Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Kvikmyndir 38
Tónlist 28
Leikhús 28
Myndlist 28
Íþróttir 34
Sjónvarp 40
FÖSTUDAGUR
● vill hjálpa geðsjúkum
▲
SÍÐA 42
Hugarafl
Einar Björnsson:
● badminton tvisvar í viku ● hómópatar
▲
SÍÐUR 24–25
heilsa o.fl.
Fyrir foreldra
og börn
Ungbarnasund:
LÝSING GULLFOSS Landvernd og
Bláskógabyggð halda hádegisfund á
Hótel Borg til að ræða hugmyndir sem
fram hafa komið um raflýsingu á Gull-
fossi. Þátttakendur í pallborði verða með-
al annars Árni Bragason, forstöðumaður
á Umhverfisstofnun, og Hjörleifur Gutt-
ormsson náttúrufræðingur.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
● dagskrá sýningarinnar ● kort af svæðinu
Vill íslenskar
kökur á hótelin
matur 2004
Jón Arelíusson:
Fylgir Fréttablaðinu í dag
27. febrúar 2004 – 57. tölublað – 4. árgangur
SAMIÐ VIÐ MERCK DeCode hefur
gert umfangsmikinn samstarfssamning við
lyfjafyrirtækið Merck. Hlutabréf félagsins
hækkuðu um fjórðung í gær. Sjá síðu 2
FLEST BÖRNIN HEIMA Tvö börn
mættu í leikskólann Álfastein í Hafnarfirði í
gær. Fyrr í vikunni voru tvö börn lögð inn á
sjúkrahús eftir að hafa sýkst af heilahimnu-
bólgubakteríu. Sjá síðu 2
GRÆNMETI HÆKKAR Verðkönnun
Samkeppnisstofnunar á grænmeti og
ávöxtum sýnir að verðið hefur hækkað um
allt að 51% frá því fyrir ári. Verðlækkun
vegna tollaniðurfellingar árið 2002 hefur
gengið til baka. Sjá síðu 4
VILJA SKÓLAGJÖLD Lagadeild Há-
skóla Íslands hefur farið fram á það við
Háskólaráð að það beiti sér fyrir auknum
fjárframlögum eða að skólagjöld verði lögð
á nemendur. Sjá síðu 4
MAROKKÓ Alþjóðabjörgunarsveit
Slysavarnafélagsins Landsbjarg-
ar er þegar farin að búa sig undir
heimför. Sveitin kom til Marokkó í
fyrradag vegna jarðskjálftans
sem reið yfir aðfaranótt þriðju-
dags með þeim afleiðingum að
tæplega 600 manns létust.
Valgeir Elíasson, upplýsinga-
fulltrúi Landsbjargar, segir að
stjórnvöld í Marokkó telji ekki
nauðsynlegt fyrir alþjóðlegar
björgunarsveitir að vera áfram í
landinu. Þess vegna hafi sveitir
frá Spáni og Austurríki, sem
komu til landsins á eftir Íslend-
ingunum, þegar haldið heim á leið.
Valgeir segir að þó að íslenska
sveitin hafi ekki tekið þátt í björg-
un á fólki að þessu sinni megi alls
ekki telja að ferðin hafi verið til
einskis. Sveitin hafi unnið mikil-
vægt starf í að kortleggja
skjálftasvæðið fyrir Sameinuðu
þjóðirnar. Þær upplýsingar verði
síðan notaðar til að meta hversu
mikið af vistum alþjóðasamfélag-
ið þurfi að senda til Marokkó.
Íslenska sveitin fór um skjálfa-
svæðin í gær í lögreglufylgd
vegna óeirða heimamanna. Val-
geir segir að íslenska sveitin hafi
aldrei verið í hættu, þvert á móti
hafi fólk tekið björgunarsveitar-
mönnum vel enda beinist mót-
mælin fyrst og fremst að stjórn-
völdum.
Valgeir segist búast við því að
íslenska sveitin komi annað hvort
heim í dag eða um helgina, svo
lengi sem öflugur eftirskjálfti ríði
ekki yfir svæðið.
Rauði kross Íslands veitti í gær
750 þúsund krónur til styrktar
fórnarlömbum jarðskjálftans. ■
52%74%
2 7 . F E B R Ú A R T I L 4 . M A R S 2 0 0 4birta Sjónvarpsdagskránæstu7daga
vikulegt tímarit um fólkið í landinu
ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK
NR . 8 . 2004
Lára Stefánsdóttir
- frumsýning og fæðing
í sömu vikunni
Fjölmenningar-
samfélagið Ísland
Jóhanna Vigdís
- stjarna á bleiku skýi
Besti aldurinn?
Persónuleikapróf
Verðlaunakrossgáta
Villi Naglbítur
Kyrrstaða
er algjör dauði
Villi Naglbítur:
▲
Kyrrstaða er
algjör dauði
birta
● ballettinn lúna
● fjölmenningarsamfélagið
HLÝINDI MJAKAST INN Á LANDIÐ
Um hádegi verður orðið frostlaust vestantil
og smám saman dregur úr frosti austantil.
Stöku skúrir eða slydduél á víð og dreif, síst
austantil. Helgin lofar góðu. Sjá síðu 6.
Fylgir Fréttablaðinu dag
Varnir gegn alnæmi:
Apaprótín
gegn HIV
BOSTON, AP Bandarískir vísinda-
menn telja sig hafa
gert uppgötvun
sem getur auðveld-
að mönnum að berj-
ast gegn útbreiðslu
HIV-veirunnar sem
veldur alnæmi. Þeir
hafa komist að því
að apar geta varist
HIV-veirunni og
vonast til að hægt
sé að þróa meðferð sem gerir
kleift að verja mannslíkamann
með sama hætti.
Prótín sem finnst í öpum kemur í
veg fyrir að veiran skipti sér og
breiðist út um líkamann. Svipað
prótín er að finna í mönnum en það
verst veirunni ekki jafn vel. ■
Nýtt símafyrirtæki
býður lægri gjöld
Samkeppni hefur aukist á símamarkaðnum með tilkomu Margmiðlunar sem þriðja aflsins á
markaðnum. Félagið er þegar í fullri samkeppni við Símann og Og Vodafone.
Íslenska björgunarsveitin er farin að búa sig undir heimför:
Fór um svæðið í lögreglufylgd
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FJARSKIPTI „Með þessu erum við að
auka þjónustuna við tugþúsundir
viðskiptavina okkar og bjóða öðrum
upp á nýjan valkost á símamarkaðn-
um. Frá árinu 1999 höfum við verið
að þróa fyrirtækið yfir í alhliða fjar-
skiptafélag og nú þegar nota um 20
þúsund manns símstöð okkar,“ seg-
ir Gestur Gestsson, framkvæmda-
stjóri Margmiðlunar.
Þjónustufyrirtækið Margmiðlun
var stofnað fyrir ellefu árum og er í
meirihlutaeigu stofnenda fyrirtæk-
isins og starfsmanna. Það hefur boð-
ið upp á netþjónustu síðan árið 1995.
Fyrirtækið býður nú upp á hefð-
bundna símaþjónustu ásamt alhliða
netþjónustu. Það notar sams konar
símstöðvarbúnað og hin símafyrir-
tækin, staðsettan á sömu stöðum,
meðal annars í Múlastöð, en Marg-
miðlun hóf að veita símaþjónustu í
október í fyrra.
„Við höfum þegar afgreitt rúm-
lega 900 þúsund símtöl í gegnum
símstöðina sem þjónar bæði öllu
landinu, ásamt símtölum til útlanda,
og erum komin með tæplega 300
þúsund klukkustundir af tali,“ segir
Gestur.
Á heimasíðunni mi.is er hægt að
skrá sig í þjónustuna, en ekki þarf
að skipta um símanúmer og ekkert
kostar að flytja númerið. Einn af
mörgum valkostum eru svokallaðir
símavinir sem gengur út á að við-
komandi fær 5% af símnotkun
þeirra sem hann kemur með í við-
skipti sem afslátt af eigin síma-
reikningi. Margmiðlun rukkar ekki
fast mánaðargjald, heldur greiðist
það áfram til Símans, sem er eig-
andi grunnnetsins.
„Við höfum gríðarlega mikla
reynslu af rekstri af þessu tagi og
byggjum á traustum grunni. Við
bjóðum sömu símaþjónustu og
gæði og hin símafyrirtækin, en
lægstu gjaldskrána,“ segir Kol-
beinn Einarsson, markaðsstjóri
Margmiðlunar.
bryndis@frettabladid.is
GJALDSKRÁ SÍMAFYRIRTÆKJANNA Í FEBRÚAR 2004
Heimasími Margmiðlun Og Vodafone Síminn
Upphafsgjald 3,40 3,45 3,55
Mín. gjald - kvöld 0,88 0,89 1,09
Mín. gjald - dagur 1,57 1,59 1,75
Heimasími Margmiðlun Og Vodafone Síminn
GSM upphafsgj. 3,40 3,45 3,55
GSM mín.gjald - kvöld 13,69 13,90 14,90
GSM mín.gjald - dagur 13,69 13,90 14,90
APAPRÓTÍN
Prótín í öpum
ver þá gegn HIV.
ÍSLENDINGAR DREIFA HJÁLPARGÖGNUM
Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar hefur unnið að því að kortleggja jarð-
skjálftasvæði í Marokkó fyrir Sameinuðu þjóðirnar.