Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 24
27. febrúar 20042 Matur 2004 Steikurnar eru fernskonar: Fille, Ribeye, Lundir og Sirloin - allt úr lambi. Einbúasteikur Fjallalambs henta afar vel þegar lítill tími er til að veislu-undirbúnings. EINBÚALÍNA FJALLALAMBS HF Á MATUR 2004 Hugmynd: Brúnið á pönnu og setjið í 200 stiga heitan ofn í 10 mín. Einnig eru þær tilvaldar á grillið og er steikingartíminn frá 3 mínútum til 10, eftir þykkt þeirra. Steikurnar eru allar fullkryddaðar, en ekki er notað mikið salt. Kryddið er milt náttúrukrydd. Luxussteikur sem henta vel einbúum eða þar sem 2 einbúar koma saman - þar er veisla! Ég fór á fyrstu matarsýningunaþegar ég var 10 ára og man enn guðdómlegt bragð að ein- hverju útlensku beri sem ég smakkaði. Það var fagurrautt og frosið þegar ég stakk því upp í mig og ég var lengi að sjúga það. Mmmmm,“ segir Dagmar Har- aldsdóttir, sýningarstjóri Matar 2004, og er dreymin á svip. Hún hefur þó ekki tíma til að stoppa lengi í draumaheimi því auðvitað er brjálað að gera. Yfir 300 fyrir- tæki og einstaklingar kynna vöru sína og þjónustu á sýningunni sem nú þekur 8.500 fermetra pláss í stóra knattspyrnuhúsinu í Fífunni í Kópavogi. „Þetta þenst út. Fyrir tveimur árum sýndum við á 6.500 fermetrum og fannst við stór en svona vindur þetta upp á sig,“ segir Dagmar. Sem unglingur stóð hún tvívegis vakt- ina í bás coca cola á matarsýn- ingu. „Þá hlustaði maður á kóklagið nokkur þúsund sinnum og það merkilega var að ég varð ekki leið á því,“ segir hún bros- andi. Síðar gerðist hún kynning- araðili Gestgjafans á þremur sýn- ingum í röð árin 1994, ‘96 og ‘98. Aldamótaárið 2000 var hún í fyrsta sinn sýningarstjóri og ber þann titil enn. Sýningin er margskipt. Þar verða krýndir meistarar á hinum ýmsu sviðum og lögð áhersla á veisluundirbúning af ýmsu tagi. Börnum innan 14 ára verður ekki hleypt inn nema í fylgd með fullorðnum en þá eru þau líka velkomin og vel um þau hugs- að í Barnalandi Stöðvar 2. Meðal annars ætlar Solla stirða að mæta. „Það er mikil fjölbreytni í sýningunni Matur 2004 og fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Dagmar. ■ Fagkeppni kjötiðnaðarmannaer haldin í sjöunda sinn und- ir nafninu „Íslenskir kjötdagar“ í tengslum við matvælasýning- una Matur 2004. Ólafur Júlíus- son kjötiðnaðarmeistari er einn af umsjónarmönnum hennar og lýsir henni nánar. „Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðar- menn hafa sent inn vörur með nafnleynd til keppninnar. Dóm- arahópur dæmir svo eftir fag- legum gæðum. Allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig en við hvern galla sem finnst, fækkar stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta marg- ar vörur hlotið gull, silfur eða brons í verðlaun. Hver keppandi getur sent inn allt að 10 mis- munandi tegundir og sá sem hlýtur flest stig samanlagt hlýt- ur titilinn Kjötmeistari Íslands 2004. Verðlaunavörur Já, það er nóg að gera hjá dómurunum sem búast má við að séu kjamsandi á unnu kjötmeti í tvo daga á sýningarsvæðinu, ef mikil þátttaka er í keppninni. Verðlaunaafhending fer fram á sunnudaginn kl. 16.30. Landbún- aðarráðherra mun þá sæma Kjötmeistara Íslands 2004. Eftir að dómararnir hafa lokið störf- um verða þær vörur sem vinna til verðlauna í sýningarbás Meistarafélags kjötiðnaðar- manna, merktar framleiðanda og fyrirtæki. Lambaorðan veitt Búgreinafélögin koma líka að keppninni hvert með sínu lagi. Landssamtök sauðfjárbænda veita Lambaorðuna þeim kjötiðn- aðarmanni sem flest stig hlýtur fyrir vöru þar sem kinda- eða lambakjöt er meginuppistaðan, Landssamband kúabænda verð- launar þann sem býr til besta áleggið úr nautakjöti sem unnið er úr verðminni hluta skrokksins. Svínaræktarfélag Íslands veitir viðurkenningu þeim kjötiðnaðar- manni sem á bestu vöruna unnu úr svínakjöti og Félag kjúklinga- bænda verðlaunagripi fyrir bestu vörurnar úr alifuglakjöti. Auk þess veita Kjötframleiðendur hf. verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr folalda- eða hrossakjöti. ■ Það verður gaman að fylgjastmeð átta til tíu ára krökkum framreiða fullgildar máltíðir og bjóða gestum í mat á sýningunni í Fífunni. Þetta eru krakkar úr fjór- um grunnskólum í Kópavogi sem munu taka til hendinni í umsjá matartækna. Átta börn úr hverj- um skóla taka þátt en ekki er gert ráð fyrir að þau æfi sig sérstak- lega fyrir sýninguna. „Þau eiga bara að vera vel læs og tilbúin að fara eftir fyrirmælum,“ segir Al- dís Guðmundsdóttir, heimilis- fræðikennari í Hjallaskóla. Hún var þó að leggja línurnar fyrir sinn hóp eftir því sem hægt var þegar Fréttablaðið kíkti í heim- sókn. Á meðan gestirnir borða ætla börnin að gefa sýningargestum að smakka köku sem þau hafa bakað. Nemendurnir fá svuntu og húfu til að vinna með í eldhúsinu og síð- an viðurkenningaskjal fyrir þátt- töku sína. ■ ÓLAFUR JÚLÍUSSON Úr vöndu er að velja hjá kjötiðnaðarmeistaranum þegar áleggið er annars vegar. Fagkeppni kjötiðnaðarmanna: Kjötmeistari Íslands sæmdur á sýningunni ÆFA SIG AÐ LEGGJA Á BORÐ Frá vinstri: Guðrún Lilja Gunnarsdóttir, Tinna Rut Finnbogadóttir, Regína Ösp Guðmunds- dóttir, Aldís Guðmundsdóttir kennari, Helgi Mikael Jónasson, Snorri Stefánsson, Petra Sig- urbjörg Ásgrímsdóttir og Árnína Björt Heimisdóttir. Á myndina vantar Birnu Sif Árnadóttur. Elda þriggja rétta máltíð: Bjóða gestum í mat FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA DAGMAR HARALDSDÓTTIR Vonast til að gestir sýningarinnar Matur 2004 fari heim með góðar minningar. Sýningarstjóri Matar 2004 í Fífunni: Man bragðið af berinu enn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.