Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 40
36 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR P P F O R L A G www.ppforlag.isSími: 5687054 Leiðbeinandi verð: 2.990 kr. Þeir sendu konu JÓLALÖGIN SUNGIN Pólskur barnakór syngur jólalög á sér- útbúnu jólatréssviði á torgi í Varsjá. Jólaundirbúningur: Skortur á jólatrjám? Allt bendir til þess að skorturverði á jólatrjám í ár,“ segir Kristján Einarsson, fram- kvæmdastjóri Blómavals. „Ég hef starfað í þessu í rúm tuttugu ár og mér sýnist vera það lítið af trjám á markaðnum að upp úr helginni verði farið að gæta skorts.“ Jólatrjáamarkaðurinn virðist því fara öfganna á milli frá ári til árs. Margir muna eftir ástandinu í hitteðfyrra þegar mikill skortur var á jólatrjám. Í fyrra ákváðu menn því að vera með nóg framboð af trjám og telur Kristján að margir hafi brennt sig á því. „Það er greini- lega komið gríðarlegt ójafnvægi í þennan bransa og markaðurinn er ekki að komast í jafnvægi aft- ur. Það hugsar náttúrlega hver um sig og í fyrra voru dæmi um það að einstaka trjásalar voru að henda þúsund trjám. Ég hef á tilfinningunni að það sé mun minna flutt inn núna. Trjásölum fækkar líka frá því í fyrra en það sér maður ekki fyrr en um miðjan desember.“ Kristján segir að salan á jóla- trjám hafi farið frekar seint af stað í ár. „Fólk er rólegt því það var svo mikið til í fyrra. Þá var jafnvel hægt að fá tré á útsölu en ég sé það ekki gerast nú.“ ■ Úr skólanum á vinnumarkaðinn Ég er að vinna í Brimi, fata-versluninni í Kringlunni,“ segir Páll Björnsson. Páll er nemi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og er að vinna alveg fram að jólum. Jólaandinn er þó ekki alveg kominn yfir hann og honum finnst jólin varla vera í augsýn. „Ég sé þau í rauninni ekki al- mennilega fyrr en á Þorláks- messu þegar ég fer úr verslun- inni.“ Páll hefur samt gaman af því að vinna í verslunum og finnst hátíðlegra að vinna í Brimi en á ýmsum öðrum stöð- um sem hann hefur starfað. „Ég hef unnið í matvöruverslunum og stórmörkuðum um jólin og það er allt annað að vinna í svona lítilli fatabúð. Það er miklu meiri stemning.“ Honum finnst margir náms- menn vinna um jólin og vinnu- álagið er töluvert. „Þetta er alveg rosalega mikið, langur vinnudag- ur þar sem er opið alveg til klukkan tíu á kvöldin,“ segir Páll. Þótt nám eigi að heita full vinna finnst honum hann verða að vinna yfir jólin. „Samfélagið krefst þess, svona upp á neyslu og annað,“ segir Páll. Verslunin er ekki mikið opin milli jóla og nýárs og Páll býst ekki við því að vinna þá. „Ég ætla að minnsta kosti að reyna að komast hjá því,“ segir hann. ■ Heiðdís Norðfjörð Gunnars-dóttir er einn þeirra fram- haldsskólanema sem vinna í jólafríinu. „Það er bara til að ég geti fengið smá pening. Það er hægt að vinna svo mikið yfir jól- in,“ segir Heiðdís þegar hún er spurð af hverju hún vinnur um jólin. Hún starfar á veitinga- staðnum Kaffibrennslunni. „Ég hef alltaf verið að vinna eitthvað í desember, eða bara alveg síðan ég var nógu gömul til að vinna,“ segir Heiðdís. Hún lætur jólavinnuna ekki hafa áhrif á jólaundirbúninginn. Hún viðurkennir þó að hann gangi ekki eins hratt og ef hún væri ekki að vinna. „Maður tek- ur bara minni tíma í einu,“ segir hún. Jólaskapið hefur þó ekki látið á sér standa og Heiðdísi finnst sérstakt andrúmsloft ein- kenna jólafríið. „Það er svona meiri gleði,“ segir hún. ■ Margir unglingarvinna við að bera út jólapóstinn. Anna Finnbogadóttir er einn þeirra en hún er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og vinnur hjá póstinum um jólin. Aðspurð um ástæður fyrir því að hún fór að vinna hjá Íslandspósti segir hún að bróðir hennar hafi unnið þar og látið vel af starfinu. „Þetta er líka útiveran og jólastemningin,“ segir Anna og finnst gott að geta unnið úti í dálítinn tíma eftir lang- ar setur á skólabekk. „Það er rosa kalt en það er bara stemningin að maður verður að vera vel búinn,“ bætir Anna við. Hún segir að mjög margir unglingar fái vinnu hjá póstinum yfir hátíðarnar. „Það er ótrúlega jólalegur og góður starfsandi í póst- inum og sérstaklega gaman hvað það eru margir unglingar að vinna þarna,“ segir Anna. ■ JÓLATRÉ Annað hvert ár virðist skorta tré en hin árin er offramboð á þeim. Margir unglingar standa beint upp af skóla-bekknum, eða öllu heldur úr jólaprófunum, og fara út á vinnumarkaðinn til að nýta tímann fram að jólum. Margir vinna í verslunum en pósturinn bætir líka við sig drjúgu af fólki. Jólavinnan er hjá mörgum órjúfanlegur þáttur af jólaundirbúningn- um þannig að jólafríið sjálft hefst í raun ekki fyrr en jólin sjálf ganga í garð. ■ Jólavinnan: Samfélagið krefst þess PÁLL BJÖRNSSON Framhaldsskólanemi sem vinnur í verslun yfir jólin. Jólavinnan: Meiri gleði HEIÐDÍS NORÐFJÖRÐ GUNNARSDÓTTIR Framhaldsskólanemi í aukavinnu yfir jólin. Jólavinnan: Góður starfsandi ANNA FINNBOGADÓTTIR Menntaskólanemi sem starfar hjá póstinum yfir jól. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.