Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 44
Ungbarnasund: Ekki síður fyrir foreldrana Það var heldur betur líf í tusk-unum í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði á þriðjudaginn þegar þar var að hefjast tími í ungbarna- sundi hjá hjónunum Jóni Júlíus- syni og Helgu Gunnarsdóttur. Svokölluðum skipiborðum hafði verið raðað í tugatali á bakkann í kringum innilaugina og foreldr- arnir voru að gera börnin klár fyr- ir baðið. Það heyrðist varla púst í börnunum og auðséð að þau biðu þess spennt að komast í laugina. Að sögn þeirra Jóns og Helgu, sem bæði eru menntuð íþróttakennarar og búa í Kópavogi, hefur ungbarnasund verið stundað hér á landi frá árinu 1990. „Við byrj- uðum á þessu hér í Suð- urbæjarlauginni vorið 1991 og höfum verið að síðan. Foreldrar hafa sýnt þessu mikinn áhuga og við höfum að- eins tekið okkur frí yfir hásumarið. Þau skipta orðið þúsundum börnin sem tekið hafa þátt í þessu hjá okkur og sumir foreldrar eru að mæta með þriðja og fjórða barnið.“ Jón og Helga kynntust ungbarnasundinu í Noregi þegar þau voru þar við fram- haldsnám í íþróttafræðum við íþróttaháskólann í Osló á árunum 1984-88. „Ungbarnasund hafði verið stundað í Noregi frá árinu 1980 eða svo og ég hafði aðeins heyrt af því þegar við komum út. Við ákváðum svo að kynna okkur þetta betur, en þar sem ég var á lífeðlisfræðibraut og Helga með sundið sem sérgrein höfðaði það til okkar beggja. Lokaverkefni mitt við skólann fjallaði einmitt um hjartsláttartíðni og viðbrögð ungbarna við köfun en við sótt- um síðan námskeið sem haldið var fyrir leiðbeinend- ur,“ segir Jón. Þau hjónin s ö g ð u að illa hefði gengið að fá aðstöðu fyrir u n g b a r n a - sund þegar heim kom. „Þetta var óþekkt og eins og menn hefðu ekki trú á þessu. Við biðum eftir hentugri aðstöðu í tæp þrjú ár og það var ekki fyrr en þessi laug var opnuð að úr rættist.“ Að sögn Helgu byggir kennslan á nánu sambandi foreldra og barna. „Þetta eru því ekki síður námskeið fyrir foreldrana en börnin. En auðvitað eru börnin núm- er eitt og með hreyfingu í vatninu er þeim veitt hlut- deild í eigin vellíðan og hreyfingu. Með aukinni hreyfingu í vatni stuðl- um við að aukinni örv- un þroskaferilsins en fyrstu mánuðir ævi- skeiðs þeirra eru ein- mitt mikilvægastir hvað það varðar,“ sagði Helga. ■ Hómópatar og heilsulausnir: Virkja líkamann til vellíðunar Manneskjan er margþætt vit-undarvera sem samanstend- ur af líkama, tilfinningum, huga og sál,“ segir Birna Imsland, hómópati og starfsmaður heilsu- miðstöðvarinnar Hómópatar og heilsulausnir. Markmið stöðvar- innar er að bjóða upp á heildræna valkosti í heilsuvernd sem bæta og efla heilsufar fólks. „Líkaminn býr yfir eigin visku og lífsorku og hefur getu til að leiðrétta það sem aflaga fer en ýmis áreiti í daglegu lífi geta valdið því að lífsorkan raskast og þar með getan til sjálfsheilunar. Í heildrænni meðferð er unnið með alla þætti einstaklingsins sem samstæða heild. Markmiðið er að efla náttúrulegt orkustreymi lík- amans og virkja heilunarkraft hans.“ Birna bendir á að lífsgæði og vellíðan séu háð heilsulæsi ein- staklingsins og mikilvægt sé að þjálfa eigið innsæi til að geta greint á milli þess sem eflir heils- una og þess sem er heilsunni skað- legt. „Það er nauðsynlegt að læra að hlusta á skilaboð líkamans og taka ábyrgð á eigin heilsu. Svo verður að velja viðeigandi leiðir til úr- bóta. Heildrænar aðferðir eru fyrirbyggjandi því þær viðhalda jafnvægi lífsorkunnar,“ segir Birna. Hómópatar og heilsulausnir er í Ármúla 17. ■ STARFSMENN HÓMÓPATA OG HEILSULAUSNA Í ÁRMÚLA Stofan býður upp á heildræna valkosti í heilsuvernd en sextán sérfræðingar starfa við stofuna. MARGS KONAR MEÐFERÐ ER Í BOÐI Heildrænar aðferðir eru fyrirbyggjandi því þær viðhalda jafnvægi lífsorkunnar. JÓN VIÐ ÆFINGARNAR „Með aukinni hreyfingu í vatni stuðlum við að auk- inni örvun þroskaferilsins.“ GAMAN Í SUNDI Það fer lítið fyrir vatnshræðslunni hjá ung- börnunum, sem virðast una sér vel í laug- inni. VELLÍÐAN Í VATNINU Kennslan byggir á nánu sambandi foreldra og barna. NESTI Fjöl- breytni er lyk- ilhugtak þegar kemur að því að búa til nesti í skólann handa krökkunum eða til að taka með í vinnuna. SAMLOKA úr grófu brauði, til dæmis með osti, er góð uppistaða. ÁVEXTIR eru nauðsyn- leg viðbót; banan- ar, epli, appelsín- ur, perur eða eitthvað annað sem er í uppá- haldi gerir nestið enn fjölbreyttara. MJÓLKURMATUR er svo holl viðbót. At- huga ber þó að mjólk- urmatur er mjög mis- jafn að gæðum, sum- ar vörur eru mjög sætar og því ekki sérlega sniðugar í nesti. Bílar o.fl... LAUGARDAGARheilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.