Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2004, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 07.05.2004, Qupperneq 25
Gamalt og gott ráð til að koma í veg fyrir sterka matarlykt er að láta kerti loga við elda- vélina. Það gleypir súrefnið og þá lykt- ina líka. 3FÖSTUDAGUR 7. maí 2004 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardag 10-14.30 Opið laugardag 10-14.30 Glæný stórlúða og humar í dag. Grillfiskur er okkar fag Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR BAKAR ÍTALSKAR TVÍBÖKUR MEÐ MÖNDLUM. Flestar þjóðir eiga sína tvíböku. Ítalskt biscotti er fádæma gott meðlæti bæði með ekta góðum kaffibolla og er ekki síðra með ilmandi gullnu glasi af víni frá Toskana. Á Ítalíu ku hvert hérað eiga sína gerð af biscotti. Upp- lagt er að hjúpa tvíbökurnar með súkkulaði eða bæta rifnum sítrónuberki í uppskriftina til til- breytingar. Ristið möndlurnar á heitri pönnu og setjið þær svo til hliðar til kælingar. Blandið sykri, hveiti, matarsóda og salti saman í skál. Bætið eggjum, smjöri, dropum og möndlum út í og hrærið með hrærivél þar til deigið loðir vel saman. Best að hræra eins lítið og hægt er. Flytjið deigið á borðflöt þakinn hveiti og hnoðið 1 dl af hveiti saman við deigið. Deigið á að vera pínulítið klístrað. Dustið hendurnar með hveiti og mótið 5 til 6 hleifa sem eru um 4x20 cm að stærð og raðið þeim á vel smurða bökunarplötu. Hafið að minnsta kosti 5 cm á milli hleif- anna þar sem þeir fletjast út við bökun. Bakið í 200 gráðu ofni í um 20 mínútur eða þar til hleif- arnir eru fallega gullnir, takið þá svo út úr ofninum og látið kólna. Skáskerið síðan hvern hleif í um 1,5 cm þykkar kökur raðið þeim á bökunarplötu og bakið aftur í um 10 mínútur. ■ Biscotti ! Rosalega mikið af steinselju - það er málið í matreiðslunni hjá Bergi Þór. 31/2 dl sykur 5 dl hveiti 1/4 tsk. matarsódi 1/4 tsk. salt 150 g möndlur með hýði 4 stór egg 2 msk. smjör 1 tsk. vailludropar 1 tsk. möndludropar 1 dl hveiti til að hnoða með Bergur Þór Ingólfsson: Borðar æðislegan mat á hverjum degi „Ég bý við þau forréttindi að borða æðislegan mat á hverjum degi hjá henni Evu minni,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikari spurður um eft- irlætis hvunndagsmatinn sinn. Hann upplýsir líka að hún Eva hans heiti Eva Vala Guðjónsdóttir. Eftir smá umhugsun og vangaveltur nefnir hann einn rétt sem hann heldur upp á öðrum fremur, það er „Tún- fiskpasta a la Siebenmorgen“. „Siebenmorgen er spánskur kunningi okkar og hann býr til þetta afbragðsgóða pasta,“ segir hann til skýring- ar. En nú verður hann að kalla í Evu til að spyrja betur út í galdurinn við matlagninguna. Jú, það er olía á pönnu og hvítlaukur látinn krauma um stund. Síðan kemur túnfiskur úr dós og rjómi saman við. Þetta er aðeins látið malla og hleypt upp á því með ekta parmesanosti sem rifinn er út í. Spaghettíið er soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum og sósunni hellt yfir. Aðaltrompið er svo hellingur af steinselju sem tætt er yfir diskinn, „Rosalega mikið af steinselju – heilt knippi,“ áréttar Bergur Þór. Í lokin er leikarinn spurður hvort honum hætti ekkert til að þyngjast fyrst hann býr við svona gott fæði upp á hvern dag. Svarið kemur um hæl. „Ég rokka til um svona sex kíló upp og niður á hverju ári eftir því hvað mikið er að gera. Holdafarið ræðst af viðfangsefnunum.“ ■ HÚSRÁÐ:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.