Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 16
16 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR ■ Írak KONUNGUR ÁN RÍKIS Agoli Agbo, konungur fyrrum konungsríkis- ins Danhome í Benín, tekur hér þátt í ferðakynningu í Abomey, höfuðborg gamla konungsríkisins. Ekki fylgir sögunni hvað hann er með á nefinu. Smábátaeigandi í Bolungarvík: Mannfyrirlitning hjá stóru sægreifunum SJÁVARÚTVEGSMÁL „Þessi ummæli lýsa mannfyrirlitningu stóru sæ- greifanna,“ segir Pétur Runólfsson, útgerðarmaður Sigga Bjartar ÍS í Bolungarvík, vegna þeirra ummæla Magnúsar Kristinssonar, formanns Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja, að allir beitningaskúrar á landinu væru mannaðir öryrkjum eða gamalmennum. Magnús lét þessi orð falla á fundi með þing- mönnum Suðurkjördæmis þar sem fjallað var um yfirvofandi línuíviln- un. Þá kom einnig fram að við beitn- ingu störfuðu einna helst Pólverjar ef ekki væru þar öryrkjar. Formað- urinn var að undirstrika að línu- ívilnun kæmi ekki skattgreiðendum til góða þar sem á Vestfjörðum væri málum svona háttað. Pétur segir mikla reiði vera vestra vegna ummælanna. Hann segir að um sextíu manns hafi starf- að við beitningu á Bolungarvík og þetta væri allt skattgreiðendur og fólk á besta aldri. „Þeir mega rakka okkur smá- bátaeigendur niður en ekki starfs- fólkið okkar. Hjá mér starfa fjórir við beitningu og þetta er duglegt fólk á besta aldri,“ segir Pétur sem er sáttur við ný lög um línuívilnun. Hann segist þó hafa viljað að þessi uppbót kæmi á allar línuveiðar en ekki einungis þegar beitt væri í landi. ■ SLYS „Ég á eftir að finna til. Það hræðir mig ekki. Mest um vert er að ég er ofan moldu og er að fara í að- gerð en ekki jarðarför,“ segir Borg- ar Antonsson sjó- maður, sem slas- aðist illa þegar leiðsla slitnaði af spili og slóst í andlitið á honum, þegar verið var hífa upp veiðar- væri um borð í veiðiskipið Ás- grím Halldórsson 9. desember síðastliðinn. Allt beinið í nefinu á Borgari brotnaði og eins kjálkabeinin, kinnbeinin og tennur. Þá er annað augað illa farið. Borgar liggur á Landspítalanum. Kjálkarnir á honum eru víraðir saman og hann þarf að anda út um hálsinn. Vinir Borgars segja hann mikinn bar- áttumann og læknar telja krafta- verki líkast hversu fljótt hann hefur jafnað sig. „Ég sit meira og minna uppréttur. Mér var sagt að þannig myndu bólgurnar hjaðna fljótar. Ég hef ekki hugsað mér að vera lengur hérna en ég þarf.“ Borgar man lítið eftir slysinu sjálfu. „Ég rotaðist eftir að leiðsl- an slóst í mig og vaknaði í stakka- geymslunni um borð. Það fyrsta sem ég vildi gera var að þvo mér í framan. Félagar mínir voru ekki á því að hleypa mér í þvottinn.“ Eft- ir sex tíma siglingu til Vopna- fjarðar var ákveðið að fljúga með Borgar til Reykjavíkur. „Strák- arnir um borð hugsuðu vel um mig allan tímann til Vopnafjarðar. Ég var með fulla meðvitund en mókti af og til.“ Daginn eftir að Borgar kom á Landspítalann fór hann í aðgerð og fleiri aðgerðir bíða hans. „Það þarf að byggja upp í augnakrók- ana en lengra er milli augnanna á mér en fyrir slysið. Þá þarf að byggja upp í nefið en öll bein og brjósk brotnuðu.“ Borgar er 33 ára gamall, kvænt- ur og þriggja barna faðir. Hann er búsettur á Hornafirði en uppalinn í Bolungarvík. Jólin heldur hann í Reykjavík og ætlar fjölskylda hans að vera hjá honum. „Mér finnst ég ótrúlega heppinn maður og get ekki kvartað. Ég er með alla útlimi heila og sé fínt á öðru auga. Þrátt fyrir að sjónin verði verri á öðru auganu gat ég misst bæði. Ég get ekki annað en horft björtum augum á þetta allt saman.“ Borgar vill koma þakklæti til skipsfélaga sinna um borð í Ás- grími Halldórssyni. Þá þakkar hann starfsfólki Landspítalans fyrir frábæra umönnun. kolbrun@frettabladid.is „Þrátt fyrir að sjónin verði verri á öðru auganu gat ég misst bæði. P P F O R L A G www.ppforlag.isSími: 5687054 Margar brauðvélar standa óhreyfðar vegna skorts á góðum uppskriftum. Hér kennir Fríða Sophia, höfundur Spelt-bókarinnar vinsælu, okkur að baka dýrindisbrauð og kökur í vélinni. Þá eru uppskriftir að súpum, kæfum og sultum. PP Forlag gefur bókina einnig út í Noregi. Tilnefnd til alþjóðlegu verðlaunanna Gourmand World Cookbook Award árið 2003 Fríða Sophia verður í Bókabúð MM á Laugaveginum í dag kl. 17.00 þar sem hún áritar bækur og býður upp á brauð og annað góðgæti úr bókinni. Mun betra að fara í aðgerð en eigin útför Andlitið á Borgari Antonssyni brotnaði meira og minna allt saman í vinnuslysi um borð í veiðiskipinu Ásgrími Halldórssyni fyrir rúmri viku. Læknar telja kraftaverki líkast hversu fljótt Borgar hefur jafnað sig. Sjálfur man Borgar lítið eftir vinnuslysinu. BORGAR ANTONSSON Á LANDSPÍTALANUM 14 ára gamall lenti Borgar í slæmu reiðhjólaslysi og laskaðist illa á andliti. „Það verður fróðlegt fyrir fornleifafræðinga að finna beinin mín. Þeir eiga eftir að reka upp stór augu þegar þeir sjá höfuðkúpuna. Þar munu títanteinar standa út úr höfuðkúpunni og lögunin helst minna á Neanderdalsmanninn.“ DAGUR 1 Borgar var mjög illa leikinn þegar komið var með hann á Landspítalann. DAGUR 4 Við að sitja mest uppréttur í rúminu hjaðnaði bólgan mikið. FYRIR SLYSIÐ Svona leit Borgar út áður en slysið varð. DAGUR 6 Dagamunur var á Borgari eftir því sem lengra leið frá slysinu. SMÁBÁTAR Alþingi samþykkti á dögunum línuívilnun fyrir þær útgerðir sem láta beita í landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 3.000 FRÁ SUÐUR-KÓREU Stjórn- völd í Suður-Kóreu hafa ákveðið að senda 3.000 hermenn til upp- byggingarstarfa í Írak, með fyr- irvara um samþykki þjóðþings- ins. Að sögn Roh Moo-hyun for- seta verður hópurinn blanda af vopnuðum og óvopnuðum her- mönnum og mun undirbúningur taka allt að fjóra mánuði. BLIX SNUPRAR BLAIR Hans Blix, fyrrum yfirmaður vopnaeftirlits SÞ í Írak, segir það rangt hjá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að vopnaeftirlitið hafi komist yfir umfangsmiklar upp- lýsingar um leynilegar áætlanir Saddams Husseins um þróun gjöreyðingarvopna. Það séu dylgjur að halda því fram að unn- ið hafi verið að því á leynilegum rannsóknarstofum. MÓTI DAUÐADÓMI Per Stig Möll- er, utanríkisráðherra Danmerkur, segir að Danir séu á móti því að Saddam Hussein verði dæmdur til dauða. Þetta kom fram eftir fund Möllers með Lailu Frei- valds, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, í gær og sagði hann að Danir leggðu áherslu á að farið yrði að alþjóðalögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.