Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 27. febrúar 2004 29 - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Salou Salou hefur notið mikilla vinsælda vegna fjölbreytileika svæðisins, þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Salou er fallegur strandbær í Suður-Katalóníu á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan við Barcelona. Frá kr. 49.890 Miðað við 2 í íbúð á Novelty 20. maí – vikuferð með 8.000 kr. afslætti Frá kr. 37.495 Miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára á Novelty 20. maí – vikuferð með 8.000 kr. afslætti suður af Barcelona sólarperlan 8.000 kr. Bókaðu fyrir 15. mars ogtryggðu þér 8.000 kr. afsláttí valdar brottfarir. afsláttur ef þú bókar strax. Vikulegt flug í sumar HARMONIKUBALL Hittumst hress og kát í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima laugardagskvöld, 21. febr. Harmonikufélag Reykjavíkur. Síðustu sýningar: Laugard. 28. feb kl. 19.00 (180. sýn) Miðvikud. 3. mars kl. 21.00 Fimmtud. 11. mars kl. 21.00 Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Ekki missa af Sellófon! Þessi ljóðaflokkur Schuberts sæk-ir á mann aftur og aftur,“ segir Kristinn Sigmundsson bassi um Vetrarferðina, sem hann ætlar að flytja ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara í kvöld í Salnum, Kópa- vogi. „Það eru til söngvarar sem hafa tekið þetta upp margsinnis. Til dæmis leið ekki svo ár að Hans Hotter gerði ekki nýja upptöku af Vetrarferðinni og gæfi út.“ Átta ár eru liðin frá því að þeir Kristinn og Jónas fluttu Vetrarferð- ina síðast, en fyrst fluttu þeir hana í Austurbæjarbíói fyrir einum sautján árum. „Við höfðum þann heiður að vera þeir síðustu sem komu fram í hús- inu áður en því var breytt í svokall- að hágæðabíó. Fram að því var Austurbæjarbíó einn albesti tón- leikasalur landsins, en salurinn var eiginlega eyðilagður þegar nýir að- ilar tóku við.“ Eftir þetta fluttu þeir Vetrar- ferðina víða á tónleikum, bæði hér á landi og erlendis. Árið 1996 kom síð- an út plata með flutningi þeirra á þessum einstæða ljóðaflokki Schuberts. „Vetrarferðin er hápunkturinn í ljóðalist Schuberts, og sennilega einhver merkilegasti ljóðaflokkur sem nokkurn tímann hefur verið saminn. Sjálfur taldi Schubert þetta það besta sem hann samdi. Þetta er klassík í fyllstu merkingu þess orðs, því maður verður aldrei þreyttur á þessu verki. Í hvert skipti sem mað- ur flytur það sér maður nýja fleti á því.“ ■ Að lokinni sýningu DraugalestarJóns Atla Jónassonar á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu í kvöld stígur hljómsveitin Ghostigital á stokk og flytur nokkur lög. „Ghostigital, það erum við Einar Örn Benediktsson,“ segir Birgir Örn Thoroddsen, öðru nafni Bibbi Curver. „Tónlistin í Draugalestinni er eftir Ghostigital, og það var ákveðið að hafa eins konar power- sýningu þar sem við myndum spila eftir hlé.“ Þeir Bibbi og Einar Örn fá í kvöld til liðs við sig þá Frosta í Mínus og Elís Pétursson, sem leika báðir á gítar, ásamt Hrafnkeli Flóka, syni Einars, sem leikur á trompet. „Hugmyndin er bara sú að vera með eitthvað fjör. Við ætlum að spila lög af plötunni okkar og eitt- hvað fleira með þessu bandi. Þetta er svona tilraun til að fá tónlistar- fólk í leikhúsið og leikhúsfólkið á tónleika,“ segir Bibbi. Ghostigital gaf út sína fyrstu plötu á síðasta ári. Stefán Jónsson, leikstjóri Draugalestarinnar, fékk tvímenningana síðan til þess að semja tónlist við leikritið. „Þetta er mjög mínimalísk tón- list sem við erum með, og Stefán vildi fá svoleiðis músík í þetta leik- rit. Við erum búnir að vera dálítið uppteknir við þetta verkefni und- anfarið.“ Þeir unnu tónlistina í nánu sam- starfi við leikarana, mættu mikið á æfingar og voru að prófa sig áfram. „Þetta hefur verið mjög gaman, að fá að spila inni í leikmyndinni og prófa eitthvað nýtt.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ / E IN AR JÓNAS OG KRISTINN Leggja enn á ný til atlögu við Vetarferðina, sem að mati Kristins er einn almerkilegasti ljóðaflokkur sem nokkurn tímann hefur verið saminn. Ljóðin sækja á mann aftur og aftur ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ / V IL H EL M ÚR DRAUGALESTINNI Hljómsveitin Ghostigital, sem er skipuð Einari Erni og Bibba Curver, semur tónlistina við Draugalestina og verður með tónleika að lokinni sýningu verksins í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er tilraun til að fá tónlistarfólk í leikhúsið og leikhúsfólk á tónleika. Ghostigital í Draugalestinni ■ LEIKHÚSTÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.