Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 48
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Kristinn Sigmundsson bassi
og Jónas Ingimundarson píanóleikari
flytja Vetrarferðina eftir Schubert í Saln-
um, Kópavogi.
23.00 Heiða og Heiðingjarnir og
Post Mortem spila á Grand Rokk.
Ghostigital verður með tónleika á
nýja sviði Borgarleikhússins strax að
loknum flutningi Draugalestar Jóns Atla
Jónassonar.
■ ■ LEIKLIST
14.00 Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir Rapp og rennilása í Ás-
garði, Glæsibæ.
20.00 Draugalestin eftir Jón Atla
Jónasson í Borgarleikhúsinu. Strax að
sýningu lokinni verða Einar Örn og Curv-
er, öðru nafni Ghostigital, með tónleika.
20.00 Meistarinn og Margaríta í
leikgerð Hilmars Jónssonar í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu.
20.00 Þetta er allt að koma eftir
Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasar
Kormáks verður sýnt á stóra sviði Þjóð-
leikhússins.
20.00 In Transit eftir leikhópinn
Thalamus í Borgarleikhúsinu.
20.00 Eldað með Elvis í Loftkast-
alanum.
21.00 5stelpur.com með uppi-
standi, teiknimyndum og sjónvarps-
þáttastemmningu í Austurbæ.
■ ■ SKEMMTANIR
21.00 Náttúruvaktin heldur upp á
eins árs afmæli sitt á Jóni forseta í Að-
alstræti. Náttúruvaktin er samnefnari
fyrir baráttufólk fyrir verndun hálendis-
ins.
22.00 Stefnumót á Borginni með
Rut Reginalds og André Bachmann.
23.00 Rúnar Júlíuson verður með
stórdansleik á Kringlukránni ásamt
rokksveit sinni.
Sixties heldur uppi stuðinu á
Gauknum ásamt Rikka snúð.
Matti X verður á afmælisveislu 22.
Blátt áfram spilar stuðmúsík á
Rauða ljóninu.
Soulsveitin Straumar og Stefán
skemmtir á NASA við Austurvöll.
■ ■ FUNDIR
12.00 Landvernd og Bláskóga-
byggð boð til hádegisfundar á Hótel
Borg til að ræða hugmyndir sem fram
hafa komið um raflýsingu á Gullfossi.
Þátttakendur í pallborði verða m.a. Odd-
ur Hermannsson landslagsarkitekt, Ari
Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og
leiðsögumaður, Árni Bragason for-
stöðumaður á Umhverfisstofnun og
Hjörleifur Guttormsson náttúrufræð-
ingur.
28 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
24 25 26 27 28 29 1
FEBRÚAR
Föstudagur
Íslenski dansflokkurinn frum-sýnir í kvöld tvö dansverk. Ann-
að er eftir Láru Stefánsdóttur,
sem samið hefur fjölda dans-
verka, bæði fyrir Íslenska dans-
flokkinn og aðra. Verk hennar
nefnist Lúna og er samið við tón-
list Hjálmars H. Ragnarssonar,
sem hann samdi fyrir leikritið um
Cyrano der Bergerac.
Léttleiki og fegurð er ríkjandi í
þessu verki, sem Lára segir snú-
ast um „leitina, ástina, þrána, bar-
áttuna, vináttuna og lífið“.
„Þetta verk hefur sterk ein-
kenni höfundar síns,“ segir Guð-
mundur Helgason, einn dansar-
anna, sem oft hefur unnið með
Láru áður. „Hennar húmor kemur
þarna sterkt fram og svo koma
mikið fyrir ákveðnar hreyfingar
sem við dansararnir tengjum
henni.“
Hljómsveitin Rússíbanar leik-
ur tónlist Hjálmars, eins og hún
gerði í leikritinu, en nú hefur
Kristinn H. Árnason tekið við sem
gítarleikari í hljómsveitinni í stað
Einars Kristjáns Einarssonar,
sem lést árið 2002.
Hitt verkið nefnist Æfing í
Paradís og er eftir Stijn Celis, sem
er belgískur og hefur samið fjöl-
mörg dansverk fyrir þekkta dans-
flokka. Þetta er kostulegt verk um
fólk sem er að prófa sig áfram í
tilverunni, sannkölluð veisla fyrir
skynfærin, ekki síður en verk
Láru. Tónlistin í þessu verki er
eftir Schopin.
„Hann Stejn kom hingað í
haust og kenndi okkur verkið að
megninu til, kenndi okkur öll
sporin,“ segir Guðmundur. „Svo
kom hann aftur núna á æfingu á
mánudaginn og hefur verið að fín-
pússa þetta. Hann leggur mikla
natni við alls konar smáatriði í
verkinu og lætur mann vita með
hvaða tilfinningu maður á að gera
hlutina, jafnvel hvað maður á að
vera að hugsa á meðan.“
Guðmundur hefur dansað með
Íslenska dansflokknum frá árinu
1993 og er því meðal reyndustu
dansara flokksins. Aðeins Katrín
Ingvadóttir hefur dansað jafn
lengi með flokknum.
„Ég er svona farinn að sjá fyrir
endann á þessu,“ segir Guðmund-
ur, og bætir því við að hann sé far-
inn að spá í danshöfundanám.
„Ég hugsa að núna gæti verið
síðasta tækifæri til að sjá mig á
sviði.“ ■
Veisla fyrir skynfærin
TÓNLEIKAR
Kór Glerárkirkju Akureyri,
ásamt einsöngvurum og
hljómsveit, heldur tónleika
í Langholtskirkju laugardag
28.02. kl. 15:00.
Flutt verður suður-ameríska
messan Misa Criolla e. Ariel
Ramírez, svo og íslensk þjóðlög,
madrigalar o.fl.
Þá heldur kórinn tónleika
í Hallgrímskirkju sunnudag
29.02. kl. 17:00.
Á efnisskrá er frönsk-rómantísk
tónlist, m.a. sálumessan
Requiem op.48 e. Gabriel Fauré.
Miðasala við innganginn.
Miðaverð kr.1500.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Nánari uppl. á
www.glerarkirkja.is Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram
að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Sími miðasölu: 511 4200
www.opera.is
midasala@opera.is
eftir Mozart
Frumsýning sun. 29. feb. kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
2. sýning fim. 4. mars kl. 20 - LAUS SÆTI
3. sýning lau. 6. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Brúðkaup
Fígarós
Miðasala í í síma 562 9700
www.idno.is
Fös. 27. feb. kl. 20:00 UPPSELT
Lau. 13. mars kl. 20:00 laus sæti
Su. 21. mars kl. 20:00 laus sæti
Menningarmiðstöðin
Gerðuberg
Sími 575 7700 · www.gerduberg.is
Stefnumót við safnara
17. janúar - 29. febrúar
Síðasta sýningarhelgi
Kristinn Alexandersson
sýnir í Félagsstarfi
Á döfinni:
Spaugstofumenn velja verk á
Þetta vil ég sjá!
Opnun 6. mars kl. 14.00
Sýningar eru opnar virka daga kl. 11-19
og kl. 13-17 um helgar
föstudagur 27. mars - örfá sæti laus
laugardagur 28. mars -nokkur sæti laus
fimmtudagur 4. mars - nokkur sæti laus ath.
Leikhúsumræður eftir sýningu
föstudagur 5. mars -
föstudagur 12. mars
laugardagur 13. mars
föstudagur 19. mars
Í PARADÍS Á RAUÐUM KJÓL
Æfing í Paradís og Lúna nefnast verkin sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í Borgarleikhúsinu í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
S
TE
FÁ
N
■ DANSSÝNING