Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.01.2004, Qupperneq 4
4 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Hefur þú áhyggjur af gróðurhúsa- áhrifum? Spurning dagsins í dag: Hvernig mun ganga hjá Íslendingum á EM í handknattleik? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 38,5% 61,5% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is SJÁVARÚTVEGUR „Ákvörðun mín er þaulhugsuð eftir að hafa verið í 10 ár í krefjandi starfi,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, for- stjóri sjávarútvegsrisans SÍF, sem hefur óvænt sagt starfi sínu lausu. Gunnar Örn segir að legið hafi fyrir, frá því hann hóf störf, að hann myndi aðeins starfa hjá SÍF í sex til átta ár. Í gær hélt Gunnar starfs- mannafund vegna fréttar DV um að hann hefði sofið á meðan 80 milljóna fjárdráttur hjá Trygg- ingasjóði lækna átti sér stað. Í framhaldi fundarins sendi hann frá sér yfirlýsingu: „Á forsíðu DV í dag er slegið upp með risavöxnu letri frétt blaðsins um málefni Trygginga- sjóðs lækna og meintan fjárdrátt framkvæmdastjóra hans. Er helst á uppslættinum að skilja, að ég undirritaður hafi átt þar hlut að máli og sé nú að segja af mér starfi mínu sem forstjóri SÍF vegna þess. Er komist svo smekklega að orði um þetta, að ég segi af mér „í skugga millj- ónasvika“. Má jafnvel skilja fréttaflutning blaðsins svo, að ég hafi verið einhvers konar þátt- takandi í hinum meinta fjár- drætti. Allur áburður um slíkt er að sjálfsögðu alger fjarstæða. Í tilefni af þessu tek ég fram að milli þessara tveggja mála eru engin tengsl. Uppsögn mín úr forstjórastarfinu tengist þessu máli ekki að nokkru leyti...,“ seg- ir í yfirlýsingunni. Gunnar Örn hefur gert starfs- lokasamning við SÍF sem kveður á um að hann haldi launum þar til í ágúst 2007. ■ EFNAHAGSMÁL Markaðsverðmæti fimm stærstu fyrirtækja í Úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands hefur hækkað um tæplega 190 millj- arða. Þetta er meiri verðmætasköp- un en sem nemur áætlaðri heild- arfjárfestingu í virkjun og álveri á Austurlandi, en að sögn Bene- dikts Þórs Valssonar, hagfræðings hjá fjármálaráðuneytinu, gera nýjustu áætlanir ráð fyrir að kostnaður við virkjanir að Kára- hnjúkum verði 90–95 milljarðar króna og að framkvæmdir vegna álversins sjálfs nemi um 85–90 milljörðum. Alls nemur fjárfest- ingin fyrir austan því um 180 milljörðum króna. Samanlögð verðmæti stærstu fyrirtækjanna fimm, og þeirra fé- laga sem síðan hafa sameinast þeim, voru 217 milljarðar króna í lok viðskipta 20. janúar 2003 en voru 405 milljarðar eftir lok markaðar 20. janúar 2004. „Á árinu 2003 hækkaði heildar- markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöll Íslands úr 528 í 659 milljarða,“ segir Sigþór Jónsson hjá greiningardeild KB-banka. Hann bendir á að hækkanirnar hafi haldið áfram á miklum krafti á fyrstu vikum þessa árs. „Á þessu ári hefur hækkunin haldið áfram af krafti. KB-banki er búinn að hækka um 15,6 millj- arða það sem af er þessu ári og hin stærstu fyrirtækin um fjóra til sex milljarða,“ segir hann. „Aukning markaðsvirðis á þessum fimm fyrirtækjum jafn- gildir tæpum fjórðungi af áætl- aðri landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar á síðasta ári og tæp- lega 70% af fjárlögum ríkisins. Þetta gefur ágæta mynd af þeirri gríðarlegu hækkun sem orðið hef- ur á markaðinum og til þess að setja þetta í samhengi sem allir ættu að skilja þá nemur eigna- myndun þessara fimm félaga á tímabilinu tæplega 650 þúsund krónum á hvern Íslending,“ segir Sigþór. Stærstur hluti hækkunarinnar er vegna Pharmaco, sem hefur hækkaði um 88 milljarða frá 20. janúar 2003 til 20. janúar 2004, KB-banki hefur hækkað um tæp- lega 60 milljarða, Landsbankinn um ríflega 25 milljarða og Ís- landsbanki um tæpa tíu milljarða. Þá hefur Eimskip hækkað um ríf- lega 5,5 milljarða á þessu tímabili en öll sú hækkun hefur komið fram á fyrstu mánuðum þessa árs. thkjart@frettabladid.is Flutningaskipið Svanur: Skipið er óskemmt SJÓSLYS Flutningaskipið Svanur náðist á flot klukkan hálf fimm í gærmorgun eftir að það strandaði við Grundartanga á miðvikudags- kvöld. Tveir dráttarbátar frá Akranesi náðu skipinu á flot og komu því upp við bryggju. Kafar- ar skoðuðu botn skipsins og reyndist það óskemmt. Ákveðið var að halda áætlun skipsins. Klárað var að lesta skipið með áli og hélt það á brott seinnipartinn í gær. Lögreglan í Borgarnesi segir líklegt að um mannleg mistök hafi verið að ræða þegar skipið strand- aði. Skipstjórinn hafi ætlað að taka bakborðsbeygju og stýrt skipinu of nærri landi. ■ KÓPAVOGUR Minnihlutinn deilir á vinnu við samningu menningarstefnu Kópavogs. Menningarstefna Kópavogsbæjar: Segja stefnu vera afrit SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þetta eru ekki vinnubrögð sem við viljum taka þátt í. Við viljum ekki leggja nafn okkar við plagg sem er svona til komið,“ segir Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi, og furðar sig á plaggi sem var lagt fyrir lista- og menn- ingarráð. Í fundargerð er plaggið sagt tillaga að menningarstefnu Kópa- vogs. Við athugun kom í ljós að flest atriði plaggsins er að finna nokkurn veginn orðrétt í menn- ingarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var fyrir tveimur árum. Sigurrós Þorgrímsdóttir, for- maður lista- og menningarráðs, segir að plaggið hafi verið unnið fyrir nefndina úti í bæ. Síðar hafi komið í ljós að það væri að mestu menningarstefna Reykjavíkur- borgar og klúður að mál skyldu æxlast svona. ■ NÝ NÁMSGREIN Forsvarsmenn Singapore Management University telja að það geti komið sér vel fyrir nemendurna að læra undirstöðuatriði í golfi. Golf er ný námsgrein: Eykur sam- skiptahæfni SINGAPÚR, AP Viðskiptaháskóli í Singapúr hefur ákveðið að bjóða nemendum sínum upp á kennslu í golfi og siglingum til að auka sam- skiptahæfni þeirra og opna fyrir þeim mikilvæga leið til að mynda tengsl í viðskiptalífinu að námi loknu. Um 200 manns hafa skráð sig til þátttöku í golfnámskeiði sem hefst í febrúar. Áætlað er að allir nemendur skólans, sem eru um 2.200 talsins, læri annaðhvort golf eða siglingar áður en þeir útskrif- ast. Singapore Management Uni- versity var stofnaður árið 2000 að fyrirmynd eins af virtustu við- skipaháskólum Bandaríkjanna. ■ Olíustöðvar á höfuðborgarsvæðinu: Engin hækk- un á bensíni NEYTENDUR Verð á 95 oktan bensíni í sjálfsafgreiðslu á olíustöðvum á höfuðborgarsvæðinu helst óbreytt eftir að olíufélögin þrjú, Esso, Skeljungur og Olís lækkuðu öll verðið fyrir síðustu helgi. Gef- inn er sami afsláttur hjá öllum ol- íufélögunum, sjö krónur og tutt- ugu aurar á lítranum af bensíni og níu krónur og níutíu aura á lítran- um af dísilolíu. Óbreytt verð er á sjálfs- afgreiðslustöðvum. Ódýrasti bens- ínlítrinn er sem fyrr hjá Orkunni. Samkvæmt upplýsingum frá Atl- antsolíu er von á nýrri sendingu af bensíni nú um mánaðamótin. BENSÍNVERÐ Á SJÁLFSAFGREIÐSLUSTÖÐUM Bensín Dísilolía Atlantsolía Uppselt 35,00 Esso Express 92,50 34,90 Orkan 92,40 34,80 ÓB 92,50 34,90 Esso 93,70 35,90 Olís 93,70 35,90 Shell 93,70 35,90 MENNTUN „Samdráttur í kennslu og vísindastörfum á Landspítala- háskólasjúkrahúsi þýðir óhjá- kvæmilega að nemendum heil- brigðisstétta, sem koma hingað til kennslu og þjálfunar verður minna sinnt heldur en áður,“ segir Gísli Einarsson, framkvæmda- stjóri kennslu, vísinda og þróunar við Landspítalann. Gísli sagði að fjárhagsumhverfi Háskólans byggði á samningi við menntamálaráðuneytið. Í því reiknilíkani sem notað væri, hefði sá hluti sem tæki til klínískrar kennslu heilbrigðisvísindagreina, aldrei verið reiknaður inn. „Ef þessi hluti væri reiknaður inn, þá ættum við að vera með um 800 milljónir inni í spítalanum fyrir þá nema sem koma árlega til kennslu og þjálfunar,“ sagði Gísli. „En spítalinn fær ekki krónu úr menntageiranum, því þetta hefur aldrei verið skilgreint og reiknað inn í dæmið. Þær 2-300 milljónir sem hann fær koma úr heilbrigð- isgeiranum.“ Á Landspítalanum fá um 600 nemendur heilbrigðisstétta kennslu og þjálfun árlega. Gísli sagði að samdrátturinn myndi ekki verða til þess að fjöldinn yrði skorinn niður, heldur kæmi hann fram í því að nemendum yrði minna sinnt. ■ LANDSPÍTALINN Klínísk kennsla ekki reiknuð inn. Landspítalinn segist eiga inni 800 milljónir vegna kennslu og þjálfunar: Nemendum minna sinnt en áður SIGÞÓR JÓNSSON Bendir á að verðmætaaukning stærstu fyrirtækja jafngildi næstum fjórðungi landsframleiðslu. Sóriðjan minni en Kauphallargróði Fimm stærstu félögin í Kauphöllinni hafa vaxið að verðmæti um tæp- lega 190 milljarða á einu ári. Þetta er meiri verðmætaaukning en sem nemur öllum fjárfestingum vegna virkjunar og stóriðju á Austurlandi. Verð 20. jan 2004 Verð 20. jan 2003 Pha rm aco Eim ski p 132 114,5 71,4 49,5 37,5 31,924,4 61,755,4 43,9 Lan dsb an ki Ísla nd sba nki KB ba nki ÞRÓUN Á MARKAÐSVERÐMÆTI STÆRSTU FYRIRTÆKJANNA VERÐMÆTI 5 STÆRSTU* FYRIR- TÆKJA Í ÚRVALSVÍSITÖLU KAUPHALLAR ÍSLANDS Markaðsverðmæti í milljörðum króna Heimild: KB-banki Markaðsverðmæti í milljörðum króna * Þau fimm sem nú eru stærst að teknu tilliti til sameninga og breytinga á hlutafé. Heimild: KB-banki 160,3 405 3.1. 2003 20.1. 2004 Gunnar Örn Kristjánsson, fráfarandi forstjóri SÍF: Segir uppsögn sína ótengda læknasjóði GUNNAR ÖRN KRISTJÁNSSON Sleppir á næstunni stjórnar- taumunum hjá SÍF. ■ Lögreglufréttir ÖLVUNARAKSTUR Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur, við reglubundið eftirlit, á Egilsstöðum í fyrrinótt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.