Fréttablaðið - 23.01.2004, Síða 54

Fréttablaðið - 23.01.2004, Síða 54
Ólafur Gunnarsson hlaut í gærÍslensku bókmenntaverðlaun- in í flokki fagurbókmennta fyrir Öxina og jörðina en Guðjón Frið- riksson var verðlaunaður í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir verkið Jón Sigurðsson - Ævi- saga II. Það kom fæstum á óvart að Ólafur fengi verðlaunin fyrir Öx- ina og jörðina og flestir höfðu fyr- irfram veðjað á þessa niðurstöðu. Ólafur tók gleðifréttinni af sinni alkunnu ró en sagði þó að það væri afskaplega gaman að fá verðlaun. „Það er ekki hægt að ljúga neinu um það.“ Guðjón átti alls ekki von á að hljóta verðlaunin að þessu sinni enda hefur hann fengið þau tvisvar áður en árið 1991 hlaut hann þau fyrir bókina Saga Reykjavíkur - bærinn vaknar og árið 1997 fyrir fyrsta bindi ævi- sögu Einars Benediktssonar. „Ég gældi ekki einu sinni við hugmyndina um að vinna. Maður gerir það nú yfirleitt þegar maður er tilnefndur en að þessu sinni hvarflaði það ekki að mér,“ sagði Guðjón eftir að hann hafði tekið við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Það kom viðstöddum nokkuð á óvart að Guðjón skyldi hreppa hnossið í þriðja sinn en almennt var talið að Saga Reykjavíkur – í þúsund ár, 870-1870, fyrri og sein- ni hluti, eftir Þorleif Óskarsson yrði verðlaunuð að þessu sinni. Það var engu að síður almenn ánægja með niðurstöðuna enda Guðjón talinn vel að verðlaunum komið fyrir ævisögu mannsins sem alla jafna er kallaður sómi Ís- lands, sverð þess og skjöldur. Auk bókar Ólafs voru Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson, Skugga-Baldur eftir Sjón, Stormur eftir Einar Kárason og Tvífundnaland eftir Gyrði Elí- asson tilnefndar í flokki fagur- bókmennta. Úr flokki fræðibóka voru auk bókarinnar um Jón Sig- urðsson tilnefnd verkin Að láta lífið rætast eftir Hlín Agnarsdótt- ur, Halldór eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson, Saga Reykja- víkur og Valtýr Stefánsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, eftir Jakob F. Ásgeirsson. Ragnar Arnalds var formaður lokadómnefndar en í henni sátu með honum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Snorri Már Skúla- son. ■ Hrósið 46 23. janúar 2003 FÖSTUDAGUR Þetta kemur fólki raunverulegaekkert við en verður samt að koma fram. Ruth gerði þau leiðu mistök að bera það á borð í æsifréttastíl í tímaritum og dag- blaði að ég hafi arðrænt hana þegar hún var barnastjarna og ber þar með á mig þjófsorð,“ segir Ríkey Ingimundardóttir um raunveruleg- ar ástæður þess að hún eigi erfitt með að fyrirgefa Ruth Reginlads, dóttur sinni, orð sem hún hefur látið falla um sig á prenti. „Þetta er náttúrlega víðs fjarri öllum sannleika og kallar á réttlæt- ingu. Ruth hefur þegar fyrir nokkrum árum reynt að lögsækja mig og krafist endurgreiðslu vegna ímyndaðs arðráns af minni hálfu. Ekki þótti nokkur ástæða til að reka það mál.“ Mál mæðgnanna var til umfjöll- unar í þættinum Fólk á Skjá Einum í vikunni en Ríkey segir að „þar hafi ekki komið nægilega skýrt fram raunveruleg og stærsta ástæða þess að ég er ósátt við Ruth. Auðvitað er gott og nauðsynlegt að geta fyrir- gefið, en að sverta mannorð ann- arra í annarlegum tilgangi er erfitt að fyrirgefa. Ég vissi vel að „ævi- saga“ Ruthar gengi ekki upp frekar en aðrar ævisögur án þess að minnst sé á foreldra og uppruna en kannski var ekki rétt að hafa þetta alveg óritskoðað.“ Ríkey segist gjarnan vilja að bókin nái að þjóna þeim göfuga til- gangi sem Ruth leggur upp með og hefur ekkert á móti bókinni sem slíkri. „Þetta er einstæð bók um lífs- reynslu Ruthar eftir Ruth. Mig vantar bara húmor fyrir rangfærsl- um, ósannindum og skáldskap um sjálfa mig á prenti fyrir alþjóð.“ ■ Deilur RÍKEY INGIMUNDARDÓTTIR ■ telur að það hafi ekki komið nægi- lega skýrt fram í sjónvarpsþætti í vikunni af hverju hún telji sig eiga afsökunar- beiðni inni hjá Ruth Reginalds. Verðlaun ÓLAFUR GUNNARSSON OG GUÐJÓN FRIÐRIKSSON ■ hlutu í gær Íslensku bókmenntaverð- launin. Þetta er í þriðja sinn sem Guðjón hlýtur verðlaunin og hann átti því alls ekki von á þeim að þessu sinni. Rocky ...fær Helgi í Góu fyrir að láta ekkert á sig fá og framleiða 50 tonn af blandi í poka a mánuði. Fréttiraf fólki Hefur ekki húmor fyrir rangfærslum 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 í dag Brjóstin gætu sprungið Eftirlaunaþjófurinn heiðarlegur heimavið Forstjóri SÍF með 84 milljóna starfslokasamning Það eru ekki allir hrifnir afhugsanlegum forsetaframboði Ástþórs Magnússonar og Snorra Ásmundssonar. Meðal þeirra sem líst ekkert á þetta er Ingvi Hrafn Jónsson sem fjallaði um framboð tvímenninganna á Útvarpi Sögu í fyrradag. Þar sagði hann það hneyksli að slíkir menn kæmust í framboð vegna þess eins að 3000 Íslendingar væru það vitlausir að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við þá. „Þeir komast í framboð af því það eru íslensk fífl, 3000 stykki, sem skrifa undir það. Þið, þessi 3000, eigið að skammast ykkar, hundskammast ykkar,“ sagði Ingvi Hrafn áður en hann sneri sér að öðru. RÍKEY INGIMUNDARDÓTTIR „Það er alls ekki minn stíll að standa í erj- um og síst af öllu í fjölmiðlum. Ég vil miklu heldur brosa að lífinu og halda mínu góða skapi og stunda ánægð mína vinnu sem myndlistarkona.“ ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6: 1. 2. 3. Guðbrandur Sigurðsson. Lappi. Keflavík. Lárétt: 1 léttir svefni, 6 karlfugl, 7 í röð, 8 fimmtíu og einn, 9 vitskerti, 10 fataefni, 12 virði, 14 keyra, 15 einkennisstafir, 16 stafur, 17 látbragð, 18 hestur. Lóðrétt: 1 steinn, 2 mannsnafn, 3 félag, 4 ríkidæmi, 5 óreiðu, 9 áköf, B ílát, 13 á golfvelli (þf), 14 hagnað, 17 kind. Lausn. Lárétt: 1vaknar, 6ara,7uú,8li, 9óði,10ull,12met,14aka,15ge,16 ká,17æði,18klár. Lóðrétt: 1vala,2ari,3ka,4auðlegð,5 rúi,9ólm,11skál,13teig,14akk,17ær. Þú getur bara lesið þér til og æft þig! Passaðu þig á mávinum! En hvernig í hlandblautu horngrýti á maður að vita hvað kvenfólk vill í rúminu ef það vill aldrei nein gella koma með manni heim??! Öxin og frelsishetjan unnu ÓLAFUR GUNNARSSON OG GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Bókmenntaverðlaunahafar ársins 2004 fá hvor um sig 750 þúsund krónur og skrautritað verðlaunaskjal og verðlaunagrip, hannaðan af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens, – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.