Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 18
18 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR ■ Lögreglufréttir MÖRGÆSIR Á MORGUNGÖNGU Japanskur rannsóknarleiðangur á ísbrjótn- um Shirase mætti þessum mörgæsum á morgungöngu í nágrenni Showa-rann- sóknarstöðvarinnar á Suðurskautslandinu. STJÓRNMÁL Sverrir Hermannsson, fyrrum ráðherra Sjálfstæðis- flokksins og formaður Frjáls- lynda flokksins, hefur birt tvö bréf sem Davíð Oddsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, ritaði honum með fimm ára millibili. Þegar hefur verið sagt frá bréfunum í flestum ef ekki öllum helstu fjölmiðlum landsins en Sverrir greinir frá þeim í bók sinni Skuldaskil, sem kom út nú fyrir jólin. Bréfin hafa hins veg- ar ekki verið birt opinberlega fyrr en nú því í gær voru þau komin inn á heimasíðu Frjáls- lynda flokksins (www.xf.is). Á síðunni segir að þar séu þau birt „svo enginn þurfi að velkjast í vafa um að þau voru í raun og veru skrifuð“. Í fyrra bréfinu, sem sent var vorið 1991 og hefst á orðunum „kæri vinur“, þakkar Davíð Sverri „góða hjálp“ á landsfundin- um þar sem hann var kjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins. Í seinna bréfinu, sem sent var í febrúar 1996 og hefst á orðunum „Sverrir, mér finnst þú fara offari,“ gagnrýnir Davíð Sverrir vegna vaxtastefnu Landsbankans. Í bókinni kallar Sverrir bréfið „hótunarbréf“ vegna þess að hann hafi ekki viljað hlýða skipun Davíðs um vaxtalækkun. ■ Williams í Írak: Góðan daginn Bagdad ÍRAK Gamanleikarinn góðkunni, Robin Williams, kom á þriðjudag- inn til Íraks þar sem hann skemmti löndum sínum með ýmsu sprelli eins og honum er einum lagið. Fyrrum Playboy-fyrirsætan Shannon Tweed, kappaksturs- kappinn Mike Wallace og fjöl- bragðaglímukappinn Mike Wallace voru einnig á ferð með grínaranum og komu þau fyrst fram á sviði í nágrenni Bagdad, þar sem 200 bandarískir og ástr- alskir hermenn fögnuðu þeim. „Það er eins gott að vera fyndinn frammi fyrir öllum þessum vopn- um,“ sagði Williams, en auðvitað byrjaði hann á því að kasta kunn- uglegri kveðju á hermennina með tilvitnun úr myndinni Good Morn- ing Vietnam. ■ Nú b‡›ur Síminn n‡jum áskrifendum allt a› helmingslækkun á stofngjöldum heimilissíma og ISDN. Heimilissími ISDN Ver›: 7.900 kr.Ver›: 3.900 kr. Ver› á›ur: 7.000 Ver› á›ur: 12.900 • Númerabirtir (50 númer) • Símaskrá (20 númer) • Hle›sla allt a› 150 klst. í bi› • Taltími allt a› 12 klst. • Dregur 50-300 metra • Hægt a› tengja aukahandtæki • 20 mismunandi hringingar • Klukka/vekjaraklukka • Endurval (10 númer) • S‡nir lengd samtals Panasonic TCD-652 Glæsileg jólagjöf tveir fyrir einn Allt a› helmings- lækkun á stofngjöldum 1.000 kr. færast mána›arlega á símreikning næstu 12 mánu›i. Léttkaupsútborgun 1.990 kr. Ver› 13.990 kr. ÁTTA INNBROT Maður var grip- inn þegar hann var að brjótast inn í bíl í Bakkahverfi í Reykja- vík í vikunni og er hann grunaður um fleiri slík verk. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til Þorláksmessu. Átta inn- brot voru tilkynnt til lögreglunn- ar á einum sólarhring fyrr í vik- unni. FJÖLDI UMFERÐARÓHAPPA 26 umferðaróhöpp urðu í Reykjavík á einum sólarhring frá þriðjudegi til miðvikudags. Í fimm óhapp- anna urðu minniháttar meiðsl. STAL SNYRTIVÖRUM Héraðsdóm- ur Reykjavíkur dæmdi konu á fertugsaldri til fimm mánaða skil- orðsbundnar fangelsisvistar fyrir að stela snyrtivörum, matvælum og ritföngum að verðmæti 6.297 krónur. Konan hefur hlotið níu refsidóma frá árinu 1990. KJARAMÁL Alþýðusamband Íslands fagnar því að tekist hafi að „þvinga fram í það minnsta gróft kostnaðarmat á frumvarpinu um eftirlaun forsætisráðherra“ en hefur efasemdir um útreikning- ana, eins og segir í yfirlýsingu frá sambandinu. „Talnakönnun leggur mat á „bestu“ og „verstu“ niðurstöðu fyrir ríkissjóð eftir því hvort sá réttur sem verið er að tryggja með frumvarpinu verði nýttur eða ekki. „Besta“ niðurstaða er að enginn alþingismaður eða ráð- herra nýti sér réttinn og „versta“ niðurstaða að allir nýti sér rétt- inn. Vandséð er hvers vegna al- þingismenn eða ráðherrar, sem vilja fara á eftirlaun, ættu ekki að nýta sér þann rétt sem þeir hafa áunnið sér samkvæmt þessu frumvarpi,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Þá segir að Talnakönnun lýsi því ekki við mat á „bestu“ eða „verstu“ niðurstöðu fyrir ríkis- sjóð hvaða grundvallarmunur er á almenna lífeyrissjóðakerfinu annars vegar og opinbera lífeyr- issjóðakerfinu, þ.e. Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, alþingis- manna og ráðherra, hins vegar. ASÍ segir að almenna lífeyris- sjóðakerfið njóti ekki ríkis- ábyrgðar og því ekki hægt að tryggja launafólki fast hlutfall af þeim tekjum sem það hefur haft á starfsævinni. Almennt launa- fólk greiði 4 prósent og atvinnu- rekandi 6 prósent í lífeyrissjóði. Þau iðgjöld ásamt ávöxtun sjóð- anna verði að standa undir fram- tíðarlífeyri þessa fólks. Hjá al- þingismönnum og ráðherrum sé lífeyrisrétturinn hins vegar fest- ur í sessi með sérstökum lögum sem tiltekið hlutfall af þeim tekj- um sem eftirmenn þeirra fá á hverjum tíma. Launahækkun og kaupmáttaraukning í framtíðinni skila sér því til allra fyrrverandi alþingismanna og ráðherra vegna þessarar reglu. ASÍ bendir á að Talnakönnun hafi ekki lagt mat á þennan mis- mun, heldur miði í öllum tilfell- um við 1,5% raunaukningu launa og 3,5% raunávöxtun eigna og engin tilraun sé gerð til að meta áhættu eða ábyrgð ríkissjóðs í framtíðinni ef kaupmáttarþróun reynist meiri. Vanmatið komi hins vegar fram sem óuppgerð ábyrgðarskuldbinging ríkissjóðs á hverju ári, sem í dag nemi um 5.100 milljónum króna vegna al- þingismanna og ráðherra. ASÍ segir að ef kaupmáttar- þróun alþingismanna og ráðherra verði „bara“ helmingur þess sem hún hefur verið undanfarinn ára- tug verði kostnaðaraukning ríkis- sjóðs vegna ráðherranna 350 milljónir króna, forsætisráð- herra með um helming, og 280 milljónir króna vegna þingmann- anna, samtals 630 milljónir króna. Samtökin benda á að öll áhætt- an og ábyrgðin af vanmatinu sé alltaf hjá skattgreiðendum en ekki alþingismönnum og ráðherr- um. rt@frettabladid.is FYRRA BRÉFIÐ Í fyrra bréfinu þakkar Davíð Sverri stuðninginn á landsfundinum vorið 1991. Í seinna bréfinu gagnrýnir hann Sverri fyrir vaxtastefnu bankans veturinn 1996. ■ Dómsmál DAVÍÐ ODDSSON Fær umtalsverðar kjarabætur með frumvarpi um laun æðstu embættismanna. Laun hans hafa hækkað um 130 prósent síðan í ársbyrjun 1997. Verðlag hefur hækkað um 28 pró- sent á sama tíma. Dagvinnulaun opinberra starfsmanna hafa hækkað um 100 prósent á sama tímabili. KAUPMÁTTARAUKNING – Á ÁRI 1997 TIL 2003 – Forsætisráðherra: 11% Þingmenn/ráðherrar: 9% Opinberir starfsmenn: 8% Upplýsingar frá ASÍ Samskipti Sverris Hermannssonar og Davíðs: Bréf Davíðs á Netinu Áhættan er ekki metin Ný lög um lífeyri ráðamanna færa forsætisráð- herra líklega 135 milljónir. WILLIAMS Á SVIÐI „Það er eins gott að vera fyndinn,“ sagði Williams. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H LE M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.