Fréttablaðið - 27.02.2004, Page 37

Fréttablaðið - 27.02.2004, Page 37
Uppáhaldsmaturinn? Þetta ererfið spurning. Mér þykir all- ur matur góður,“ segir Friðrik V. Karlsson, matreiðslumeistari á Friðriki V (lesist fimmta) á Akur- eyri. Eftir smá umhugsun bætir hann við: „Það er auðvitað alltaf tilbreyting að bragða eitthvað sem maður er ekki að fást við sjálfur alla daga. Íslensk kjöt- súpa er til dæmis rosalega góð. Ég held bara að ég nefni hana sem uppáhaldsmat.“ Friðrik hefur rekið veitinga- staðinn Friðrik V í þrjú ár og lagt mikla rækt við spænska og ítals- ka matargerð úr íslensku hrá- efni, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Íslenska eldhúsið á Frið- riki V hefur tekið á sig ferskan blæ Miðjarðarhafsins.“ Á sýningunni Matur 2004 mun hann, í samstarfi við Karl K. Karlsson heildverslun, sýna mat- reiðslu á tapas-réttum og einföld- um ítölskum réttum úr því hrá- efni sem nú er í boði á Íslandi hjá Karli K. Að kvöldi fimmtu- dags hefst síðan sam- starf Humarhússins og Friðriks V, þar sem verður nýstárlegur matseðill í anda Friðriks V sem gengur undir nafninu „Nýtt íslenskt eldhús“. Þar verður einn færasti spænski vínþjónn Spánar, Toni Batet, sem Friðrik hefur kynnst á flakki sínu á Spáni. Matseðill- inn verður frá fimmtudags- kvöldi til sunnudagskvölds. ■ Skemmtilegasta veislan 27. febrúar 2004 15Matur 2004 Lilja Guðrún H. Róbertsdóttir Besta veisla sem ég hef farið í er brúð- kaupsveisla sem ég fór í á nýársdag. Það var gifting í heimahúsi og lítil og heimilisleg kökuveisla á eftir. Mér fannst hún frábær. Ég fíla ekki stórar veislur. Heiðursgesturinn: Byrjaði í uppvaskinu Heiðursgestur hátíðarinnarMatur 2004 er hinn norski snilldarkokkur Charles Tjessem, sigurvegari Bocuse d’Or-keppn- innar í Lyon í Frakklandi í fyrra. Sú keppni er sú virtasta í veröldinni og er haldin annað hvert ár. Tjessem er frá Sandnes og hóf ferilinn í upp- vaskinu á Hótel Sverre 1985. Að kokkanámi loknu starfaði hann meðal annars sem kokkur hjá norsku landhelgisgæslunni og í Barentshafinu og kveðst ekki hafa viljað missa af þeirri reynslu. Síð- an hefur hann numið og starfað víða, mest þó í sínu heimalandi, þar sem hann er meðal annars í kokkalandsliðinu. ■ JÓHANNES NÚMASON Mundar hamarinn um helgina. Keppt í kjötskurði á laugardag: Afraksturinn settur á uppboð Meðal þess sem keppt verður íá sýningunni Matur 2004 verður kjötskurður. Þar munda bitvopnin nemar og sveinar í kjöt- iðnaðarfræðum. Jóhannes Núma- son, kjötiðnaðarmaður hjá Saltvík, heldur utan um þessa keppni sem háð verður á morgun, laugardag. Nemarnir byrja kl. 11 og að sögn Jóhannesar felst verkefni þeirra í því að brytja niður lambsskrokk og gera hann kláran í kjötborð verslunar en mikil leynd hvílir yfir verkefni sveinanna sem byrja keppni kl. 14. „Það á að koma á óvart, bæði þeim og áhorfendum,“ segir Jóhannes. Að keppni lokinni um kl. 15.30 hefst uppboð á kjötinu og allur ágóði rennur til Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Jóhannes bregður sér þá í hlutverk uppboðshaldara og sveiflar fundarhamri Félags ís- lenskra kjötiðnaðarmanna. ■ Friðrik Karlsson, matreiðslumeistari á Friðriki V: Íslensk kjötsúpa best FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SIGURVEGARI Charles Thessem var kátur þegar úr- slit úr Bocuse d’Or voru kunngerð. FRIÐRIK V. KARLSSON Hefur flakkað um Ítalíu og Spán og starfað þar á ýmsum stöðum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.