Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 50 Leikhús 50 Myndlist 50 Íþróttir 46 Sjónvarp 52 FIMMTUDAGUR SÓNÖTUR BRAHMS Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari leik- ur þrjár sónötur eftir Brahms á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur undir á píanó. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 18. desember 2003 – 316. tölublað – 3. árgangur ● syngur með siggu beinteins Kristján Jóhansson: ▲ SÍÐA 59 Svolítill rokkari í sér ● skortur á jólatrjám Anna Finnbogadóttir: ▲ SÍÐUR 34 til 41 Gaman í póstinum HÆTT VIÐ LUND Bæjarstjórn Kópa- vogs hefur ákveðið að hætta við háhýsa- byggð sem til stóð að reisa í landi Lundar. Formaður skipulagsnefndar segir að með þessu sé tekið tillit til athugasemda bæjar- búa en neitar því að verið sé að viður- kenna mistök. Sjá síðu 2 LAUNAGREIÐSLUR Í SKOÐUN Skattstofa Reykjavíkur rannsakar launa- greiðslur hjá Ríkisútvarpinu og kannar hvernig er staðið að verktakagreiðslum hjá stofnuninni. Fyrrverandi verktaki RÚV segir að stjórnendur stofnunarinnar virðist dansa í kringum skattalöggjöfina. Sjá síðu 4 KÆRIR FORSÆTISRÁÐHERRA Jón Ólafsson, fyrrum aðaleigandi Norðurljósa, hefur höfðað meiðyrðamál gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra vegna ummæla sem Davíð lét fjalla um Jón í síðasta mánuði. Sjá síðu 6 FYRIRTÆKJAGRÆÐGI Ríkisskattstjóri gagnrýnir fyrirtæki fyrir græðgi í pistli í fréttablaði stofnunarinnar. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands mótmælir og telur gamalt embættismanna- kerfi vera að bæra á sér. Sjá síðu 10 MENNTAMÁL „Það er verið að fara yfir aðgerðir sem myndu leiða til sparnaðar,“ sagði Þórður Kristinsson, framkvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu Há- skóla Íslands. Sú krafa hefur verið að stjórnvöld bregðist nú þegar við bágum fjárhag Háskólans. Fjöldi nemenda við skólann, jafnt erlendra sem íslenskra, hefur aukist mjög. Það er krafa Háskóla Íslands að fá úthlutað fjármagni í samræmi við raun- verulegan fjölda nem- enda í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi og að framlag sem ætlað sé til rannsóknaupp- byggingar sé byggt á heildstæðu reiknilíkani fyrir rannsóknir. Þórður sagði að ekki sé aug- lýst eftir nemendum um áramót. En tekið er við beiðnum um skráningu eftir því sem hægt hefur verið. Framhaldsskólarnir útskrifa stúdenta í desember og þess vegna hefur aukist þörf á að taka nýnema í janúar. „Þetta er eitt af því sem getur verið að við gerum ekki eftir áramótin,“ sagði hann. „Sú hugmynd er til skoðunar ásamt fleirum til að halda skólanum innan þess ramma sem fjárlögin setja hon- um. Það er verið að leita allra leiða til þess eins og raunar alltaf hefur verið gert.“ Spurður um hversu háa fjár- hæð þyrfti að spara kvaðst Þórð- ur ekki geta nefnt það. Hann sagði virka nemendur, það er í fullu námi, verða um 5.200 árið 2004. Að óbreyttu fjölgar þeim í 5.700 til 5.800. „Það getur komið til að tak- marka þurfi aðgang, þótt reynt verði að komast hjá því í lengstu lög,“ sagði hann og bætti við að takmarkanir væri hægt að fram- kvæma með inntökuprófum. „Við byrjum á aðhaldsaðgerðum og athugum svo hvað þarf að koma til viðbótar,“ sagði Þórður. Hann kvaðst vilja undirstrika að allt væru þetta hugmyndir sem ætti eftir að taka afstöðu til. Þær verða ræddar í háskólaráði í dag. jss@frettabladid.is jólin koma ● áramótagreiðslur Anja Ríkey Jakobsdóttir: ▲ SÍÐUR 28 til 31 Fær lánaðan rauðan bol tíska o.fl. ● orlofshús í minni mástungu Kolbrún Ásgrímsdóttir: ▲ SÍÐUR 30 og 31 Til Kanarí um jólin ferðir o.fl. Opið til kl. 22 í kvöld dagar til jóla6 KÓLNANDI VEÐUR Í dag og næstu daga. Hann verður svalur í borginni og reyndar víðar. Auðvelt er að klæða þennan kulda af sér með sjálfu föðurlandinu. Hlýn- ar á sunnudagskvöld. Sjá síðu 6 AÐHALD Í HÁSKÓLANUM Ramminn gerir ráð fyrir 5.200 nemendum árið 2004 í Háskóla íslands. Ef miðað er við óbreytta aðsókn mun fjöldi nemenda fara í 5.700–5.800 ef ekki verður gripið til fjölda- takmarkana í Háskólanum. Takmarka aðgang í sparnaðarskyni Fjöldatakmarkanir nemenda með inntökuprófum eru til athugunar hjá stjórnendum Háskóla Íslands. Einnig er til umræðu að taka ekki ný- nema inn eftir áramót, til að reyna að vera innan ramma fjárlaga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Meðallestur 25-49 Höfuðborgarsvæðið NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 75% 56% DESEMBER Í REYKJAVÍK Veðurblíða var í Reykjavík í gær og ef ekki væru jólaljós og skreytingar til að lýsa upp skammdegið væri fátt sem benti til að aðeins um vika sé til jóla. Veð- ur á að kólna í dag og næstu daga en síðan á að hlýna á ný. Hinar gömlu og glæstu byggingar endurspeglast skemmtilega í Tjörninni og litirnir á himnum hjálpast við að gera hjarta borgarinnar að listaverki. Rúmfastir sjúklingar: Uggandi HEIMAHJÚKRUN Skjólstæðingar heimahjúkrunar sjá fram á neyð ef tugir starfsmanna hætta vegna ágreinings um aksturskjör. Sjá síður 20 og 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.