Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 12

Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 12
12 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR BARNAÞRÆLKUN Í byrjun 21. aldar viðgengst barnaþrælkun ennþá á ýmsum stöðum í heiminum, eins og þessi mynd frá Bangladesh sýnir, en pollinn vinnur við að hræra í gúmmítunnu í blöðruverksmiðju. ÞORRAMATUR Misjafn er smekkur manna þegar kemur að þorramat. Í könnun sem PricewaterhouseCoop- ers lagði fyrir 1.200 Íslendinga árið 1999 kom í ljós að hákarl, sviðasulta og hangikjöt var langvinsælasti þorramaturinn. Þá kom í ljós að fleiri karlar en konur borða þorra- mat og að landsbyggðarfólk borðar þorramat í ríkari mæli en höfuð- borgarbúar. Fréttablaðið lagði leið sína á Hrafnistu í Reykjavík og spurði nokkra íbúa hvaða þorramat þeim þætti bestur. Örn Sveinsson: Hvalurinn bestur „Mér þykir hvalurinn bestur en hann er víst ekki á boðstólum um þessar mundir. Í staðinn læt ég mér nægja svið, og súran blóðmör og lifrarpylsu.“ Í kvöld er haldið þorrablót á Hrafnistu. Örn segist ekki ætla að láta sig vanta. „Ég er búinn að bora þorramat síðan ég var drengur. Eftir að ég varð einn nældi ég mér í þorrabakka til að halda í hefð- ina. Þá er ómissandi hákarl og brennivín.“ Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson: Vill þorramatinn þokkalega súran „Mér þykir yfirleitt allur þorramaður góð- ur sé hann þokkalega súr. En ég sakna þess að fá ekki rengi. Þetta var gæðamatur.“ Eyjólf- ur segist vera allra landshorna kvik- indi. „Ég er fæddur í Hafnarfirði og var á sjónum í tuttugu ár. Þá fluttist ég norður í Húna- vatnssýslu og bjó þar í fimmtán ár. Þaðan fluttist ég á Hvammstanga þar sem ég bjó næstu tuttugu árin. Í dag er ég fluttur suður á mölina. Ólík búseta hamlaði mér ekki frá því að leggja mér þorramat til munns, síður en svo.“ Herbert Ólafsson: Alinn upp á súrmeti „Það má segja að ég sé alinn upp á þorramat og geri ekki upp á milli hvað mér þykir best. Móðir mín útbjó allan súrmat fyrir heimilið. Hún setti í súr á haustin og síðan var étið upp úr tunnunum yfir veturinn.“ Herbert er fæddur á Gjögri í Árneshreppi og er ný- búinn að vera á þorrablóti Stranda- manna. „Ég saknaði þess að hvalur var ekki á boðstólum.“ Guðrún Elíasdóttir: Súrhvalur bestur Guðrún er Vestfirð- ingur, alin upp í Þingeyjarsýslu. „Þorramatur þekkt- ist á mínu heimili og sáu fósturfor- eldrar mínir um að súrsa. Mér finnst súrhvalur bestur og súrt slátur þykir mér gott.“ Guðrún segir ómissandi að borða þorramat að minnsta kosti einu sinni á ári. ■ Guðfaðir þorrablótanna Bóndadagurinn markar upphaf þorrans. Árið 1956 hóf Halldór S. Gröndal að bjóða viðskiptavinum sínum upp á íslenskan mat framreiddan í trogum. Það er því eflaust óhætt að kalla hann guðföður nútíma þorrablóta. BÓNDADAGUR Bóndadagurinn er í dag og markar hann upphaf þorr- ans. Fyrir miðja síðustu öld var þorramatur torfenginn. Það var helst að þeir sem tilheyrðu átt- hagafélagum gætu nálgast hann. Árið 1956 varð breyting á þessu. Hin hefðbundnu þorrablót, sem nútímafólk þekkir, á rætur sínar að rekja til Halldórs S. Gröndal, þáverandi veitingamanns í Naustinu. Fyrir tæpum fimmtíu árum tók hann upp á þeirri ný- breytni að bjóða viðskiptavinum sínum upp á íslenskan mat sem framreiddur var í trogum. „Um áramótin 1956 var ekk- ert að gera í Naustinu og mig vantaði góða hugmynd,“ segir Halldór. „Um þetta leyti var ég að lesa bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili um íslenska þjóð- hætti þegar ég kom niður á lýs- ingu hans á þorramat. Þar sagði frá því hvaða matur þetta væri og í bókinni voru myndir af trog- um. Í kjölfarið ákvað ég að hitta Kristján Eldjárn, sem þá var þjóðminjavörður, og bar ég þá hugmynd undir hann að bjóða upp á þorramat. Hann tók hug- myndinni afskaplega vel og leiddi mig niður í kjallara þar sem hann sýndi mér nokkur trog. Síðan lánaði hann mér trog, sem voru geirnegld, og sagði mér að smíða nokkur stykki og safna saman þorramat.“ Að sögn Halldórs var ekki auðvelt að nálgast þorramat á þessum árum. „Ég fór til Þorbjörns í Kjöt- búðinni Borg á Laugavegi og hann hjálpaði mér fyrstu árin að safna saman mat. Þá leitaði ég fanga hjá afabróður mínum í Hnífsdal sem skaffaði mér há- karl. Guðbrandur Magnússon hjá ÁTVR útvegaði mér síðan eldgamalt brennivín frá 1930. Svo var farið af stað.“ Halldór segir þorrablótið á Naustinu strax hafa slegið í gegn og húsið ávallt sneisafullt af fólki. Viðurkenning fyrir frumkvæði Árið 2001 fékk Halldór óvænta viðurkenningu frá Guðna Ágústs- syni landbúnaðarráðherra. Í hófi sem bændur héldu við upphaf árs- fundar kallaði Guðni Halldór til sín upp í pontu og las fyrir hann upp úr skjali þar sem honum var þakkað fyrir það frumkvæði að hefja þorramatinn á ný til vegs og virðingar, jafnt hérlendis sem er- lendis. „Frumkvæði þitt færir bænd- um og afurðastöðvum miklar tekjur og skapar ófá störf við úr- vinnslu, sölu og framleiðslu,“ segir í skjalinu. Halldór segist afar kátur með þessa viðurkenningu sem jafn- framt sé sú eina sem hann hafi hlotið. Hann segist sjálfur alltaf þreyja þorrann. „Þeir í Naustinu sendu mér alltaf trog á bóndadaginn og kölluðu það höfundarlaun. Nú er víst búið að loka blessaða Naustinu. Mér finnst það synd því staðurinn hefði orðið 50 ára í haust.“ Aðspurður taldi Halldór ólíklegt að hann fengi trog ann- ars staðar frá. Drottinn hafði betur Halldór starfaði sem prestur í aldarfjórðung, lengst af sem sóknarprestur í Grensássókn. En hvað olli því að veitingahúsa- maður settist á skólabekk og fór að læra guðfræði? „Ég varð fyrir mikilli köllun á miðjum aldri að verða prestur og eignaðist lifandi trú. Ég barð- ist á móti þessu í tvö ár, en Drott- inn hafði betur.“ Halldór lét af störfum árið 1997 þá sjötugur að aldri. kolbrun@frettabladid.is Amtsbókasafnið: Lokað í mánuð AKUREYRI Amtsbókasafninu á Akur- eyri verður lokað 1. febrúar næst- komandi vegna lokaáfanga við end- urbætur á húsnæði þess. Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir að aðstaðan í nýju Amtsbóka- safni verði öll til fyrirmyndar. Um leið eru bæjarbúar beðnir að sýna um- burðarlyndi vegna lokunarinnar. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þeir sem taka bækur, geisladiska eða myndbönd að láni fram að lokun safnsins um mánaðamótin, þurfa vitaskuld ekki að skila því aftur fyrr en eftir rúman mánuð. Dyr Amtsbókasafnsins á Akur- eyri verða opnaðar aftur gestum og gangandi 6. mars með viðhöfn. ■ LOKA UM MÁNAÐAMÓT Opnar aftur 6. mars. SÉRA HALLDÓR GRÖNDAL Árið 2001 fékk Halldór óvænta viðurkenningu frá Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra. Guðni þakkaði Halldóri fyrir það frumkvæði að hefja þorramatinn á ný til vegs og virðingar, jafnt hérlendis sem erlendis. Þorramatur: Söknuður að súrhval

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.