Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 24
24 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Spænski listmálarinn SalvadorDali lést á sjúkrahúsi í heima- bæ sínum Figueras í Katalóníu á Spáni þann 23. janúar 1989. Dali var 84 ára að aldri en það voru hjarta- og lungnamein sem drógu hann til dauða. Dali var síðasti stórmálarinn úr hreyfingunni sem kenndi sig við súrrealista og var þekktur fyr- ir frumlegar og mátulega sýrðar myndir af draumheimum en hann sótti efnivið sinn vitaskuld mikið í undirmeðvitundina en blandaði oft saman raunveruleikanum og hinu fáránlega. Súrrealistarnir hristu upp í listaheiminum á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar með frumleg- um efnistökum sínum en Dali varð ekki síður þekktur fyrir sér- stæða framkomu sína, útlit og krassandi yfirlýsingar. Þegar Dali lést hafði hann ekki málað í fimm ár vegna hand- skjálfta og taugaveiki en andlegri- og líkamlegri heilsu hans hrakaði jafnt og þétt eftir að eiginkona hans, Gala, féll frá. Jóhann Karl Spánarkonunung- ur minntist Dali með þeim orðum að óviðjafnanleg verk hans yrðu alltaf sérstakur kafli í listasög- unni. Dali var ástríðufullur Spán- verji og ánafnaði spænsku þjóð- inni allar eigur sínar en einkasafn hans og fasteignir voru metin á 6,5 milljarða íslenskra króna. ■ Valgeir Guðjónsson er 52 ára. Guðný Halldórsdóttir er 50 ára. Friðgerður Friðriksdóttir, elliheimilinu Grund, lést miðvikudaginn 21. janúar. Friðrik Ingvarsson frá Vestmannaeyjum, búsettur í Bandaríkjunum, lést laugar- daginn 17. janúar. Guðrún Jónsdóttir, Akurgerði 17, lést mánudaginn 12. janúar. Útförin fór fram í gær. Jónas Jóhannsson, Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 20. janúar. Ólafur Helgi Gestsson, Smyrilshólum 2, Reykjavík, lést þriðjudaginn 20. janúar. Salvör Ebenesersdóttir frá Ísafirði, áður til heimilis að Neshaga 7, Reykjavík, lést miðvikudaginn 21. janúar. Sigmar Guðmundsson, Smyrlahrauni 43, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 20. jan- úar. Sigurður Jónsson, Heiðargerði 21, lést sunnudaginn 11. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. KARÓLÍNA MÓNAKÓPRINSESSA Fæddist á þessum degi árið 1957. 23. janúar ■ Þetta gerðist 1849 Elizabeth Blackwell verður fyrsta konan til þess að hljóta doktors- nafnbót í lækningum. 1932 Franklin D. Roosevelt ríkisstjóri tilkynnir að hann muni sækjast eftir því að verða forsetaefni demókrata. 1950 Ísraelsþing samþykkir tillögu um að Jerúsalem skuli verða höfuð- borg landsins. 1968 Floti Norður-Kóreu yfirtekur bandaríska herskipið Pueblo þar sem áhöfn þess var grunuð um njósnir. 1973 Richard Nixon, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnir að Bandaríkin muni draga sig út úr átökunum í Víetnam. 1978 Terry Kath, gítarleikari rokkhljóm- sveitarinnar Chigaco, deyr af völd- um voðaskots 31 árs að aldri.. SALVADOR DALI Þessi annálaði furðufugl og súrrealisti lést á Spáni á þessum degi árið 1989. Síðasti súrrealistinn LISTAMAÐUR DEYR ■ Súrrealistinn og sérvitringurinn Salvador Dali lést 84 ára að aldri.. 23. janúar 1989 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangaamma Torfhildur Guðlaug Jóhannesdóttir (fædd 12.11.1926) Hlíf 1, Ísafirði andaðist á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 20. janúar. Guðrún Ásgeirsdóttir Guðmunda Ásgeirsdóttir Sigrún Ásgeirsdóttir Ásgeir Jónsson Bóndadagurinn er í dag og þávelur dægurmálaútvarp Rásar 2, samkvæmt venju, kynþokka- fyllsta mann landsins. „Við komumst ekki hjá því,“ segir út- varpskonan Lísa Páls. „Þetta var gert í gamla daga þegar Rásin var að byrja og svo tókum við þetta aft- ur upp þegar Stefán Jón Hafstein stjórnaði hérna í kringum 1989. Ég held einmitt að hann hafi orðið fyr- ir valinu þá og er því sá fyrsti sem var valinn. Hann fór alveg hjá sér.“ Handboltamaðurinn Guðjón Val- ur Sigurðsson var kynþokkafyllst- ur að mati hlustenda Rásar 2 í fyrra. Handbolta landsliðið er í eld- línunni þessa dagana á Evrópumót- inu í Slóveníu og Lísa efast því ekki um að strákarnir hafi nokkra for- gjöf á önnur þokkatröll í dag. „Annars virðist þjóðin gleyma þeim kynþokkafyllstu á milli ára og þeir hverfa jafnan af lista. Það er enginn nema Logi Bergmann Eiðs- son sem hangir alltaf á listanum. Aðrir virðast bara falla í gleymsk- unnar dá, nema smekkur fólks breytist svona hratt.“ Símakosningin hefst klukkan tíu og stendur til rúmlega þrjú en þá eru atkvæði talin og reynt verður að fá sigurvegarann í heimsókn í dægurmálaútvarpið eftir fréttir klukkan fjögur. ■ Kynþokki ■ Rás 2 velur kynþokkafyllsta karl- manninn í dag. Logi Bergmann hefur haft mest úthald í gegnum árin. Hver er mest sexí? 10.30 Dóra S. Hlíðberg, Ofanleiti 25, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 10.30 Helga Guðríður Vilhjálmsdóttir, Albany, Ástralíu, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Birgir Sigurðsson verður jarð- sunginn frá Dalvíkurkirkju. 13.30 Einar Hannes Guðmundsson, Skipholti 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. 13.30 Elín Sveinsdóttir verður jarðsung- in frá Garðakirkju, Álftanesi. 13.30 Guðrún Anna Árnadóttir verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Kristín Þorsteinsdóttir, Skúlagötu 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. 13.30 Lilli Karen Wdowiak verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju. 13.30 Ólafur Valgeir Sverrisson, Víði- hlíð, Grindavík, verður jarðsung- inn frá Grindavíkurkirkju. 15.00 Einar Ingi Guðjónsson, Vestur- bergi 39, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fella- og Hólakirkju. Það verður allt voðalega ró-legt,“ segir Guðmundur Elías Knudsen, dansari hjá Íslenska dansflokknum, sem er þrítugur í dag. Hann slasaðist á frumsýn- ingu söngleiksins Chicago um síð- ustu helgi og óttast var að um brjósklos væri að ræða. Vegna baksins heldur hann sér rólegum. „Jú, þetta er allt að batna,“ seg- ir hann aðspurður um heilsuna. „Ég þarf bara að ná bólgunni nið- ur, sem betur fer var þetta ekki brjósklos. En ég ætla að fresta af- mælisfagnaði fram að næstu helgi. Á morgun ætla ég að borða eitthvað gott með fjölskyldunni. Við ætluðum út að borða, en vegna baksins þurfum við að hætta við það. Ætli við sitjum ekki bara og spilum og kjöftum og höf- um það huggó.“ Guðmundi hefur verið bannað að dansa um þessa helgi vegna meiðsla og hann á því eftir sína frumsýningu á Chicago. „Ég fæ að dansa aftur á föstudaginn í næstu viku, það verður mín frumsýning. Einhverjir úr fjölskyldunni ætla að reyna að koma og sjá því meira að segja mínir nánustu hafa bara séð sýninguna fyrir hlé. Þetta er æðislega skemmtilegt verk og því alveg þess virði að fara og kíkja, jafnvel fyrir þá sem eru ekki mik- ið fyrir söngleiki.“ Þetta er þriðja starfsár Guð- mundar með dansflokknum og hann segir starfstíma dansara vera nokkuð stuttan. „Starfstím- inn rokkar mikið til og frá. Í kringum þrítugt er maður kominn á seinni kantinn. Ef maður heldur þessu við og er duglegur er kannski hægt að vera í þessu fram að fertugu.“ En Guðmundur reiknar ekki með að dansa svo lengi. „Þetta með bakið vakti mig til umhugsunar. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvað ég geri í framtíðinni en maður verður að fara að hugsa um það. Ég er að vonast til að fá hugljómun.“ ■ Fyrir tveimur árum síð-an vorum við með raksturskeppni og settum Íslandsmet í rakstri. Þá rökuðum við 149 á einum degi, þannig að við þurfum ekki að setja met aftur,“ segir Torfi Geirmundsson, rakari á Hárhorninu við Hlemm. Í tilefni bónda- dagsins munu þeir á Hár- horninu bjóða upp á frían rakstur á kl. 13–18 og veita um leið ráðleggingar um góðan rakstur. „Í dag ætlum við að leggja áherslu á að við- skiptavinir fái þekkingu á rakstri. Þetta verður dek- urdagur og við þurfum ekki að flýta okkur. Síðast gátum við ekki einbeitt okkur að viðskiptavininum vegna þess að við stefnd- um að því að raka svo marga. Það er staðreynd að margir drengir vita lít- ið um hvernig á að raka sig meðal annars vegna þess fleiri alast upp hjá einstæðum mæðrum og sjá aldrei mann raka sig. Þetta er því kær- komið tækifæri fyrir þá til þess að læra rakstur.“ Það er mikil kúnst að raka sig rétt og segir Torfi að þeir hafi myndir sem sýni hvernig rakst- ursleiðir eiga að vera. „Flestir sem raka sig rangt raka á móti rótinni en það verður að raka eft- ir því sem rótin liggur. Ef rakað er á móti rót getur það blóðgað og myndast bólur á hálsi þegar rótin vex inn í hann. Það er minna um önnur vandamál eftir því sem hreinlæti hefur aukist.“ ■ Rakstur ■ Torfi rakari býður karlmönnum ókeypis rakstur í dag. Kjörið tækifæri fyrir unga menn að læra réttu handtökin. Afmæli GUÐMUNDUR ELÍAS KNUDSEN ■ er 30 ára Hans nánustu hafa bara séð söngleikinn Chicago fyrir hlé. TORFI GEIRMUNDSSON Rakar ekki lengur með hníf enda banna hreinlætis- reglur slíkt. Nú nota rakarar einnota verkfæri en í gamla daga þótti sá slyngasti rakarinn sem brýndi hnífinn sinn best. Ókeypis rakstur á bóndadegi Slegið á frest um viku GUÐMUNDUR ELÍAS KNUDSEN Slasaðist á frumsýningu söng- leiksins Chicago. Hans frum- sýning verður á föstudaginn eftir viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T LÍSA PÁLS Vill ekki nefna neinn sem hún telur standa upp úr þegar kemur að kynþokka. „Ég held mig bara til baka og laumast svo inn og gef kallinum mitt atkvæði.“ Steinn í heimsókn Nú um helgina verða gesta-sýningar á litla sviði Borgarleikhússins á einleikn- um Steinn Steinarr. Verkið sem er samið af leikaranum Elfari Loga Hannessyni og leikstjóranum Guðjóni Sig- valdasyni og fjallar um ævi skáldsins. Textinn er allur eftir Stein sjálfan og tekinn úr ljóðum hans og tilsvörum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.