Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 62
Imbakassinn Hrósið 42 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Allt stefnir í að sumarið verðiblómlegasta tónleikasumar sögunnar hér á Íslandi. Nú þegar hafa fjórar stórsveitir boðað komu sína og fleiri slíkum tilkynningum er lofað á næstu vikum. Nú hefur rapparinn Raekwon the Chef úr Wu-Tang Clan bætt sér í hóp væntanlegra Íslands- vina. Hann mun halda tónleika á Gauki á Stöng 18. mars næstkom- andi. Raekwon gaf nýverið út plöt- una The Lex Diamond Story og er á stuttri tónleikaferð um Evrópu. Það er útvarpsþátturinn Chronic, sem guðfaðir hiphopsins á Íslandi Robbi Chronic sér um, sem flytur inn þennan meistara. Raekwon var með á öllum fjór- um plötum Wu-Tang og er ný sóló- plata hans sú þriðja í röðinni. Sú fyrsta kom út árið 1995. Frumraun hans, Only Built 4 Cuban Linx, er af mörgum talin með betri hiphop-plötum síðasta áratugar. Raekwon kemur hingað ásamt tveimur gestaröppurum og plötu- snúð. Fljótlega skýrist hvaða ís- lensku sveitir fá að hita upp fyrir kappann. Miðinn kostar 2.000 kr. og aldurstakmark verður 18 ár. Tónlist RAEKWON ■ Hefur bæst í hóp þeirra erlendu tón- listarmanna sem boðað hafa komu sína til landsins í sumar. ... fær Arnaldur Indriðason fyrir að taka þýskan bókamarkað með áhlaupi en Grafarþögn er komin í 7. sæti þýska kiljusölulistans. Fréttiraf fólki Fréttiraf fólkiRaekwon á leið til Íslands ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Helgi Magnússon og Orri Vigfússon. Búdapest. Vegna fuglaflensunnar. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 í dag Patreksfjarðar- níðingurinn sleppur létt Fyrrum dópsali vill á Bessastaði Kvalafullur dauði er hylkin festust Heyrðu mig nú! Ég spyr þig hérna kurteislega um fjöl- skylduna og þú þykist ekki geta svarað mér?! Mmmsadnf glokjdlk madsdglk..... David Ansen, sem skrifar fyrirNewsweek er ekki par hrifinn af þeim kvikmyndum sem til- nefndar eru til Óskarsverðlauna í flokki erlendra mynda. Hann kall- ar eftir endurskipulagi á útnefn- ingum á vefútgáfu ritsins því ár eftir ár séu valdar miðlungskvik- myndir sem á einhvern hátt eiga að snerta hjartastrengi, hvort sem það er með því að fjalla um seinni heimstyrjöldina eða um börn og afa þeirra og ömmur. Þetta endur- speglast, segir hann, af því að langstærsti hluti dómnefndar- manna er kominn á eftirlaun og þetta eru þeirra hugðarefni. Eftir að hafa séð 12 af 56 til-nefndum myndum nefnir hann 8 myndir sem frekar hefðu átt að vera tilnefndar en það miðjumoð, að hans sögn, sem þessi flokkur útnefninga er full- ur af. Að sjálf- sögðu gleður það hjarta okkar Ís- lendinga að ein af þeim myndum sem Ansen hefði viljað sjá á listan- um er okkar eina og sanna Nói albínói sem hann lýsir sem slá- andi frásögn af 17 ára hornreku sagðri af hinum hæfileikaríka nýja leikstjóra Degi Kára Péturs- syni. Nói verður frumsýndur í Bandaríkjunum 23. apríl. Lárétt: 1 fífl, 6 dá, 7 eldivið, 8 í koki, 9 þjálfað, 10 kúga, 12 svelgur, 14 hress, 15 skóli, 16 þessi, 17 á húsi, 18 snæ. Lóðrétt: 1 traustur, 2 slit, 3 að innan, 4 sýna væntumþykju, 5 upphaf, 9 hlass, 11 rönd, 13 skunda, 14 hestur, 17 samt. Lausn: Lárétt: 1trúður, 6rot,7mó,8úf, 9æft, 10oka,12iða,14ern,15mr, 16sú,17 þak,18snjó. Lóðrétt: 1trúr, 2rof, 3út,4umfaðma,5 rót,9æki,11brún,13arka,14ess,17þó. Hugarafl er hópur sem er sprott-inn upp úr þörf fyrir að gera eitthvað annað en hefur verið í boði fyrir geðsjúka í bata. Hingað til hefur þessi þjónusta ekki verið eins góð og hún getur verið,“ segir Ein- ar Björnsson, talsmaður Hugarafls, hóps geðsjúkra í bata og fagaðila sem hafa áhuga á að breyta geðheil- brigðiskerfinu á Íslandi. Einar segir starfsemi Hugar- afls byggða á erlendri fyrirmynd. „Við viljum virkja sjálfseflingu og valdveitingu geðfatlaðra en sú að- ferð hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Einn angi af starfi Hugarafls er stofnun Hlutverka- seturs sem hugsað er sem miðstöð þar sem fólk án hlutverks í samfé- laginu, geðfatlaðir, atvinnulausir og alkóhólistar, getur komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Hug- myndin er að byggja miðstöðina í kringum kaffihús og tengja síðan við ýmsa starfsemi sem getur komið fólki að gagni til að byggja sig upp og öðlast á ný hlutverk í þjóðfélaginu.“ Starfsemi Hlut- verkasetursins verður kynnt nán- ar á fundi á Kaffi Reykjavík 6. mars næstkomandi. Einar barðist sjálfur við geð- hvarfasýki í mörg ár og talar tæpitungulaust um veikindin. „Ég greindist með geðhvarfasýki árið 1992 en talið er að ég hafi gengið með veikina frá barnsaldri. Hún braust út í bræðisköstum og ég var afar þunglyndur sem barn. Með tímanum einangraðist ég og á end- anum leiddist ég út í fíkniefna- neyslu og ofneyslu áfengis.“ Það var ekki fyrr en Einar fór í meðferð á Vogi að hann greindist með geðhvarfasýki. Nokkru síðar blossaði veikin upp og við tók sjö ára þrautaganga sem stóð allt til ársins 2000. Á þeim tíma var hann inni á stofnunum og segist sjálfur hafa dottið úr öllum tengslum við þjóðfélagið og upplifað algjört nið- urbrot. „Ég vissi ekki hvað var að ger- ast. Mér var ekkert sagt, vissi ekki hvaða meðferðir biðu mín né hvaða lyf ég var að taka og þurfti að afla allra upplýsinga sjálfur. Af þessu að dæma tel ég geðsjúka ekki fá sömu meðhöndlun og aðra sjúklinga. Hinn mannlegi þáttur virðist gleymast.“ Langtímavistun á Arnarholti blasti við Einari en hægt og síg- andi fór að rofa til. „Ég hóf raf- lostsmeðferð árið 1996 og upp frá því fór að rofa til. Ég fullyrði að ef veikin hefði ekki uppgötvast væri ég dáinn. Ég á að baki nokkrar sjálfsvígstilraunir sem hafa geng- ið svo langt að nauðsynlegt var að setja hjartað af stað að nýju.“ Einar náði bata. Í dag er hann fjölskyldufaðir, vinnur fullan vinnudag og er án lyfja. „Ég er á varðbergi gagnvart veikindunum og meðvitaður um einkennin. Yrði ég þeirra var myndi ég vita hvern- ig ætti að bregðast við, sem er lyk- ill að því að halda sér í góðu jafn- vægi.“ Hann segir Hugarafl ætla að beita sér fyrir að tenglakerfi verði komið á til aðstoðar þeim sem greinst hafi geðsjúkir og seg- ir margt sem samtökin séu að hug- leiða minna á AA-samtökin. „Sú starfsemi hefur virkað í áratugi og við teljum margt vel nýtanlegt í okkar starfi.“ kolbrun@frettabladid.is RAEKWON Var einn meðlima Wu-Tang Clan, sem seldi milljónir platna um allan heim. Hann heldur tónleika á Íslandi í næsta mánuði. Heimastjórnardeilan helduráfram í ýmsum myndum. Í þingveislunni, árlegri drykkju- veislu Alþingis á kostnað almennings, vakti framíkall Dav- íðs Oddssonar í ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta athygli. Viðstaddir hjuggu ekki síður eftir breyttri sætaskipan en í þing- veislunum er sterk hefð varðandi sætaskipan og hefur ein reglan verið að forseti og forsætisráð- herra sitji samhliða. Eftir nokkurt þóf áður en gleðin hófst var sæta- skipan breytt að undirlagi forsætis- ráðherra þannig að Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var hafð- ur á milli hinna tveggja æðstu... Lifði með geðveiki og vill hjálpa öðrum EINAR BJÖRNSSON Einar segir útgáfustarfsemi hluta af starfi Hugarafls og til stendur að gefa út bækling um þá þjónustu sem er í boði fyrir geðsjúka. „Við viljum opna umræðuna um geðsjúka og tókum þá stefnu í upphafi að gagnrýna ekki heldur tala um þessi málefni á jákvæðan hátt og leita lausna. Ef lausnir eru ekki til staðar sköpum við þær.“ Hugarafl EINAR BJÖRNSSON ■ er talsmaður geðsjúkra í bata. Sjálfur hefur hann glímt við geðveiki frá barn- æsku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.