Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 14
14 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR JÓLATRÉ PÁFANS Jólatréð hans Jóhannesar Páls páfa er glæsilegt eins og við sjáum hér á myndinni, en tréð skreytir Pálssalinn í Vatíkaninu. SINGAPÚR, AP Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin segir að óvarkárni starfs- manns á taívanskri rannsóknar- stofu hafi valdið því að hann smitað- ist af heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Maðurinn smitaðist af veirunni þegar vökvi sem hafði hellst úr tilraunaglasi komst í snert- ingu við húð hans. Hann var hvorki í hönskum né hlífðarfötum eins og reglur gera ráð fyrir. Taívaninn var viðstaddur ráð- stefnu í Singapúr skömmu eftir að hann smitaðist en hann veiktist ekki fyrr en eftir að hann var kominn aftur heim. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin dregur í efa að þetta eina tilfelli muni verða til þess að HABL taki að breiðast út að nýju. Heil- brigðisyfirvöld í Singapúr vildu þó ekki taka neina áhættu og ákváðu að setja sjötíu manns, sem gætu hafa komist í snertingu við Taívanann, í sóttkví. Stjórnvöld í Taívan hafa lát- ið sér nægja að setja fjölskyldu og samstarfsmenn hins sjúka í sóttkví á heimilum sínum. Bráðalungnabólga kostaði yfir 800 manns lífið fyrr á þessu ári en talið er að um 8000 manns hafi smitast af sjúkdómnum um heim allan. ■ MUNUM SÆKJA ÞETTA MJÖG FAST Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar verði nú að fara í víking um allt land og vinna það bakland sem þarf til að kröfur um endurskoðun lífeyrisréttinda nái fram að ganga. KJARAKRÖFUR „Þetta svarar til um 5,5% launahækkunar á ári,“ sagði Halldór Björnsson, for- maður Starfsgreinasambands Íslands. Flóabandalagið og Starfs- g r e i n a s a m - bandið lögðu á dögunum fram endurskoðaða kröfugerð. Þau telja óhjá- kvæmilegt að samningar Al- þýðusambands Íslands og að- i l d a r f é l a g a þess við Sam- tök atvinnulífs- ins og ríkið um l í f e y r i s s m á l verði teknir til endurskoðunar með það að markmiði að lífeyr- isréttindi alls launafólks verði samræmd við lífeyrisréttindi í A-deild Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Flóabandalagið og Starfs- greinasambandið krefjast þess að að lágmarksávinnsla lífeyris hækki úr 1,4% í 1,90% á ári, að launafólk geti farið á eftirlaun 60 ára og loks að laungreiðandi taki ábyrgð á umsömdum lágmarkslíf- eyrisréttindum með því að ið- gjaldahluti launagreiðanda taki breytingum í kjölfar árlegrar end- urskoðunar. Hluti launagreiðanda á almennum markaði er í dag 6% en þyrfti að vera 11,5%, til að sam- ræma þau við réttindi í A-deild Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. „Þetta er auðvitað gjörbreyting á kröfunum en menn setja ekki fram svona kröfur nema þeir ætli að fylgja þeim fast eftir. Það hyggjumst við gera,“ sagði Hall- dór Björnsson. Kostnaður vegna kjarakrafna sem samtök launafólks höfðu áður sett fram var 25,0% til 30,0% og var þá miðað við fjögurra ára samningstíma. Kostnaðurinn eykst til muna verði lífeyrisrétt- indi launafólks á almennum mark- aði endurskoðuð eða sem nemur 22,0% á samningstímabilinu, mið- að við núverandi forsendur. „Nú þurfum við að fara í víking um allt land og brýna okkar fólk, vinna það bakland sem til þarf svo kröfurnar nái fram að ganga,“ sagði Halldór Björnsson. Kjaraviðræðum Starfsgreina- sambandsins og ríkisins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en afar fátítt er ef ekki einsdæmi að deilum sé vísað til sáttasemj- ara áður en eiginlegar viðræður hefjast. Fyrsti sáttafundur hefur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. the@frettabladid.is „menn setja ekki fram svona kröfur nema þeir ætli að fylgja þeim fast eftir. Það hyggjumst við gera. Grænn kostur Hagkaupa: Söluhæsta bókin NEYTENDUR Bókin Grænn kostur Hag- kaupa eftir Sólveigu Eiríksdóttur hefur selst í yfir 10.000 eintökum í verslunum Hagkaupa. Þessi söluár- angur setur bókina Grænan kost Hagkaupa í fyrsta sæti á sölulista yfir allar bækur á Íslandi fyrir þessi jól. Einhverra hluta vegna er fram- angreind bók ekki á „metsölulist- um“, sem birtir eru í fjölmiðlum, þrátt fyrir að vera ótvírætt mest selda bókin. „Athyglisvert er að í kjölfar sölu- árangurs á bókinni Grænum kosti Hagkaupa, hefur sala á ávöxtum og grænmeti aukist verulega í verslun- um Hagkaupa, eða um allt að 15- 20%,“ segir í fréttatilkynningu. ■ Framkvæmdastjóri Nató: Robertson hættir BRUSSEL, AP George Robertson lá- varður lét af embætti fram- kvæmdastjóra Nató í gær. Arftaki Robertsons, Jaap de Hoop Scheffer, fyrrum utanríkisráðherra Hollands, tekur til starfa 5. janúar. Robertson hóf störf hjá Nató í ágúst 1999 eftir að hafa gegnt emb- ætti varnarmálaráðherra Breta í ríkisstjórn Tonys Blair. Eftir fjögur viðburðarík ár hjá samtökunum hefur hann ákveðið að venda kvæði sínu í kross og taka að sér starf að- stoðarstjórnarformanns hjá fjar- skiptafyrirtækinu Cable & Wireless PLC. ■ ROBERTSON KVEÐUR Robertson lávarður veifar til blaðamanna. ÞJÓÐIN ÁHYGGJUFULL Starfsmenn Hoping-sjúkrahússins í Tapei hafa nóg að gera við að svara símhringingum frá áhyggjufullum Taívönum eftir að starfsmaður á rannsóknarstofu greindist með bráðalungnabólgu. Kjarakröfurnar tvöfaldaðar Endurskoðun kröfugerða Flóabandalagsins og Starfsgreina- sambandsins jafngildir 5,5% kauphækkun á ári eða 22% á fjögurra ára samningstíma. BREYTING Á FRAMLÖGÐUM KRÖFUM: • Lágmarksávinnsla lífeyris hækki úr 1,4% í 1,90% á ári, • Eftirlaun við 60 ára aldur í stað 67 ára • Launagreiðandi ábyrgist lámarkslífeyrisréttindi Singapúr setur sjötíu manns í sóttkví vegna HABL: Starfsmaður á rann- sóknarstofu smitaðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.