Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 18. desember 2003 Yfirleitt er ég snemma meðjólaskrautið uppi við og er með seinni skipunum þetta árið. En þetta kemur allt saman,“ segir Elín Edda Árnadóttir búninga- hönnuður. Hún er önnum kafin þessa dagana við að gera búninga fyrir sýninguna Chicago sem verður frumsýnd í Borgarleikhús- inu í janúar. Hurðakransinn á úti- dyrunum var samt kominn upp fyrir miðjan desember og hann er ekkert slor. ■ Ég var að vinna öll jólin í fyrranema hvað ég var í fríi á að- fangadagskvöld eftir klukkan sjö. Fjölskyldan var að borða eftir- réttinn þegar ég kom heim á Sel- foss,“ rifjar María Ólafsdóttir upp en hún er starfsmaður Neyðarlín- unnar. Nú sér hún fram á frí á að- fangadagskvöld en vakt á jóladag. „Hér er enginn sem veit fyrir víst hvort mikið verður að gera eða lít- ið þegar hann mætir til vinnu,“ segir hún ábyrgðarfull. Samt býst hún við annríki um áramótin og þá er hún á vakt. „Þetta verður fyrsta gamlárskvöldið í lífi mínu sem ég er ekki með fjölskyldunni en hér verður extra vel mannað þá því það kvöld er alltaf mikið að gera,“ segir hún. Neyðarlínan er til húsa á Slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Þar er búið að skreyta jólatré og gera jólalegt eftir föngum. Að sögn Maríu munu vakthafandi fá þar jólamat að borða á aðfangadags- kvöld og vini sína í heimsókn. ■ Af diskinum Leikur að elda: Rauðvíns- sósa 2 msk. ólífuolía 1 laukur 4 greinar timian 2 negulnaglar 1 msk. rauðvínsedik 3 dl rauðvín 5 dl soð af hamborgarhrygg eða vatn 2 teningar nautakraftur 2 msk. maizenamjöl 1-2 msk. hunang 100 g smjör sósulitur salt og nýmulinn hvítur pipar Saxaðu laukinn fínt. Hitaðuolíuna í potti og bættu lauk, timian og negulnöglum út í. Láttu krauma við vægan hita þar til laukurinn er orðinn glær í gegn. Bættu rauðvínsedikinu út í og láttu sjóða þar til það gufar alveg upp. Hrærðu út í maizenamjölið með köldu vatni. Helltu rauðvín- inu út í pottinn og láttu sjóða þar til þriðjungur er eftir. Bættu soð- inu, nautakraftinum og hunanginu út í og láttu sjóða upp. Þykktu með maizenamjölinu og bættu sósulitnum út í. Sjóddu í fjórar mínútur. Sigtaðu sósuna í nýjan pott og þeyttu smjörið út í. Sósan má ekki sjóða eftir það. Bragðbættu eftir smekk með salti og pipar. ■ MARÍA ÓLAFSDÓTTIR Fjölskyldan var að borða eftirréttinn þegar hún kom heim á aðfangadagskvöld í fyrra. Á Slökkvistöðinni: Býst við annríki um áramót JÓLALEGT Hurðakransinn hjá Elínu Eddu og Sverri Guðjóns ber hagleik húsfreyjunnar vitni. Jólaskrautið: Með seinni skipunum þetta árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.