Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 22
Það er vissulega ánægjulegt aðheyra að möguleikar á fjárhags- legri endurskipulagningu Norður- ljósa fari vaxandi. Fjárhagsvandræði þessa félags, sem rekja má til of mik- illar skuldabyrðar í kjölfar kaupa þess á eignum eins eigendanna, hafa aftrað eðlilegri þróun sjónvarps- rekstrar á Íslandi. Stöð 2 hefur ekki tekist að halda uppi nægilega harðri samkeppni gagnvart sjónvarpsstöð ríkisins á undanförnum árum. Afleið- ingin er sú að staða Ríkissjónvarps- ins á markaði hefur eflst þótt dag- skrá þess hafi ekki batnað eða þjón- usta þess við almenning skánað. Það ástand sem ríkir í dag hjá Rík- issjónvarpinu og Ríkisútvapinu dreg- ur glögglega fram mikilvægi fjöl- miðlunar sem heyrir ekki með bein- um eða óbeinum hætti undir ríkis- valdið eða stjórnmálaflokka. Fulltrú- ar stjórnmálaflokka í útvarpsráði herja á frétta- og dagskrárgerðar- menn Spegilsins í von um að geta haft áhrif á efnisval þeirra og framsetn- ingu. Pólitískt skipaðir yfirmenn stofnunarinnar skipa sér í lið með flokksmönnum sínum í útvarpsráði í stað þess að standa vörð um sjálf- stæði starfsmannanna. Í gær sýndi ríkissjónvarpið þátt um Kárahnjúka- virkjun sem Landsvirkjun – ríkis- fyrirtæki með pólitískt kjörna stjórn – kostaði en kynnti sem hvern annan fræðsluþátt. Á sunnudaginn sýndi Ríkissjónvarpið kynningarþátt um bók Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar – einkavinar forsætisráðherra. Þannig mætti lengi telja upp ákvarðanir og stjórnhætti hjá stofn- unni sem orka tvímælis í ljósi póli- tískrar stjórnar hennar. Núverandi stjórnarflokkar hafa þráfaldlega ver- ið staðnir að því að reyna að hafa ahrif á þróun stofnunarinnar og dagskrá miðlanna. Sú ákvörðun að setja yfir- fréttastjóra yfir báðar fréttastofurnar og alla fréttatengda þætti er þannig ekki sprottin af innri þörf stofnunar- innar heldur til þess að auðvelda stjórnarflokkunum að hafa áhrif á mótun fréttastefnu og þróun frétta- tengds efnis. Á meðan Ríkisútvarpið er í þessu standi er ákaflega mikilvægt að hér vaxi upp öflugir og sterkir fjölmiðlar, sem geta dafnað og þróast án af- skipta stjórnmálamanna. Að sama skapi væri það gott fyrir samfélagið ef hér kæmu fram stjórnmálamenn sem þyrftu ekki að hafa tök á fjöl- miðlum til að koma sínum málum fram. Aðskilnaður stjórnmála og fjöl- miðlunar væri þannig framfaraskref fyrir samfélagið – ekki síst í ljósi þess að stjórnmálin drottnuðu yfir fjölmiðlunum svo til alla síðustu öld og margir stjórnmálamenn virðast telja það kerfi vera nothæft á þessari öld sem er rétt nýhafin. Hver þróunin verður á Norður- ljósum er óvíst. Það bendir hins veg- ar flest til að takast muni að bjarga fyrirtækinu – ekki aðeins frá gjald- þroti heldur einnig undan áhrifum stjórnmálamanna. Það er gott. ■ Innanríkisráðherra Breta, Dav-id Blunkett, situr undir vax- andi þrýstingi þessa dagana um að grípa til aðgerða gegn tiltek- inni heimasíðu á Netinu, sem haldið er úti af öfgafullum bresk- um þjóðernissinnum. Þess er krafist að síðunni, sem inniheldur grófan nýnasistaáróður, verði lokað með opinberri tilskipun. Höfuðástæðan fyrir þessari kröfu er sú að í ljós kom nýverið að félagsskapurinn sem heldur úti síðunni er búinn að koma upp lista í sínum röðum yfir þá ein- staklinga sem hann vildi helst koma fyrir kattarnef í bresku þjóðfélagi. Á listanum er fólk í félagslega geiranum, blaðamenn og stjórnmálamenn. Herferð gegn áhrifafólki The Guardian segir frá því að blaðið hafi undir höndum gögn sem sýni að harðlínumenn í þess- um röðum leggi nú á ráðin um allsherjarherferð í Bretlandi gegn ýmsu fólki í áhrifastörfum og hafi jafnframt verið að viða að sér ýmsum grunsamlegum upp- lýsingum, eins og varðandi sprengjugerð og um ýmislegt tengt hugsanlegum hryðjuverka- skotmörkum. Gögn þessi eru ein- ungis aðgengileg þröngum hópi nýnasista, en samtökum sem berj- ast gagn fasisma í Bretlandi tókst nýverið að brjótast inn á lokað vefsvæði þeirra í fyrsta skipti. Sýna myndir og boða ofbeldi Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins sagði við Guardian í gær að mál- ið tengt vefsíðunni, og hvort farið yrði fram á að henni yrði lokað, væri til athugunar í ráðuneytinu. Margir þeir sem nefndir eru á síð- unni, og er hótað ofbeldi þar, hafa áður talað opinberlega gegn fas- isma, einkum í Norður-Englandi. Í opinberum mótmælaaðgerðum þar gegn fasisma virðast nýnasistarnir hafa verið á svæðinu og tekið mynd- ir af mótmælendum. Þeir halda síð- an skrá yfir þá sem eru þeim and- snúnir, sýna myndir af þeim á heimasíðum sínum og boða ofbeldi gegn þeim. Áhyggjur vegna ný- nasisma fara vaxandi í Bretlandi, ekki síst vegna þess að þeir virðast fá hljómgrunn sums staðar í land- inu, og við því er jafnvel búist að stjórnmálaöfl yst til hægri nái mun fleiri mönnum á þing á komandi árum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um mögulega endurreisn Stöðvar 2. 22 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Rússland hefur gerbreytt umsvip, síðan glæpaveldi komm- únista hrundi til grunna árið 1991 og Sovétríkin voru leyst upp. Glæpaveldi? Já. Sovézki komm- únistaflokkurinn var ekki stjórn- málaflokkur í eiginlegum skiln- ingi, heldur glæpafélag, og hann var sem slíkur dreginn fyrir dóm í Moskvu eftir hrunið, ekki til að koma lögum yfir forustumennina, heldur til að leiða sannleikann í ljós. Réttarhöldin fóru út um þúfur af tæknilegum ástæð- um. Síðan hefur gengið á ýmsu þarna austur frá. Miðborg Moskvu lítur nú út eins og aðrar Evrópuborgir, a.m.k. á yfir- borðinu: umskiptin eru lygileg. En landsbyggðin er enn sem fyrr illa haldin. Tekjur á mann í Rússlandi nú eru lægri en í Botsvönu, Namibíu og Brasilíu, eða um fjórðungur af tekjum á mann hér heima. Rússar eiga því langt í land. Þeim hefur þó tekizt að reisa nokkurs konar markaðsbúskap á rústum miðstjórnarinnar og legg- ja með því móti grunninn að góð- um lífskjörum um landið, þegar fram líða stundir. Sumt annað hefur snúizt í höndunum á þeim, einkum einka- væðing ríkisfyrirtækja. Hún var að vísu nauðsynleg, þó ekki væri til annars en að ýta óhæfum ríkis- forstjórum til hliðar, en hún var illa útfærð með afbrigðum. Ýmis fyrirtæki og sameiginlegar auð- lindir þjóðarinnar, einkum olíu- lindirnar, voru færðar einka- vinum ríkisstjórnarinnar á silfur- fati með afleiðingum, sem ekki sér enn fyrir endann á. Fram- kvæmdastjórar einkavæðingar- innar líta svo á, að eina leiðin til að fá ýmsa valdhafa og aðra virð- ingarmenn til að fallast á um- skiptin hafi verið að veita þeim væna hlutdeild í ávinningnum. Tsérnómýrdín forsætisráðherra auðgaðist sjálfur um 200 milljónir króna við einkavæðingu gasfé- lagsins Gazprom og hvarf af vett- vangi, enda er þetta slítandi starf. Jeltsín og ýmsir í kringum hann áttu lögsókn og hugsanlega fanga- vist yfir höfði sér, eftir að hann hvarf úr forsetahöllinni, en Pútín forseti veitti þeim sakaruppgjöf til vonar og vara, enda hefði Jeltsín væntanlega ekki lagt í að gera Pútín að eftirmanni sínum upp á önnur býti. Misheppnuð útfærsla Margir vöruðu við útfærslu einkavæðingarinnar á sínum tíma. Þeir sögðu: Rússar munu ekki una því, að miðstjórnarvaldið í Kreml búi til auðstétt úr mönn- um, sem ekkert hafa til auðsins unnið, og noti þá síðan til að halda sér við völd með því að leggja undir sig fjölmiðla og banka auk annars. Fólkið mun rísa upp gegn ranglætinu, var sagt. Og nú má segja, að þessi spá- sögn hafi að nokkru leyti rætzt með óvæntum hætti: það var Pútín sjálfur, sem reis upp. Hann heimtaði hollustu eða a.m.k. hlutleysi af fávöldunum, sem höfðu auðgazt svo gríðar- lega í stjórnartíð Jeltsíns. Þeir, sem neituðu að hlýða, flæmdust burt úr landi undan lögsóknum, og ríkasti fávaldurinn – gamall ungkommúnisti, sem hefur kom- izt yfir eignir, sem slaga hátt upp í landsframleiðslu Íslands í ár – var fangelsaður skömmu fyrir þingkosningarnar um dag- inn. Forsetinn og flokkur hans lögðu undir sig sjónvarpsstöðv- ar og nánast einokuðu frétta- flutning fyrir kosningarnar, svo sem erlendir kosningaeftirlits- menn hafa lýst, og tryggðu sér sigur. Pútín hefur nú alla þræði í hendi sér. Sumir óttast, að hann búist nú til að biðja þingið að breyta stjórnarskránni, svo að hann geti gegnt forsetaemb- ættinu lengur en tvö kjörtíma- bil, en Pútín ber á móti því. Aðr- ir binda vonir við auknar um- bætur m.a. vegna þess, að þing- styrkur kommúnista er nú miklu minni en áður. Baráttan um olíuna Fávaldarnir njóta ekki mikill- ar samúðar meðal almennings. Fólk hefur yfirleitt ekki vel- þóknun á þeim, sem auðgast án þess að hafa til þess unnið. Fávaldar Rússlands létu þó tvennt gott af sér leiða. Þeir tryggðu Jeltsín forseta sigur gegn kommúnistum 1996 og komu með því móti í veg fyrir það, að Kommúnistaflokkurinn kæmist þá aftur til valda, og þeir hafa streitzt gegn meintum ein- ræðistilburðum Pútíns og stutt frjálslynda stjórnarandstöðu- flokka fyrst og fremst. Þess vegna réðst Pútín gegn fávöld- unum, enda þótt hann eigi for- setaembættið þeim að þakka í gegnum Jeltsín. Eru Pútín og hans menn að reyna að sölsa undir sig eignirnar, sem fávald- arnir höfðu áður komizt yfir? Eða eru þeir aðeins að reyna að halda fávöldunum í skefjum? – utan vettvangs stjórnmálanna. Um þetta er deilt. Baráttan um olíuauð Rússlands gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér. Mis- heppnuð einkavæðing getur mis- boðið svo réttlætisvitund al- mennings, að hann heimti endur- þjóðnýtingu og engar refjar. ■ Ríkið gefur og tekur strax aftur Öryrki skrifar: Bráðum koma jólin. Hvaðmeð jólagjöf handa afmælisbarninu? Til eru samtök eins og SOS, ABC og Børnefonden sem hjálpa börn- um í vanþróuðum löndum. Hvernig væri að taka að sér eitt eða tvö börn þessi jól? Það kost- ar milli 950 til 1.900 krónur á mánuði, sem duga þessum börn- um í heilan mánuð fyrir skóla- göngu, mat og læknishjálp. Til er fólk á Íslandi sem á meira en nóg og ætti að vera af- lögufært að styðja einstæðar mæður eða aðra sem minna mega sín en fátæktin er mikil. Því miður er ríkisstjórnin ekki tilbúin að reka rétt fátækra og hækka laun láglaunafólks. Í staðinn fer hún um rænandi og ruplandi og kreistir síðustu krónurnar úr sjúkum og gamal- mennum. Óttalegt og hryllilegt er það sem við ber í landi sem í búa 280.000 manns. Geta ekki allir lifað í sátt og samlyndi með mannsæmandi laun handa öllum í einni ríkustu þjóð heims? Er ekki lengur til mannkærleikur í þessu landi? Góðærið svokallaða er aðeins fyrir fáa útvalda. Hvernig myndi Kristur horfa á þetta þjóðfélag? Ég held hann myndi gráta eins og hann grét yfir Jerúsal- em forðum. Hann sem sagði: „Svo framarlega sem þér hafið ekki gert þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér ekki heldur gert mér það.“ Ég fékk um 22.000 krónur í desemberuppbót, skatturinn tók af mér 20.000 krónur svo eftir standa nákvæmlega 1.908 krón- ur. Ríkið gefur en tekur það strax aftur. Gleðileg jól! ■ ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um Rúss- land. ■ Bréf til blaðsins Vilja loka heima- síðu nýnasista Fjölmiðlar án stjórnmála ■ Fólk hefur yfir- leitt ekki vel- þóknun á þeim, sem auðgast án þess að hafa til þess unnið. Um daginnog veginn Rússland, Rússland DAVID BLUNKETT Liggur undir þrýstingi um að láta loka heimasíðu öfgasinnaðra hægrimanna í Bretlandi. Úti í heimi ■ Bretar hafa vaxandi áhyggjur af því að nýnasistar virðast vera að færa sig upp á skaftið í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.