Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 18. desember 2003
BetweenSheets for men
Hann hefur alltaf blundað ímér svolítið rokkarinn,“ segir
Kristján Jóhannsson óperusöngv-
ari, sem í kvöld ætlar að taka
lagið með Siggu Beinteins í Hall-
grímskirkju. Á laugardaginn ætla
þau svo að endurtaka leikinn í
Smáralind.
„Ég verð líka að segja að þetta
dægurlagafólk og rokkarar eru
miklu skemmtilegra fólk en óp-
erufólk yfirleitt. Það tekur sig
ekki eins hátíðlega og óperufólk-
ið. Ég hef löngum verið svarti
sauðurinn í þeirri hjörð því ég hef
ekki tekið mig eins hátíðlega og
flestir.“
Kristján er þessa dagana ein-
nig að ljúka gerð nýrrar plötu með
dægurlögum sem væntanlega
kemur út í apríl eða maí.
„Níu af fjórtán lögum eru sam-
in upp í kjaftinn á mér,“ segir
Kristján. „Það er ítalskur vinur
minn, hann Franco Fasano, sem
semur fjögur þeirra og flesta
textana líka.“
Tvö lög eftir Gunnar Þórðar-
son verða einnig á plötunni með
nýjum enskum textum eftir Pétur
Knútsson. Þannig að Kristján er
greinilega að koma sér smám
saman yfir í dægurlagabransann.
Hann segir dagskrá tónleik-
anna í Hallgrímskirkju í kvöld
reyndar verða heldur hátíðlegra
en í Smáralind á laugardaginn.
„Við lítum á tónleikana í
Smáralindinni meira sem fjöl-
skylduhátíð. Við Sigga syngjum
meira saman þar og ég verð með
fjögur rokklög sem ég syng ekki í
kirkjunni, og svo fannst mér held-
ur ekki viðeigandi að syngja Fað-
irvorið í Smáralindinni.“
Kristján segir miðasölu hafa
gengið óskaplega vel. Allt stefni
líka í að þau fari með þessa dag-
skrá norður í land og flytji hana í
Akureyrarkirkju tvisvar milli jóla
og nýárs.
„Þetta er líka afspyrnu gott
málefni því þetta er til styrktar
krabbameinssjúkum börnum,“
segir Kristján. ■
■ TÓNLEIKAR
„Í mér blundar rokkari“
TVEIR HÖRKU ROKKARAR
Kristján Jóhannsson og Sigríður Beinteinsdóttir syngja saman í Hallgrímskirkju í kvöld.
Á myndinni er einnig Ólafur Magnússon sem skipuleggur tónleikana.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
(A
LD
A
LÓ
A