Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 18. desember 2003 BetweenSheets for men Hann hefur alltaf blundað ímér svolítið rokkarinn,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngv- ari, sem í kvöld ætlar að taka lagið með Siggu Beinteins í Hall- grímskirkju. Á laugardaginn ætla þau svo að endurtaka leikinn í Smáralind. „Ég verð líka að segja að þetta dægurlagafólk og rokkarar eru miklu skemmtilegra fólk en óp- erufólk yfirleitt. Það tekur sig ekki eins hátíðlega og óperufólk- ið. Ég hef löngum verið svarti sauðurinn í þeirri hjörð því ég hef ekki tekið mig eins hátíðlega og flestir.“ Kristján er þessa dagana ein- nig að ljúka gerð nýrrar plötu með dægurlögum sem væntanlega kemur út í apríl eða maí. „Níu af fjórtán lögum eru sam- in upp í kjaftinn á mér,“ segir Kristján. „Það er ítalskur vinur minn, hann Franco Fasano, sem semur fjögur þeirra og flesta textana líka.“ Tvö lög eftir Gunnar Þórðar- son verða einnig á plötunni með nýjum enskum textum eftir Pétur Knútsson. Þannig að Kristján er greinilega að koma sér smám saman yfir í dægurlagabransann. Hann segir dagskrá tónleik- anna í Hallgrímskirkju í kvöld reyndar verða heldur hátíðlegra en í Smáralind á laugardaginn. „Við lítum á tónleikana í Smáralindinni meira sem fjöl- skylduhátíð. Við Sigga syngjum meira saman þar og ég verð með fjögur rokklög sem ég syng ekki í kirkjunni, og svo fannst mér held- ur ekki viðeigandi að syngja Fað- irvorið í Smáralindinni.“ Kristján segir miðasölu hafa gengið óskaplega vel. Allt stefni líka í að þau fari með þessa dag- skrá norður í land og flytji hana í Akureyrarkirkju tvisvar milli jóla og nýárs. „Þetta er líka afspyrnu gott málefni því þetta er til styrktar krabbameinssjúkum börnum,“ segir Kristján. ■ ■ TÓNLEIKAR „Í mér blundar rokkari“ TVEIR HÖRKU ROKKARAR Kristján Jóhannsson og Sigríður Beinteinsdóttir syngja saman í Hallgrímskirkju í kvöld. Á myndinni er einnig Ólafur Magnússon sem skipuleggur tónleikana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ (A LD A LÓ A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.