Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 44
■ Bakað til jóla
40 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR
Friðarstund á leikskóla:
Börnin kveikja á friðarkertum
Börnin á leikskólanum Ósi héldu í gær friðar-stund á aðventu með foreldrum sínum.
Kveiktu þau á friðarkertum og áttu saman nota-
lega stund í miðju jólaamstrinu. Á eftir var sung-
ið fyrir foreldra og boðið upp á heitt súkkulaði
og piparkökur sem börnin bökuðu sjálf.
Fjölmargir leikskólar bjóða upp á slíkar sam-
verustundir nú á aðventunni. „Við erum ekki
með jólaball heldur höfum við í mörg ár haft
þessa rólegu friðarstund í staðinn,“ segir Úrsúla
Sigurbjörnsson, starfsmaður við leikskólann,
sem er foreldrarekinn. „Við höfum svo haft
þrettándagleði eftir áramót og þá er oft meira
fjör.“ ■
Star Wars spilið
Upplifið Stjörnustríð með
þessu frábæra spili frá
Ravensburger. Komið á friði
og spekt í vetrarbrautinni með
því að sameina góðu öflin.
Hringadróttinsspilið
Sérlega skemmtilegt og einfalt spil
fyrir fjölskylduna. Spilið
Hringadróttinsspilið um jólin og
farið svo í bíó og sjáið myndina.
SPILAJÓL
Fást í verslunum
um land allt
Íslenskar leiðbeiningar
VIÐ BRANDENBURGARHLIÐIÐ
Í Berlín hefur jólastemningin tekið völdin.
Jólavaka í Víðistaðakirkju:
Notaleg
stund
Karlakórinn Þrestir í Hafnar-firði verður með árlega jóla-
vöku í Víðistaðakirkju mánudag-
inn 22. desember kl. 22. Það er til-
valið í amstri jólaundirbúnings að
eiga notalega stund í Víðistaða-
kirkju og njóta þeirrar tónlistar
sem þar verður flutt. Aðgangur er
ókeypis.
Auk Þrasta undir stjórn Jóns
Kristins Cortez kemur fram
Lúðrasveit Hafnarfjarðar undir
stjórn Þorleiks Jóhannessonar,
Kór Öldutúnsskóla undir stjórn
Egils Friðleifssonar og nemendur
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Sr.
Bragi J. Ingibergsson flytur jóla-
hugvekju. ■
Normannsþinur er enn al-gengasta tegund jólatrjáa
en íslensku trén, rauðgreni og
þó einkum stafafura, sækja á,“
segir Steinunn Reynisdóttir,
garðyrkjufræðingur í Garð-
heimum. Hún telur vinsældir
normannsþins stafa af því
hversu barrheldin þau tré séu
en segir ókostina þá að þau séu
oft ansi breið neðan til en topp-
urinn gisinn. „Mörgum finnst
rauðgrenið fallegra í laginu,
það er alið upp við íslenskar að-
stæður og vöxturinn er nokkuð
jafn og stafafuran ilmar vel,
auk þess sem hún skreytir sig
oft með könglum,“ segir hún. En
hvernig skyldi eiga að með-
höndla trén frá því þau eru
keypt og þar til þau hafa þjónað
gildi sínu? „Til að tryggja barr-
heldnina er best að geyma þau
úti og láta rigna á þau þegar
þannig viðrar. Ef þau eru úti á
svölum með þaki yfir er hægt
að hella yfir þau af og til úr fötu
og sumir láta þau standa í vatni,
en þau ná frekar litlu upp í
gegnum stofninn, nema nýtt sár
sé búið til með því að saga neð-
an af þeim.
Sé frost þegar líður að því að
tréð sé sett upp er baðkerið
fyllt og tréð látið liggja þar yfir
nótt í netinu. Síðan er tappinn
tekinn úr kerinu, tréð reist upp
og mesta vatnið hrist úr því.
Sumir sleppa því að setja tréð í
baðkerið en láta nægja að fara
með það undir sturtu eða smúla
það við bílskúrinn. Þessu næst
eru 2-3 sentimetrar sagaðir neð-
an af trénu til að nýtt sár mynd-
ist og tálgað aðeins upp á fótinn.
Sá endi er settur ofan í sjóðandi
vatn í potti og tréð látið standa
þar í 15 mínútur. Síðan er það
sett beint í jólatrésfótinn með
köldu vatni og þá fyrst er hægt
að fara að skreyta!“
Steinunn segir mjög þýðing-
armikið að passa að tréð skorti
ekki vatn fyrstu 2-3 dagana sem
það stendur í jólatrésfætinum.
„Um leið og vantar vatn mynd-
ast tappi í trénu. Þá dregur það
ekki upp í sig rakann lengur,
heldur harðnar og gránar.“
Aðspurð segir Steinunn að
kýprustré í pottum séu þyrstari
en venjuleg pottablóm. „Þau
verða alltaf að vera rök,“ segir
hún og þar með kveðjum við
hana með þakklæti fyrir ráð-
gjöfina.
gun@frettabladid.is
KÝPRUS
Þarf stöðugt að vera rakt til að líða vel og
vera fallegt.
Jólatrén meðhöndluð:
Má ekki skorta vatn
fyrstu dagana
NORMANNSÞINUR
Vinsæll vegna
barrheldninnar.
RAUÐGRENI
Íslensk og vel vaxin.
STAFAFURA
Ilmar vel og skreytir sig stundum með
könglum.
Í AÞENU
Jólaljósin lýsa upp torg í miðborg Aþenu
og búið er að koma upp skemmtigarði fyr-
ir börn framan við þinghúsið.
DRAUMTERTA
3 egg
1 1/2 dl sykur
1 dl kartöflumjöl
2 msk. kakó
1 tsk. lyftiduft
KREM
150 g smjör
2 dl flórsykur
2 tsk. vanillusykur
1 eggjahvíta
Egg og sykur eru þeytt vel sam-an. Þurrefnunum blandað sam-
an og þau sett varlega út í eggja-
hræruna. Deiginu hellt á plötu með
bökunarpappír og bakað í um 5 mín-
útur við 200 gráður. Kökunni hvolft
á viskastykki eða sykri stráðan
smjörpappír og látin kólna.
Kremið hrært þar til það er ljóst
og létt. Smurt á kökuna og hún rúll-
uð upp.
FRIÐARSTUND
Barna og foreldra á leikskólanum Ósi.
Foreldrar
Elskum börnin okkar
Veist þú hvar barnið þitt er í kvöld?