Fréttablaðið - 18.12.2003, Síða 37

Fréttablaðið - 18.12.2003, Síða 37
■ Úti í heimi FIMMTUDAGUR 18. desember 2003 Húsin eru hin jólalegustu einsog vera ber á aðventunni,“ segir Olga Andreassen, húsfreyja í Minni-Mástungu í Grímsnesi, sem leigir út þrjú orlofshús og skreytir þau eftir árstíðum. Um þetta leyti eru þau í jólabúningi og gestir ganga inn í hálfgerðan æv- intýraheim þegar þeir ljúka upp dyrum. Olga er mikil hannyrða- kona og bútasaumur leikur í hönd- unum á henni. Þess gætir í litlu húsunum, sem ávallt eru hin heimilislegustu. Hún segir bæði Íslendinga og útlendinga hafa gist hjá sér á aðventunni og á von á gestum um hátíðarnar. Eftir þrett- ándann taka húsin á sig róman- tískan blæ og halda honum fram undir páska. „Rómantíska tíma- bilið er vinsælast,“ segir Olga húsfreyja glaðlega. ■ Í JÓLABÚNINGI Húsin breyta um svip eftir árstíðum. Skreytt orlofshús í Minni-Mástungu: Gestir ganga inn í ævintýraheim ÓDÝRT TIL EVRÓPU MILLI JÓLA OG NÝÁRS Netklúbbur Icelandair býður flug til fimm Evrópuborga á 19.900 með flugvallarsköttum milli jóla og nýárs: Kaupmanna- höfn 26./27.-29./30./31. desember, Osló 26.-30./31. desember, Stokk- hólmur 26. des.-30./31. desember, Frankfurt 26.-29. desember og Amsterdam 27.-30. desember. Ferðaáætlun Útivistar 2004 erkomin út. Að sögn Lóu Ólafs- dóttur, framkvæmdastjóra Úti- vistar, verður bryddað upp á ýms- um nýjungum á næsta ári. „Það er til dæmis nýtt hjá okkur að við tengjum ferðir á okkar aðalsvæði saman. Þannig verður hægt að ganga alla leið frá Sveinstindi að Skógum í einni ferð sem tekur tíu daga.“ Þessi gönguferð er sett saman úr fjórum hefðbundnum göngu- ferðum Útivistar, Sveinstindi- Skælingum, Strútsstíg, Laugaveg- inum og Fimmvörðuhálsi. Ferðin er sveigjanleg því hægt er að byrja í henni við Sveinstind, í Hóla- skjóli, Hvanngili eða Básum. „Þessa ferð köllum við frá jökli til sjávar,“ segir Lóa og bendir á að hér sé um hagkvæman kost að ræða. Ferðin kostar 43.100 fyrir fé- lagsmenn en 49.400 fyrir aðra. Ferðin er trússferð en þær verða sífellt vin- sælli. „Það er ákveðinn hópur sem saknar þess að ganga með allt á bakinu og við komum til móts við hann meðal annars í ferð sem verður farin í ágúst í kringum Langasjó.“ Fjölmargar dagsferðir eru á áætlun næsta árs hjá Útivist. Þar er helsta nýjungin sú að boðið er upp á meira krefjandi dagsferðir en áður en Útivistarræktin sinnir áfram gönguferðum í ná- grenni Reykjavíkur. Vetrarferðirnar eru líka fjölbreyttar nú sem fyrr. „Jeppadeildin er með mjög metn- aðarfulla ferðaáætlun. Það verður til dæmis farið á Vatnajökul og á Hveravelli.“ Gönguskíðaferðir eru líka mjög fyrirferðarmiklar í vetraráætluninni og eru flestar helgarferðir gönguskíðaferðir fram í apríllok. Dagsferðir á gönguskíðum eru að sögn Lóu góð leið til að koma sér í form fyrir helgarferðirnar, sem krefjast þess að þátttakendur séu í ágætu formi. Lóa segir ferðaáætlunina í heildinni mjög fjölbreytta og ör- uggt að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi. ■ ALISON LAPPER ÓLÉTT Þetta listaverk eftir Marc Quinn er nú til sýnis í National Gallery í London ásamt fimm öðrum verkum. Gestum er boðið að velja á milli þeirra og verður vinsælasta verkið sett upp á Trafalgar-torgi í London. BÁSAR Sívinsæll áfangastaður Útivistar, sem á skálann í Básum og efnir reglulega til fjölskyldu- ferða þangað. Ferðaáætlun Útivistar 2004: Gönguferðir við allra hæfi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.