Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 2
2 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR
„Davíð er með svo lélegan
eftirlaunasamning.“
Jón Ólafsson, kauupsýslumaður í Bretlandi, stefn-
di í gær Davíð Oddssyni forsætisráðherra vegna
ummæla sem ráðherra lét falla um Jón í
fjölmiðlum. Jón segir Davíð hafa vegið að
mannorði sínu og krefst þriggja milljóna íslenskra
króna í miskabætur vegna ummælanna.
Spurningdagsins
Jón, hvers vegna gerirðu ekki þriggja
milljóna punda miskabótakröfu á
hendur Davíð?
Hætt við háhýsa-
byggð við Lund
Kópavogsbær hefur fallið frá hugmyndum um háhýsabyggð á
Lundarsvæðinu. Þrýstingur frá íbúum réði úrslitum. Mótaðar
verða nýjar tillögur að byggð á svæðinu.
SKIPULAGSMÁL Bæjaryfirvöld í
Kópavogi hafa hætt við fyrirhug-
aða háhýsabyggð í landi Lundar í
Kópavogi. Þetta var ákveðið á
fundi skipulagsnefndar bæjarins
síðdegis í gær.
„Í ljósi þeirra athugasemda
sem komið hafa fram vegna
byggðarinnar hefur verið fallið
frá þessari skipulagstillögu,“ seg-
ir Gunnsteinn Sigurðsson, formað-
ur skipulagsnefndar Kópavogs.
Samkvæmt tillögunni átti að reisa
átta íbúðablokkir á lóð Lundar, þá
hæstu 14 hæða. Íbúðir hefðu því
orðið á bilinu 480 til 500 og íbúar
svæðisins um 1.300 talsins. Eftir
að tillagan var kynnt almenningi
bárust bæjaryfirvöldum vel á ann-
að hundrað athugasemdir auk
undirskriftarlista með rúmlega
5000 undirskriftum, þar sem fyr-
irhugaðri byggð var mótmælt.
Aðspurður hvort bæjaryfir-
völd séu með þessu ekki að viður-
kenna mistök segir
Gunnsteinn: „Nei,
við erum ekki að
viðurkenna mis-
tök. Þetta er bara
eðlilegt framhald á
því sem undan var
gengið. Það er ekki
einstakt að tekið sé
tillit til sjónarmiða
íbúanna.“
Hann segir að
eftir að hafa skoðað
athugasemdirnar
hafi það verið mat skipulagsnefnd-
arinnar að rökrétt væri að hætta
við byggingu blokkanna. Hann vill
ekki benda á eitthvað eitt atriði
sem ráðið hafi úrslitum. Hann seg-
ir að margir hafi mótmælt bygg-
ingarmagninu og hæð blokkanna.
Einnig hafi margar athugasemdir
snúið að einsleitni byggðarinnar
og fundist skorta fjölbreytni. Að-
spurður segir Gunnsteinn að bæj-
aryfirvöld í Kópavogi séu ekki að
láta undan þrýstingi frá Reykja-
víkurborg, sem mótmælti tillög-
unni. Hann segir að reyndar hafi
skilaboðin frá borginni verið afar
misvísandi. Á fyrstu stigum máls-
ins hafi hún tekið jákvætt í tillög-
una en á síðari stigum hafi hún
stokkið á öldu mótmæla og snúist
gegn tillögunni.
Þrátt fyrir að nú hafi verið hætt
við að byggja háhýsi á Lundarsvæð-
inu segir Gunnsteinn að áfram sé
gert ráð fyrir íbúabyggð þar. Á
næstunni muni skipulagsyfirvöld
móta nýja tillögu, sem muni að
ákveðnu leyti taka mið af þeim at-
hugasemdum sem bárust vegna til-
lögunnar sem nú hafi verið fallið
frá. Hann segir ótímabært að segja
nokkuð um það hvernig svæðið
muni líta út í framtíðinni en ljóst sé
að byggðin verði ekki jafn há og
fjölbreytnin meiri en gert hafi ver-
ið ráð fyrir í upphafi.
trausti@frettabladid.is
Ný stjórn Norðurljósa:
Stefnt að kauphallarskráningu
FJÖLMIÐLAR Ný stjórn er tekin við
fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljós-
um. Nýir eigendur koma að félag-
inu, þeir eru Baugur, félag í eigu
Pálma Haraldssonar, kenndan við
grænmetissölufyrirtækið Feng, og
fyrri hluthafar. Samkvæmt heim-
ildum verður Skarphéðinn Berg
Steinarsson, framkvæmdastjóri
hjá Baugi, stjórnarformaður Norð-
urljósa. Aðrir í stjórn eru Pálmi
Haraldsson, Halldór Jóhannsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Kald-
baks, athafnamaðurinn Davíð
Scheving Thorsteinsson og leik-
stjórinn og leikarinn Baltasar Kor-
mákur. Stjórnin mun á fyrsta fundi
sínum í dag leitast við að auka
hlutafé um allt að tvo milljarða
króna. Nýtt hlutafé verður selt
breiðum hópi fjárfesta. Í fram-
haldi af því er stefnt að skráningu
í Kauphöll Íslands innan þriggja
ára.
Kaupþing Búnaðarbanki, sem
er eigandi meirihluta skulda
Norðurljósa, og Landsbankinn
hafa átt í viðræðum um viðskipti
með skuldir félagsins. Niðurstað-
an af þeim viðræðum mun ráða
miklu um endanlega samsetningu
hluthafahóps Norðursljósa. ■
Krabbameinssjúk börn:
Bestu
líflíkur hér
LUNDÚNIR, AP Lífslíkur íslenskra
barna með krabbamein eru þær
bestu í Evrópu, samkvæmt nýrri
könnun sem birtist í læknaritinu
Annals of Oncology. Finnar fylgja
fast á hæla Íslendinga en verst er
útkoman í Eistlandi.
Við gerð könnunarinnar var tek-
ið mið af sjúkdómsferli 23 þúsund
barna undir fimmtán ára aldri sem
veiktust á árunum 1990–1994. Lífs-
líkur krabbameinssjúkra barna á
Íslandi eru 90%, eða helmingi
meiri en í Eistlandi. Í löndum
Vestur-Evrópu eru lífslíkur barn-
anna á bilinu 71% til 81% en 63%
til 66% í austurhluta álfunnar. ■
GRÆNMETI OG ÁVEXTIR
Meðalverð á grænmeti er enn undantekn-
ingarlítið lægra en það var í febrúar 2002,
áður en tollar á ýmsum tegundum voru
afnumdir.
Grænmeti og ávextir:
Veruleg
verðhækkun
NEYTENDUR Verð á algengum græn-
metistegundum hefur hækkað
verulega frá í desember í fyrra
samkvæmt verðkönnun Samkeppn-
isstofnunar á grænmeti og ávöxt-
um. Paprika hefur hækkað um allt
að 79% og er meðalverð ávaxta í
nær öllum tilvikum hærra nú en það
var í desember í fyrra.
Í könnuninni var einnig borið
saman grænmetisverð í nóvember
og desember. Þar kemur fram að
grænmetisverð hefur hækkað í
mörgum tilfellum. Íslenskir tómat-
ar hafa hækkað um 59%, sellerí um
29%, innfluttir tómatar um 26%, ís-
lenskar agúrkur um 25%, græn
paprika um 19%, ísbergssalat um
15% og spergilkál um 10%. Breyt-
ingar á verði ávaxta milli mánaða
eru hins vegar óverulegar. ■
11-11 á Laugarvegi:
Stal sælgæti
LÖGREGLAN Maður gekk inn í versl-
un, 11-11 á Laugarvegi, að sæl-
gætisbarnum og byrjaði að borða
sælgæti. Hann var rukkaður þeg-
ar hann gekk fram hjá afgreiðslu-
kassanum en svaraði því engu.
Annar starfsmaður gekk að mann-
inum og spurði hvort hann ætlaði
ekki að greiða fyrir sælgætið,
hann réðst á starfsmanninn og
hljóp að því loknu út.
Lögreglan kannaðist við lýs-
ingar á manninum og náði honum
skömmu síðar. ■
Innflutningshömlur:
Bangsar
bannaðir
SÁDÍ-ARABÍA Yfirvöld í Sádí-Arabíu
hafa ákveðið að banna innflutning
á dúkkum og böngsum. Kaup-
menn hafa nú þrjá mánuði til að
losa sig við vörubirgðir sínar.
Að sögn ríkisrekna dagblaðsins
Al-Riyadh var það Nayef prins,
innanríkisráðherra Sádí-Arabíu,
sem fyrirskipaði bannið. Ekki
verður leyft að flytja inn bangsa,
kvenkyns dúkkur, krossa eða
búddalíkneski.
Engin ástæða hefur verið gefin
fyrir banninu. ■
Ákvörðunin kom landeigendum Lundar ekki á óvart:
Ákveðin vonbrigði
■ Evrópa
CHIRAC SAMMÁLA Jacques
Chirac Frakklandsforseti hefur
lýst stuðningi sínum við tillögu
stjórnskipaðrar nefndar um að
setja ný lög sem banni múslimsk-
um stúlkum að bera höfuðklúta í
skólum landsins. Kollhúfur gyð-
inga yrðu líka bannaðar og stórir
krossar, auk hálsklúta múslima.
Trúarleiðtogar hafa mótmælt
tillögunni.
FJÖLDAHANDTÖKUR Á SPÁNI
Spænska lögreglan hefur hand-
tekið 27 manns í viðamestu að-
gerðum hennar gegn barnaklámi
á Netinu. Lögreglan kom upp um
vefsvæði og heilu netkeðjurnar
eftir ítarlega rannsókn sem hófst
í maí. Rannsóknin náði til átján
héraða og var hald lagt á þrjátíu
tölvur.
BÚIÐ SPIL
Fallið hefur verið frá hugmyndum um að reisa átta íbúðablokkir á lóð Lundar, þá hæstu
14 hæða. Íbúðir hefðu því orðið á bilinu 480 til 500 og íbúar svæðisins um 1.300 talsins.
GUNNSTEINN
SIGURÐSSON
Það er ekki ein-
stakt að tekið sé
tillit til sjónar-
miða íbúanna.
SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON
Framkvæmdastjóri hjá Baugi og fyrrverandi
starfsmaður forsætisráðneytisins, mun
stýra vinnu nýrrar stjórnar Norðurljósa.
AF VETTVANGI
Bíllinn var staddur á fjölförnum gatnamót-
um í íbúðarhverfi þegar sprengingin varð.
Sprenging í Bagdad:
Tíu létust
BAGDAD, AP Að minnsta kosti tíu
manns létust og fimmtán slösuð-
ust þegar bensínflutningabíll
sprakk í loft upp í Bagdad, höfuð-
borg Íraks í gærmorgun. Bíllinn
var staddur á fjölförnum gatna-
mótum í íbúðarhverfi þegar
sprengingin varð og voru hinir
látnu flestir í fólksflutningabif-
reið sem var við hliðina.
Að sögn talsmanns íraskra
stjórnvalda leikur grunur á að
ætlunin hafi verið að sprengja bíl-
inn upp við nálæga lögreglustöð
en sprengjan einhverra hluta
vegna sprungið of fljótt. ■
SKIPULAGSMÁL Sú ákvörðun bæj-
aryfirvalda í Kópavogi að falla
frá tillögu að byggingu átta há-
hýsa á Lundarsvæðinu kemur
Birni Gunnlaugssyni, for-
svarmanni Lundar Kópavogs
ehf. sem á landið og stóð að til-
lögunni, ekki á óvart.
„Skipulagsmál af þessari
stærðargráðu eru alltaf um-
deild og þetta er staða sem við
gátum alveg eins búist við að
kæmi upp,“ segir Björn. „Þetta
eru samt ákveðin vonbrigði fyr-
ir okkur og þann fjölda fólks
sem hafði lýst áhuga á að eign-
ast íbúð þarna.“
Björn segist fagna því að
skipulagsyfirvöldum hafi nú
verið falið að móta nýja tillögu
að uppbyggingu á svæðinu.
Samkvæmt gömlu tillögunni
átti að byggja 481 íbúð á svæð-
inu og segist Björn ekkert sjá
því til fyrirstöðu að byggingar-
magnið verði svipað í nýju til-
lögunni. Gamla tillagan hafi
miðað að því að hafa svæðið
mjög opið en vissulega sé hægt
að lækka byggðina og byggja
þrengra án þess að skerða gæði
byggðarinnar.
Hann segir það líka fara
ágætlega saman við markmið
bæjarfélagsins, sem og annarra
á höfuborgarsvæðinu, um
aukna þéttingu byggðar
Vegna fyrirhugaðrar upp-
byggingar var jörðin Lundur
veðsett fyrir 295 milljónir
króna. Björn segist lítið vilja
tjá sig um fjárhagslega stöðu
mála. Hann telji samt að félag-
ið Lundur Kópavogur ehf. sé
ágætlega sett fjárhagslega og
að ákvörðun bæjaryfirvalda
hafi engin veruleg áhrif á fjár-
hagsstöðu þess. ■