Fréttablaðið - 18.12.2003, Page 43
FIMMTUDAGUR 18. desember 2003
Yfirleitt er ég snemma meðjólaskrautið uppi við og er
með seinni skipunum þetta árið.
En þetta kemur allt saman,“ segir
Elín Edda Árnadóttir búninga-
hönnuður. Hún er önnum kafin
þessa dagana við að gera búninga
fyrir sýninguna Chicago sem
verður frumsýnd í Borgarleikhús-
inu í janúar. Hurðakransinn á úti-
dyrunum var samt kominn upp
fyrir miðjan desember og hann er
ekkert slor. ■
Ég var að vinna öll jólin í fyrranema hvað ég var í fríi á að-
fangadagskvöld eftir klukkan sjö.
Fjölskyldan var að borða eftir-
réttinn þegar ég kom heim á Sel-
foss,“ rifjar María Ólafsdóttir upp
en hún er starfsmaður Neyðarlín-
unnar. Nú sér hún fram á frí á að-
fangadagskvöld en vakt á jóladag.
„Hér er enginn sem veit fyrir víst
hvort mikið verður að gera eða lít-
ið þegar hann mætir til vinnu,“
segir hún ábyrgðarfull. Samt býst
hún við annríki um áramótin og þá
er hún á vakt. „Þetta verður
fyrsta gamlárskvöldið í lífi mínu
sem ég er ekki með fjölskyldunni
en hér verður extra vel mannað
þá því það kvöld er alltaf mikið að
gera,“ segir hún.
Neyðarlínan er til húsa á
Slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Þar
er búið að skreyta jólatré og gera
jólalegt eftir föngum. Að sögn
Maríu munu vakthafandi fá þar
jólamat að borða á aðfangadags-
kvöld og vini sína í heimsókn. ■
Af diskinum Leikur að
elda:
Rauðvíns-
sósa
2 msk. ólífuolía
1 laukur
4 greinar timian
2 negulnaglar
1 msk. rauðvínsedik
3 dl rauðvín
5 dl soð af hamborgarhrygg eða vatn
2 teningar nautakraftur
2 msk. maizenamjöl
1-2 msk. hunang
100 g smjör
sósulitur
salt og nýmulinn hvítur pipar
Saxaðu laukinn fínt. Hitaðuolíuna í potti og bættu lauk,
timian og negulnöglum út í. Láttu
krauma við vægan hita þar til
laukurinn er orðinn glær í gegn.
Bættu rauðvínsedikinu út í og
láttu sjóða þar til það gufar alveg
upp.
Hrærðu út í maizenamjölið
með köldu vatni. Helltu rauðvín-
inu út í pottinn og láttu sjóða þar
til þriðjungur er eftir. Bættu soð-
inu, nautakraftinum og hunanginu
út í og láttu sjóða upp. Þykktu
með maizenamjölinu og bættu
sósulitnum út í. Sjóddu í fjórar
mínútur.
Sigtaðu sósuna í nýjan pott og
þeyttu smjörið út í. Sósan má ekki
sjóða eftir það.
Bragðbættu eftir smekk með
salti og pipar. ■
MARÍA ÓLAFSDÓTTIR
Fjölskyldan var að borða eftirréttinn þegar hún kom heim á aðfangadagskvöld í fyrra.
Á Slökkvistöðinni:
Býst við annríki um áramót
JÓLALEGT
Hurðakransinn hjá Elínu Eddu og Sverri Guðjóns ber hagleik húsfreyjunnar vitni.
Jólaskrautið:
Með seinni
skipunum
þetta árið