja safnahúsinu. ■ ■ OPIÐ HÚS  14.00 Listamenn í Kópavogi ætla að hafa opið hús á vinnustofum sínum í tilefni af afmæli Kópavogsbæjar. Opið verður milli klukkan 14 og 18 hjá eftir- töldum listamönnum: Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur, Stúdíó Subba, Hamra- borg 1, Ólöfu Erlu Bjarnadóttur, Lindar- hvammi 9, Kristínu Þorkelsdóttur, Lindarhvammi 13, Rögnu Fróðadóttur, Lundur I v/Nýbýlaveg, Spessa, Frystihús- inu - Vinnustofu Spessa, Hafnarbraut 6 og Mireya Samper, Bakkabraut 7 d.  14.00 Kópavogsdeild Rauða krossins efnir til afmælis- og opnunar- hátíðar í nýju húsnæði sínu í Hamra- borg 11. Allir eru velkomnir. ■ ■ OPNANIR  14.00 Fyrsta Vorhátíð Listaháskól- ans hefst með opnun útskriftarsýning- ar myndlistar- og hönnunarnemenda í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  14.00 Gunnar Karl Gunnlaugsson opnar sýningu á ljósmyndum af um það bil 60 brúm á þjóðvegi 1 í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi.  16.00 Fimmta alþingiskosningasýn- ing Kristjáns Guðmundssonar verður opnuð í Slunkaríki á Ísafirði. Að þessu sinni er Kristján með grafíkmyndir í farteski sínu.  16.00 Birgir Rafn Friðriksson opnar einkasýningu á Næsta bar við Ingólfsstræti í Reykjavík. Sýningin heitir Portret x og stendur til 7. júní. ■ ■ KVIKMYNDASÝNINGAR  8.10 Kvikmyndaveisla Bíó Reykja- víkur heldur áfram í dag í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10a. Sýnt verður fjöl- breytt úrval af „Sci-Fi“ myndum fyrri ára, svo sem The Thing frá 1951, Invaders from Mars frá 1953, It came from Outer Space frá 1953 og The Incredible Shrinking Man frá 1957. Það er frítt inn á hátíðina og allir velkomnir.  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir frönsku myndina Landru eftir Claude Chabrol frá árinu 1962 í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLIST  11.00 Vortónleikar Tónlistarskóla Árbæjar verða haldnir í Árbæjarkirkju. Fram koma nemendur skólans ásamt kennurum.  13.00 Seinni vortónleikar Tónlist- arskóla Árbæjar verða haldnir í Árbæj- arkirkju. Fram koma nemendur skólans ásamt kennurum.  13.00 Kór Menntaskólans á Akur- eyri heldur tónleika í Sauðárkróks- kirkju. Meðal verka á efnisskránni eru íslensk þjóðlög, afrískir söngvar og am- erískir negrasálmar. Söngstjóri að þessu sinni er Svanfríður Eygló Arnardóttir  13.30 Dagur Tónskóla Sigursveins verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn í húsakynnum skólans að Engjateigi 1 með uppskerutónleikum vetrarins. Haldnir verða alls níu nemendatónleikar í þremur sölum. Fyrstu tónleikarnir hefj- ast klukkan 13.30, og síðan verða aftur þrennir tónleikar klukkan 14.30 og loks þeir síðustu klukkan 15.30.  14.00 Fjölskylduhátíð verður í Vetr- argarðinum í Smáralind í dag. Kynnir er Halldóra Geirharðsdóttir. Birgitta Haukdal og Írafár flytja nokkur lög, Skólahljómsveit Kópavogs leikur, Snæ- landskórinn og Kársnesskólakórinn syn- gja. Einnig verður sýndur dans og fim- leikar.  15.00 Vortónleikar Tónstofu Val- gerðar verða haldnir í kirkju Óháða safnaðarins í tengslum við listahátíðina List án landamæra, sem haldin er í til- efni Evrópuárs fatlaðra og tíu ára afmæl- is Átaks, félags fólks með þroskahöml- un.  16.00 Vortónleikar Árnesingakórs- ins í Reykjavík verða haldnir í Lang- holtskirkju. Undirleikari er Jón Bjarna- son og stjórnandi Gunnar Ben, sem jafnframt leikur á óbó og djembé. Sif Björnsdóttir leikur á selló og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran syngur ein- söng.  17.00 Álafosskórinn heldur vor- tónleika í Hjallakirkju í Kópavogi. Með- al annars verða flutt lög eftir Helga R. Einarsson, söngstjóra kórsins, við ljóð Halldórs Laxness. Einnig eru á efnis- skránni íslensk þjóðlög, hefðbundin kór- lög og lög og syrpur úr söngleikjum. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Stígvélaði kötturinn fyrir yngstu krakkana á Litla sviði Borgar- leikhússins í samstarfi við Sjónleikhús- ið. Allir fá ís á eftir.  16.00 Leikritið Sólstafir, sögur frá Sólheimum verður sýnt í íþróttahúsinu á Sólheimum í tengslum við listahátíð- ina List án landamæra, sem haldin er í tilefni Evrópuárs fatlaðra og tíu ára af- mælis Átaks, félags fólks með þroska- hömlun. Leikfélag Sólheima er eitt elsta áhugamannaleikfélag landsins og hefur starfað í 72 ár.  20.00 Farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrt af Gísla Rúnari Jónssyni.  20.00 Veislan eftir Thomas Vinter- berg og Mogens Rukov á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins.  20.00 Breski farsinn Öfugu megin uppí með Eggert Þorleifsson í aðal- hlutverki verður sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Sumarævintýri eftir William Shakespeare og leikhópinn verður sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Ferðafélag Íslands efnir til göngu um gömlu Krýsuvíkurleiðina. Gengin verður leiðin Hraun - Breiðaból- staður - Kvennagönguhólar. Fararstjórar verða Davíð Ó. Davíðsson og Hrafnkell Karlsson frá Hrauni. Lagt verður af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6.  10.30 Níundi og síðasti áfangi Strandgöngu Útivistar hefst í Sandvík austan Háleyjabungu og þaðan liggur leiðin vestur yfir hana að Reykjanestá. Áfram verður haldið um Blásíðubás að Valahnjúk og síðan norður með strönd- inni að Önglabrjótsnefi og um Stampa- hraun að Litlu-Sandvík. Göngunni lýkur í Stóru-Sandvík eftir um það um það bil 5 klukkustunda göngu. Brottför frá BSÍ.  13.30 Hinn árlegi flórgoðadagur Fuglaverndarfélagsins og Umhverfis- nefndar Hafnarfjarðar verður við Ástjörn við Hafnarfjörð milli kl. 13:30 og 15:00. Haldið hefur verið uppá dag flórgoðans við Ástjörn síðan 1993. Reyndir fugla- skoðarar upplýsa gesti um leyndardóma flórgoðans og sýna þeim hið fjölbreytta lífríki Ástjarnar, sem er syðst í Hafnarfirði austan Reykjanesbrautar og er farið að tjörninni um hið nýja Áshverfi. ■ ■ SAMKOMA  13.00 Afmælishátíð Búdda, Wesak, verður haldin í dag og næstu tvo daga í húsakynnum Hómópataskólans að Ár- múla 44, efstu hæð. ■ ■ MESSA  14.00 Gospelmessa verður í Vetr- argarðinum í Smáralind í tilefni af af- mæli Kópavogsbæjar með prestum úr öllum söfnuðum þjóðkirkjunnar í Kópa- vogi. Fram koma gospelhljómsveit, gospelkór, unglingakór og barnakór. Þorvaldur Halldórsson leikur undir. Einnig verður fluttur leikþáttur um mis- kunnsama samverjann og trúður skemmtir börnunum. ■ ■ SÝNINGARLOK  15.00 Málverkasýningu Helga Þor- gils Friðjónssonar á Kjarvalsstöðum lýk- ur á sunnudag og býður Helgi Þorgils þá gestum Kjarvalsstaða til listamanns- spjalls.  15.00 Georg Guðni og Gunnar J. Árnason heimspekingur eiga stefnumót í Listsafni Íslands þar sem þeir munu ræða um verkin á sýningu Georgs Guðna og samtímann sem verkin eru sprottin úr. Sýningu Georgs Guðna lýkur á sunnudag, og sömuleiðis lýkur í safn- inu sýningu á landslagsmálverkum Ás- gríms Jónssonar og vídeóinnsetningu Steinu Vasulka.  Þremur sýningum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg lýkur um helgina. Á annarri hæð safnsins er Sólveig Aðalsteins- dóttir með sýninguna Úr möttulholinu en á þeirri þriðju eru Hanne Nielsen og Birgit Johnsen með Stað-hæfingar eða Territorial Statements í suðursal. Í norð- ursal á sömu hæð er landi þeirra Kaj Nyborg með sýninguna Nágranni eða Next door neighbour. 42 10. maí 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 7 8 9 10 11 12 13 MAÍ Laugardagur Þ etta er gamall draumur sem nú er að rætast, að setja þetta verk upp og fá Kristján til að syngja tenórhlutverkið,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, sem ætlar að ráðast í það stórvirki að flytja Sálumessu eftir Guiseppe Verdi á afmælis- tónleikum sínum í Íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudaginn. Hljómsveitin hefur fengið til liðs við sig stórsöngvarana Krist- ján Jóhannsson og Kristin Sig- mundsson til þess að syngja tenór- og bassahlutverkin. Björg Þór- hallsdóttir syngur sópranröddina og loks hafði Kristján milligöngu um að ítalski mezzósópraninn Annamaria Chiuri færi með fjórða einsöngshlutverkið. „Við höfum aldrei teflt fram flottari einsöngvurum hjá okkur,“ segir Guðmundur Óli. „Þetta er líka viðameiri uppsetning en við höfum verið með áður, og ég man hreinlega ekki eftir stærri tónlist- arviðburði utan Reykjavíkur- svæðisins, að minnsta kosti ekki þau ellefu ár sem ég hef verið hér í þessu starfi.“ Tónleikarnir eru haldnir í til- efni af tíu ára afmæli Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands. „Forveri hennar hét reyndar Kammerhljómsveit Akureyrar og var búin að starfa frá 1987. Nafna- breytingin varð þegar gerður var samningur við ríkið og Akureyr- arbæ árið 1993.“ Starfsemi hljómsveitarinnar hefur vaxið ár frá ári. Undanfarin ár hefur hún æft um og yfir tíu efnisskrár á hverju ári og haldið eitthvað á fimmta tug tónleika, þar á meðal skólatónleika fyrir grunnskólabörn á Norðurlandi, allt frá Húsavík og vestur á Sauð- árkrók. „Hljómsveit af þessu tagi dett- ur ekki ofan af himnum einn dag- inn, heldur er hún eðlileg afleið- ing af öllu því starfi sem tónlistar- skólarnir í landinu halda úti. Ann- ars var þetta þannig á fyrstu árum hljómsveitarinnar að kenn- ararnir í tónlistarskólunum þurftu að koma til liðs við okkur á tónleikum, en svo fór þetta að snú- ast við þannig að nú fá kennararn- ir bara stundum að spila með.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ TÓNLIST Aldrei verið flottara SVEINN H. GUÐMARSSON Ég get sagt það í fullri hrein-skilni að ég ætla að fara á Vor- hátíð LHÍ en ég veit að þetta er mjög skemmtileg sýning“, segir Sveinn H. Guðmarsson útvarps- maður. „Þá er einnig að opna mjög skemmtileg sýning í Gerðu- bergi þar sem Gunnar Karl Gunn- arsson sýnir ljósmyndir af brúm á þjóðvegi 1. Við fjölluðum um þessa sýningu í Dægurmálaút- varpinu í fyrradag og hún er mjög áhugaverð. Sjálfur er ég mikið fyrir landafræði og hef þess vegna áhuga á brúm. Gamall skólabróðir minn, Markús Þ. Andrésson, er að sýna í Englaborg á Flókagötu og mig langar ekki síst að fara á sýninguna til að geta séð þetta hús en það er án efa það flottasta í bænum. Ég hef aldrei komist inn í húsið og þetta er ágætis átylla til þess. Svo ætla ég auðvitað að fara og kjósa.“  Val Sveins Þetta lístmér á! hvað?hvar?hvenær? 8 9 10 11 12 13 14 MAÍ Sunnudagur STÓRKANÓNUR VERÐA Á FRAMSVIÐINU Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur Requiem eftir Verdi á tónleikum í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 16 á sunnudag. ✓ ✓ ✓
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.