Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 38 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 34 Sjónvarp 40 FÖSTUDAGUR ● vill hjálpa geðsjúkum ▲ SÍÐA 42 Hugarafl Einar Björnsson: ● badminton tvisvar í viku ● hómópatar ▲ SÍÐUR 24–25 heilsa o.fl. Fyrir foreldra og börn Ungbarnasund: LÝSING GULLFOSS Landvernd og Bláskógabyggð halda hádegisfund á Hótel Borg til að ræða hugmyndir sem fram hafa komið um raflýsingu á Gull- fossi. Þátttakendur í pallborði verða með- al annars Árni Bragason, forstöðumaður á Umhverfisstofnun, og Hjörleifur Gutt- ormsson náttúrufræðingur. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ● dagskrá sýningarinnar ● kort af svæðinu Vill íslenskar kökur á hótelin matur 2004 Jón Arelíusson: Fylgir Fréttablaðinu í dag 27. febrúar 2004 – 57. tölublað – 4. árgangur SAMIÐ VIÐ MERCK DeCode hefur gert umfangsmikinn samstarfssamning við lyfjafyrirtækið Merck. Hlutabréf félagsins hækkuðu um fjórðung í gær. Sjá síðu 2 FLEST BÖRNIN HEIMA Tvö börn mættu í leikskólann Álfastein í Hafnarfirði í gær. Fyrr í vikunni voru tvö börn lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af heilahimnu- bólgubakteríu. Sjá síðu 2 GRÆNMETI HÆKKAR Verðkönnun Samkeppnisstofnunar á grænmeti og ávöxtum sýnir að verðið hefur hækkað um allt að 51% frá því fyrir ári. Verðlækkun vegna tollaniðurfellingar árið 2002 hefur gengið til baka. Sjá síðu 4 VILJA SKÓLAGJÖLD Lagadeild Há- skóla Íslands hefur farið fram á það við Háskólaráð að það beiti sér fyrir auknum fjárframlögum eða að skólagjöld verði lögð á nemendur. Sjá síðu 4 MAROKKÓ Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar er þegar farin að búa sig undir heimför. Sveitin kom til Marokkó í fyrradag vegna jarðskjálftans sem reið yfir aðfaranótt þriðju- dags með þeim afleiðingum að tæplega 600 manns létust. Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, segir að stjórnvöld í Marokkó telji ekki nauðsynlegt fyrir alþjóðlegar björgunarsveitir að vera áfram í landinu. Þess vegna hafi sveitir frá Spáni og Austurríki, sem komu til landsins á eftir Íslend- ingunum, þegar haldið heim á leið. Valgeir segir að þó að íslenska sveitin hafi ekki tekið þátt í björg- un á fólki að þessu sinni megi alls ekki telja að ferðin hafi verið til einskis. Sveitin hafi unnið mikil- vægt starf í að kortleggja skjálftasvæðið fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þær upplýsingar verði síðan notaðar til að meta hversu mikið af vistum alþjóðasamfélag- ið þurfi að senda til Marokkó. Íslenska sveitin fór um skjálfa- svæðin í gær í lögreglufylgd vegna óeirða heimamanna. Val- geir segir að íslenska sveitin hafi aldrei verið í hættu, þvert á móti hafi fólk tekið björgunarsveitar- mönnum vel enda beinist mót- mælin fyrst og fremst að stjórn- völdum. Valgeir segist búast við því að íslenska sveitin komi annað hvort heim í dag eða um helgina, svo lengi sem öflugur eftirskjálfti ríði ekki yfir svæðið. Rauði kross Íslands veitti í gær 750 þúsund krónur til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans. ■ 52%74% 2 7 . F E B R Ú A R T I L 4 . M A R S 2 0 0 4birta Sjónvarpsdagskránæstu7daga vikulegt tímarit um fólkið í landinu ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK NR . 8 . 2004 Lára Stefánsdóttir - frumsýning og fæðing í sömu vikunni Fjölmenningar- samfélagið Ísland Jóhanna Vigdís - stjarna á bleiku skýi Besti aldurinn? Persónuleikapróf Verðlaunakrossgáta Villi Naglbítur Kyrrstaða er algjör dauði Villi Naglbítur: ▲ Kyrrstaða er algjör dauði birta ● ballettinn lúna ● fjölmenningarsamfélagið HLÝINDI MJAKAST INN Á LANDIÐ Um hádegi verður orðið frostlaust vestantil og smám saman dregur úr frosti austantil. Stöku skúrir eða slydduél á víð og dreif, síst austantil. Helgin lofar góðu. Sjá síðu 6. Fylgir Fréttablaðinu dag Varnir gegn alnæmi: Apaprótín gegn HIV BOSTON, AP Bandarískir vísinda- menn telja sig hafa gert uppgötvun sem getur auðveld- að mönnum að berj- ast gegn útbreiðslu HIV-veirunnar sem veldur alnæmi. Þeir hafa komist að því að apar geta varist HIV-veirunni og vonast til að hægt sé að þróa meðferð sem gerir kleift að verja mannslíkamann með sama hætti. Prótín sem finnst í öpum kemur í veg fyrir að veiran skipti sér og breiðist út um líkamann. Svipað prótín er að finna í mönnum en það verst veirunni ekki jafn vel. ■ Nýtt símafyrirtæki býður lægri gjöld Samkeppni hefur aukist á símamarkaðnum með tilkomu Margmiðlunar sem þriðja aflsins á markaðnum. Félagið er þegar í fullri samkeppni við Símann og Og Vodafone. Íslenska björgunarsveitin er farin að búa sig undir heimför: Fór um svæðið í lögreglufylgd FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FJARSKIPTI „Með þessu erum við að auka þjónustuna við tugþúsundir viðskiptavina okkar og bjóða öðrum upp á nýjan valkost á símamarkaðn- um. Frá árinu 1999 höfum við verið að þróa fyrirtækið yfir í alhliða fjar- skiptafélag og nú þegar nota um 20 þúsund manns símstöð okkar,“ seg- ir Gestur Gestsson, framkvæmda- stjóri Margmiðlunar. Þjónustufyrirtækið Margmiðlun var stofnað fyrir ellefu árum og er í meirihlutaeigu stofnenda fyrirtæk- isins og starfsmanna. Það hefur boð- ið upp á netþjónustu síðan árið 1995. Fyrirtækið býður nú upp á hefð- bundna símaþjónustu ásamt alhliða netþjónustu. Það notar sams konar símstöðvarbúnað og hin símafyrir- tækin, staðsettan á sömu stöðum, meðal annars í Múlastöð, en Marg- miðlun hóf að veita símaþjónustu í október í fyrra. „Við höfum þegar afgreitt rúm- lega 900 þúsund símtöl í gegnum símstöðina sem þjónar bæði öllu landinu, ásamt símtölum til útlanda, og erum komin með tæplega 300 þúsund klukkustundir af tali,“ segir Gestur. Á heimasíðunni mi.is er hægt að skrá sig í þjónustuna, en ekki þarf að skipta um símanúmer og ekkert kostar að flytja númerið. Einn af mörgum valkostum eru svokallaðir símavinir sem gengur út á að við- komandi fær 5% af símnotkun þeirra sem hann kemur með í við- skipti sem afslátt af eigin síma- reikningi. Margmiðlun rukkar ekki fast mánaðargjald, heldur greiðist það áfram til Símans, sem er eig- andi grunnnetsins. „Við höfum gríðarlega mikla reynslu af rekstri af þessu tagi og byggjum á traustum grunni. Við bjóðum sömu símaþjónustu og gæði og hin símafyrirtækin, en lægstu gjaldskrána,“ segir Kol- beinn Einarsson, markaðsstjóri Margmiðlunar. bryndis@frettabladid.is             GJALDSKRÁ SÍMAFYRIRTÆKJANNA Í FEBRÚAR 2004 Heimasími Margmiðlun Og Vodafone Síminn Upphafsgjald 3,40 3,45 3,55 Mín. gjald - kvöld 0,88 0,89 1,09 Mín. gjald - dagur 1,57 1,59 1,75 Heimasími Margmiðlun Og Vodafone Síminn GSM upphafsgj. 3,40 3,45 3,55 GSM mín.gjald - kvöld 13,69 13,90 14,90 GSM mín.gjald - dagur 13,69 13,90 14,90 APAPRÓTÍN Prótín í öpum ver þá gegn HIV. ÍSLENDINGAR DREIFA HJÁLPARGÖGNUM Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Lands- bjargar hefur unnið að því að kortleggja jarð- skjálftasvæði í Marokkó fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.