Fréttablaðið - 18.12.2003, Side 45

Fréttablaðið - 18.12.2003, Side 45
FIMMTUDAGUR 18. desember 2003 Ég á mér lítið jólatré sem er íuppáhaldi,“ segir Íris Björk Árnadóttir, brosandi að vanda, þegar hún er spurð um sitt eft- irlætis jólaskraut. Þá er hún krafin um söguna af því. „Ég keypti tréð fyrir nokkrum árum til að hafa í herberginu mínu í foreldrahúsum. Svo hefur það verið mitt eina skraut þessi tvenn jól sem liðin eru frá því ég fór að búa, ef frá er talinn að- ventukrans sem ég hef snúið saman sjálf. Þar sem litlar bjöll- ur og pakkar eru fastir á trénu þarf ég einungis að setja á það ljós og ég kaupi yfirleitt litla seríu með batteríi sem dugar út jólin. Þá losna ég við allar snúrur. Nýlega stillti ég tveggja mánaða dótt- urinni upp hjá litla trénu til að taka mynd á jóla- kortið!“ ■ ÁNÆGÐAR MÆÐGUR Láta litla tréð duga. Kór Flensborgarskólans í Hafn-arfirði sem Hrafnhildur Blomsterberg stjórnar heldur, ásamt gestum, árlega jólatónleika sína þann 21. desember næstkom- andi í Hásölum, Hafnarfjarðar- kirkju. Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar kemur einnig fram á tónleikunum. Á efn- isskrá eru hátíðar- og skemmtilög ásamt lögum í útsetningum sem sjaldan heyrast á Íslandi. Einnig verða sungin mörg gömul og ný íslensk jólalög. Kórinn hefur starfað í núver- andi mynd í sjö ár og hefur með- al annars farið í söngferð til Kanada og Bandaríkjanna og unnið til verðlauna í kórakeppni á Spáni. Næsta sumar heldur kór- inn til Eistlands þar sem hann mun taka þátt í einu stærsta kóramóti í Evrópu. Kórinn skipa um 50 nemendur Flensborgar- skólans í Hafnarfirði á aldrinum 16 til 20 ára. ■ Jólatónleikar Kórs Flensborgarskólans 2003: Hátíðar- og skemmtilög HAFNARFJARÐAR- KIRKJA Jólatónleikar kórs Flens- borgarskólans verða haldnir í kirkjunni á mánudagskvöld. Uppáhaldsjólaskrautið: Litla jólatréð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.