Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 37
■ Úti í heimi FIMMTUDAGUR 18. desember 2003 Húsin eru hin jólalegustu einsog vera ber á aðventunni,“ segir Olga Andreassen, húsfreyja í Minni-Mástungu í Grímsnesi, sem leigir út þrjú orlofshús og skreytir þau eftir árstíðum. Um þetta leyti eru þau í jólabúningi og gestir ganga inn í hálfgerðan æv- intýraheim þegar þeir ljúka upp dyrum. Olga er mikil hannyrða- kona og bútasaumur leikur í hönd- unum á henni. Þess gætir í litlu húsunum, sem ávallt eru hin heimilislegustu. Hún segir bæði Íslendinga og útlendinga hafa gist hjá sér á aðventunni og á von á gestum um hátíðarnar. Eftir þrett- ándann taka húsin á sig róman- tískan blæ og halda honum fram undir páska. „Rómantíska tíma- bilið er vinsælast,“ segir Olga húsfreyja glaðlega. ■ Í JÓLABÚNINGI Húsin breyta um svip eftir árstíðum. Skreytt orlofshús í Minni-Mástungu: Gestir ganga inn í ævintýraheim ÓDÝRT TIL EVRÓPU MILLI JÓLA OG NÝÁRS Netklúbbur Icelandair býður flug til fimm Evrópuborga á 19.900 með flugvallarsköttum milli jóla og nýárs: Kaupmanna- höfn 26./27.-29./30./31. desember, Osló 26.-30./31. desember, Stokk- hólmur 26. des.-30./31. desember, Frankfurt 26.-29. desember og Amsterdam 27.-30. desember. Ferðaáætlun Útivistar 2004 erkomin út. Að sögn Lóu Ólafs- dóttur, framkvæmdastjóra Úti- vistar, verður bryddað upp á ýms- um nýjungum á næsta ári. „Það er til dæmis nýtt hjá okkur að við tengjum ferðir á okkar aðalsvæði saman. Þannig verður hægt að ganga alla leið frá Sveinstindi að Skógum í einni ferð sem tekur tíu daga.“ Þessi gönguferð er sett saman úr fjórum hefðbundnum göngu- ferðum Útivistar, Sveinstindi- Skælingum, Strútsstíg, Laugaveg- inum og Fimmvörðuhálsi. Ferðin er sveigjanleg því hægt er að byrja í henni við Sveinstind, í Hóla- skjóli, Hvanngili eða Básum. „Þessa ferð köllum við frá jökli til sjávar,“ segir Lóa og bendir á að hér sé um hagkvæman kost að ræða. Ferðin kostar 43.100 fyrir fé- lagsmenn en 49.400 fyrir aðra. Ferðin er trússferð en þær verða sífellt vin- sælli. „Það er ákveðinn hópur sem saknar þess að ganga með allt á bakinu og við komum til móts við hann meðal annars í ferð sem verður farin í ágúst í kringum Langasjó.“ Fjölmargar dagsferðir eru á áætlun næsta árs hjá Útivist. Þar er helsta nýjungin sú að boðið er upp á meira krefjandi dagsferðir en áður en Útivistarræktin sinnir áfram gönguferðum í ná- grenni Reykjavíkur. Vetrarferðirnar eru líka fjölbreyttar nú sem fyrr. „Jeppadeildin er með mjög metn- aðarfulla ferðaáætlun. Það verður til dæmis farið á Vatnajökul og á Hveravelli.“ Gönguskíðaferðir eru líka mjög fyrirferðarmiklar í vetraráætluninni og eru flestar helgarferðir gönguskíðaferðir fram í apríllok. Dagsferðir á gönguskíðum eru að sögn Lóu góð leið til að koma sér í form fyrir helgarferðirnar, sem krefjast þess að þátttakendur séu í ágætu formi. Lóa segir ferðaáætlunina í heildinni mjög fjölbreytta og ör- uggt að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi. ■ ALISON LAPPER ÓLÉTT Þetta listaverk eftir Marc Quinn er nú til sýnis í National Gallery í London ásamt fimm öðrum verkum. Gestum er boðið að velja á milli þeirra og verður vinsælasta verkið sett upp á Trafalgar-torgi í London. BÁSAR Sívinsæll áfangastaður Útivistar, sem á skálann í Básum og efnir reglulega til fjölskyldu- ferða þangað. Ferðaáætlun Útivistar 2004: Gönguferðir við allra hæfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.