Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 20
20 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR
■ Menningarverðlaun
BLÁSIÐ Í SEKKJAPÍPU
Þjóðhátíðardagur Barein var í gær og að
því tilefni var sekkjapípan tekin fram og
blásið til veislu.
Jörg Haider sakar Bandaríkin um blekkingar:
Trúir ekki fréttum af handtöku Saddams
VÍN, AP Austurríski hægrimaðurinn
Jörg Haider heldur því fram að
Bandaríkin séu að reyna að blekkja
heimsbyggðina með fréttunum af
handtöku Saddams Husseins.
Haider segir að það sé vel hugsan-
legt að bandaríski herinn hafi hand-
samað einn af tvíförum íraska leið-
togans.
Haider heldur því fram að það
hafi ekki haft neina þýðingu að taka
lífsýni úr fanganum þar sem Banda-
ríkjastjórn hafi ekki haft undir
höndum nein gömul lífsýni úr
Saddam. Haider leiðir að því líkum
að bandarískir ráðamenn hafi sett
handtökuna á svið til að styrkja póli-
tíska stöðu George W. Bush forseta.
Haider, sem er fyrrum leiðtogi
Frelsisflokksins, vakti reiði
margra á Vesturlöndum þegar
hann fór á fund Saddams í Bagdad
á síðasta ári og lýsti yfir stuðningi
við Íraksstjórn. Sérfræðingar
sem rannsökuðu myndir úr heim-
sókninni halda því fram að Haider
hafi aðeins hitt einn af tvíförum
Saddams.
Haider kom vestrænum ráða-
mönnum aftur í opna skjöldu í vor
þegar hann lýsti því yfir að hann
myndi með glöðu geði veita Naji
Sabri, fyrrum utanríkisráðherra
Íraks, pólitískt hæli. „Á mínu
heimili er alltaf pláss fyrir vini,“
sagði Haider. ■
HEILBRIGÐISMÁL „Við, skjólstæðing-
ar heimahjúkrunarinnar, erum afar
uggandi og óörugg um okkar hag,“
segir Brynhildur G. Björnsson, ein
margra sem bíða þess sem verða
vill í deilu Heilsugæslunnar og
starfsfólks í heimahjúkrun.
Heilsugæslan hefur sent starfs-
fólki heimahjúkrunar bréf þar sem
aksturssamningum er sagt upp í
sparnaðarskyni. Starfsmennirnir
telja þetta skerða svo kjör sín, að
um uppsögn á ráðningarsamningi
sé að ræða. Hefur á fimmta tug
þeirra sent bréf með þeirri túlkun
sinni til heilsugæslunnar. Fari sem
nú horfir munu þessir starfsmenn
hætta störfum 1. mars næstkom-
andi.
Þetta er í annað sinn á árinu sem
uppnám verður í heimahjúkruninni
vegna uppsagnar á aksturssamn-
ingunum. Í fyrra skiptið dró heilsu-
gæslan uppsagnir sínar til baka.
Brynhildur er rúmföst vegna
slæmrar lungnaþembu sem hún
fékk í kjölfar alvarlegra veikinda.
Hún býr ein í bílskúr sem hún hefur
látið innrétta haganlega. Þar eyðir
hún öllum sólarhringnum og kemst
af með aðstoð heimahjúkrunar. Ella
þyrfti hún að vera á sjúkrahúsi -
sem hún vill alls ekki.
Sjúkrasaga Brynhildar er orðin
löng. Árið 1989 veiktist hún illa, þá
búsett í Þýskalandi. Hún hefur
aldrei verið mikið fyrir hálfkák og
því gekk hún frá öllum sínum mál-
um, enda ekki hugað líf á þeim tíma.
En hún náði sér, að öðru leyti en því
að hún fékk lungnaþembu, sem síð-
an hefur ágerst með árunum. Í bíl-
skúrnum hefur hún búið síðan 1991.
„Ég fæ afar slæm köst og er þá
ósjálfbjarga eins og barn,“ segir
hún. „Ég reyni að nota heimahjúkr-
unina ekki nema einu sinni á dag.
En stundum þarf ég að hringja á
kvöldin og jafnvel á nóttunni í neyð,
ef ég verð mikið veik. Það er segin
saga, að það er alveg sama hvenær
sólarhringsins ég hringi. Alltaf
koma þær, alltaf jafn elskulegar í
viðmóti og duglegar. Ég skil ekki
hvernig þessir stjórnendur sem
aldrei hafa komið nálægt þessum
störfum geta gripið inn í og
ráðskast svona með þessa starf-
semi. Það er sagt að þetta sé í sparn-
aðarskyni. En halda þeir að það
sparist mikið á því að yfirfylla spít-
alana af langlegusjúklingum? Nóg
er af þeim þar fyrir og mikið kostar
það, eftir því sem spítalastjórnend-
ur segja.“
Misboðið
Brynhildur kveður fast að orði
þegar hún talar um ástand mála og
dregur hvergi af. Hún segir að sér
sé misboðið hvernig ráðslagað sé
með ýmislegt í þjóðfélaginu, sem sé
sagt eiga að leiða til sparnaðar en
reynist svo hrein óráðsía.
„Í heimahjúkruninni eru sér-
stakar manneskjur sem annast
heimaliggjandi langlegusjúklinga,“
segir hún. „Þær aðstoða sársjúka og
vinna þar margra manna vinnu á
stuttum tíma. Mér virðist fólk al-
mennt ekki gera sér grein fyrir að
þær gegna hlutverki heils spítala ef
út í það er farið. Það er alltaf hægt
að treysta á þær, þótt rigni eldi og
brennisteini. Þær eru hreinar hetj-
ur.
Þær eru færar í sínu starfi og
geta því annast skjólstæðinga sína,
sem yfirleitt eru mikið veikir, fólk
sem hvergi er pláss fyrir.
Fyrir þremur árum var starf-
semi þeirra sameinuð undir einn
hatt, stjórnendur sem ekki virðast
hafa neinn skilning á ómetanlegu,
óeigingjörnu og sérlega vel skipu-
lögðu starfi. Það eru gerðar breyt-
ingar breytinganna vegna, allt til
þess að angra þær og áreita.
Góðum stjórnendum ber að hafa
í huga að allt byggist á góðu sam-
starfi við undirmenn. Þó um ríkis-
rekstur sé að ræða gengur ekki að
stjórnin hugsi einungis um aðra hlið
mála. Mér finnst að hún eigi að
leggja fram hreinar tölur og reikn-
ingshald fyrir sínar framkvæmdir
sem virðast engum hagnaði skila.“
Dagur Brynhildar
Dagurinn hefst snemma hjá
Brynhildi. Hún vaknar um fimm-
leytið á morgnana. Síðan kemur
heimahjúkrunin, aðstoðar hana með
það sem hún þarf á að halda og set-
ur kaffi á brúsa, sem hún hefur hjá
sér yfir daginn.
Brynhildur eyðir svo deginum
með því að horfa á sjónvarp og
vinna á tölvuna sína. Hún er net-
tengd og notar það óspart. Hún
skrifast á við fólk um allan heim,
enda talar hún sjálf ensku, Norður-
landamálin, þýsku og spænsku. Á
dögunum tók hún sig svo til og fór
að læra rússnesku. Hún segist vera
orðin sendibréfafær á því tungu-
máli, og skrifist á við Rússa, þótt
það sé eins og íslenskan, „ómögu-
legt að læra það til fulls“.
Þá hefur Brynhildur sparað sér
Afar uggandi
og óörugg
Neyð blasir við í heimahjúkrun. Margir sem njóta aðstoðar heima-
hjúkrunarfólks geta ekki bjargað sér hjálparlaust. Þeirra á meðal er
Brynhildur G. Björnsson, sem er algerlega rúmföst.
TREYSTIR Á HEIMAHJÚKRUN
Brynhildur G. Björnsson hefur verið rúmföst
um árabil. Hún leggur allt sitt traust á heima-
hjúkrunina. Hún er með góðan tölvubúnað og
sjónvarp sem hún notar mikið til að stytta sér
stundirnar.
Hryðjuverkaleiðtogar
dæmdir í fangelsi:
Flestir
ævilangt
AÞENA, AP Leiðtogi grísku hryðju-
verkasamtakanna 17. nóvember
hlaut margfaldan lífstíðardóm
fyrir aðild sína að fjölda
sprengjuárása og morðtilræða í
Grikklandi á síðastliðnum þremur
áratugum. Fimm aðrir liðsmenn
samtakanna voru einnig dæmdir í
lífstíðarfangelsi.
Alexandros Giotopoulos, 59 ára
hagfræðingur, fékk 21 lífstíðar-
dóm en Dimitris Koufodinas, einn
helsti morðingi samtakanna,
þrettán. Fjórir aðrir fengu einn til
tíu lífstíðardóma en níu meðlimir
samtakanna fengu vægari dóma.
Giotopoulos og Koufodinas eiga
nánast enga möguleika á reynslu-
lausn.
Mennirnir fimmtán voru sak-
felldir 8. desember. ■
UMDEILDUR
Jörg Haider hefur margoft hneykslað Vesturlandabúa með vafasömum
gjörðum og yfirlýsingum.
ORÐABÓKARHÖFUNDUR HEIÐR-
AÐUR Aðalsteinn Davíðsson hlýtur
menningarverðlaun Sænsk-íslenska
samstarfssjóðsins í ár. Verðlaunin
hlýtur Aðalsteinn fyrir „einstaka
elju við orðabókarritun“. Sænsk-
íslensk orðabók hans og prófessors
Gösta Holm kom út fyrst 1982 og
hefur í tvígang verið endurprentuð
síðan.