Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 8
8 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Ýkjur um andlát „Sögur af andláti okkar og uppgjöf eru stórlega ýktar.“ Páll Valsson, útgáfustjóri Eddu útgáfu, í DV 26. febrúar um þær sögusagnir að höfundar hyggist elta Halldór Guðmundsson, fyrrum útgáfustjóra Máls og menningar, yfir til JPV útgáfu. Skrípaleikur „Mér finnst þetta mál í raun allt hreinn og klár skrípaleik- ur.“ Margeir Ingólfsson, formaður byggðaráðs Bláskógabyggðar, í Fréttablaðinu 26. febrúar um þjóðlendumálið og ásælni ríkisins í land. Á tali hjá Rannveigu „Það er alltaf verið að hringja í mig, en það vantar ekkert forseta.“ Rannveig Rist forstjóri í samtali við DV 26. febrúar um þrýsting sem hún er beitt til þess að fara í forsetaframboð. Orðrétt Málefni heilabilaðra: Um 470 bíða hjúkrunarvistar ALÞINGI Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um fjölda heilabilaðra á biðlistum eftir dval- arrými kom fram að ekki væri haldinn sérstakur biðlisti fyrir heilabilaða einstaklinga og fjöldi þeirra væri ekki aðgreindur frá öðrum í vistunarskrá. Vistunar- matið væri ekki þannig byggt upp að hægt væri að fá glögga mynd af því. „Fjöldi þeirra sem bíða eftir hjúkrunarvist og eru taldir í brýnni þörf er alls 465 á land- inu öllu, samkvæmt vistunar- skrá frá því í lok janúar 2004,“ segir í svari heilbrigðisráð- herra. Ráðherra sagði einnig að áhrifamesta úrræðið til að seinka umsókn um hjúkrunarvist væri sérstakar dagvistir fyrir heilabil- aða. Fram kom að frá því fyrsta dagvistin var opnuð fyrir 18 árum og fram til 2003 hefði bið eftir slíku úrræði verið innan viðun- andi marka. Biðlistinn hefði hins vegar lengst mjög á undanförnum tveimur árum, en nú væri búið að ákveða að fjölga um 20 rými til viðbótar með opnun dagvistar við hjúkrunarheimilið Eir, og í bígerð er að opna dagvist í Kópavogi síð- ar á þessu ári. ■ Formaður nemendafél- ags dró sér hálfa milljón Fyrrverandi formaður nemendafélags Borgarholtsskóla dró sér ríflega hálfa milljón króna úr sjóði nemendafélagsins. Hann kvaðst ætla að endurgreiða féð en stóð ekki við það. Honum hefur verið vísað úr skólanum og málið kært til lögreglu. LÖGREGLUMÁL Pilturinn sem dró sér fé úr sjóði nemendafélags Borgar- holtsskóla er rúmlega tvítugur að aldri. Hann tók við formennsku nemendafélagsins í haust. Í desem- ber tóku nemendur í stjórn nem- endafélagsins eftir því að sjóðir fé- lagsins fóru þverrandi umfram það sem eytt hafði verið með þeirra vit- neskju og samþykki. Um var að ræða óútskýranlegar úttektir og millifærslur af debetreikningi félagsins, sem er sjálfstætt félag með eigin fjárhag. Þegar farið var að rannsaka mál- ið kom í ljós að formaður félagsins hafði dregið sér fé. rúmlega hálfa milljón króna, sem hann hafði notað í eigin þágu. Sem formaður var hann með prókúru og gat því tekið út fé án þess að þurfa að gera sér- staka grein fyrir því. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins viður- kenndi hann að hann hefði misfarið með fjárhæðina, en tjáði stjórn fé- lagsins jafnframt að hann myndi endurgreiða hana. Hann stóð hins vegar ekki við það, en lét sig hverfa úr skólanum. Nú er unnið að því að kæra málið til lögreglu. Ólafur Sigurðsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, staðfesti að um- ræddur fjárdráttur hefði átt sér stað. Hann tók fram að núverandi formaður og stjórn nemendafélags- ins stæðu sig með mikilli prýði. „Fjármál nemendafélaganna í framhaldsskólum eru afar brot- hætt,“ sagði Ólafur. „Viðbrögð okk- ar við þessu eru þau að koma í veg fyrir að þetta geti gerst. Eftirleiðis verður kennari með eftirlit með öllu bókhaldi nemendafélagsins og fylgist nákvæmlega með öllum færslum og bókhaldi. En þetta er eins og gerist annars staðar í þjóð- félaginu, það standa ekki allir undir því trausti sem á þá er lagt.“ Ólafur sagði enn fremur að þetta mál hefði sinn gang, en menn beittu sér hins vegar að öllu hinu jákvæða sem fram færi í starfi skólans. Nefna mætti að nú væri unnið að því að kynna leikrit sem yrði frum- sýnt á næstunni. Þá væri skólinn í átta liða úrslitum í spurningaþætt- inum „Gettu betur“. Loks yrði kynn- ingardagur í skólanum þann 20. mars næstkomandi. Það væri því mikið af góðum hlutum að gerast í Borgarholtsskóla, sem væri vissu- lega að hasla sér völl sem nýr og framsækinn skóli í framhalds- skólaflórunni. jss@frettabladid.is Kennslu í táknmálstúlkun hætt: Stúdentaráð harmar ákvörðun TÁKNMÁLSKENNSLA Stúdentaráð Há- skóla Íslands harmar þá ákvörðun deildarráðs Heimspekideildar að hætta kennslu í táknmálstúlkun frá og með næsta hausti. Stúdentaráð segir mikla þörf fyrir kennsluna þar sem aðeins örfáir tákn- málstúlkar séu starfandi á landinu. Ráðið telur að þrátt fyrir fjárhags- erfiðleika heimspekideldar sé það samfélagsleg skylda Háskólans að bjóða upp á þessa kennslu í táknmáls- fræðum. Ráðið vill að háskólayfir- völd endurskoði ákvörðun sína. ■ SAMNINGUR Nýjan samning um reiðleiðir undirrituðu Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður LH, Magnús Guðmundsson, forstjóri LMÍ, og Eymundur Runólfsson, deildarstjóri áætlanasviðs Vegagerðarinnar. Nýr samningur undirritaður: Reiðleiðir í gagnagrunn HESTAMENNSKA Landmælingar Ís- lands og Landssamband hesta- mannafélaga undirrituðu í gær nýj- an samning um kortlagningu reið- leiða á Íslandi. Hafin verður söfnun hnitsettra upplýsinga um reiðleiðir á öllu landinu og þau gögn gerð að- gengileg almenningi. Markmið vinnunnar er að tryggja samræmd vinnubrögð og aðgengi almennings að upplýsing- um um hvar reiðleiðir er að finna á landinu og í hvaða ástandi þær eru. Eiga upplýsingarnar að verða að- gengilegar á veraldarvefnum í gegnum heimasíður LH og LMÍ. Auk þess mun LMÍ hafa heimild til að birta gögnin á kortum. Samkvæmt verkáætlun er gert ráð fyrir að fyrstu 50 reiðleiðirnar verði komnar inn í gagnagrunninn fyrir 1. júní 2004 og aðrar 150 í árs- lok. ■ Vinninga má vitja á skrifstofu félagsins í síma 588 7470 Ferða- vinningar frá Úrval Útsýn kr.150.000 1275 12286 28587 40158 53526 66345 84311 91800 106844 113463 6942 13584 30232 45248 54868 70029 84950 93330 108667 115237 10073 14360 32110 48412 59491 71447 85353 101000 109463 116331 11140 20219 33192 50646 62570 73528 89512 102567 109970 117536 11382 22520 37909 53317 65858 75276 91625 104036 112631 118897 Vöruúttekt frá Sjón- varpsmið- stöðinni kr. 50.000 288 16932 24940 36747 46127 55242 65711 76590 93502 111031 960 17938 25599 36846 46715 55280 67121 78272 94377 112437 1494 18647 26008 37543 48047 55666 67290 78786 95817 112855 5795 18669 26719 37790 48197 57646 68401 81925 96461 113464 5902 19159 27027 38133 48555 57672 68756 82285 97612 113652 7516 19569 28615 38822 49519 57982 68761 83025 98867 113759 7772 21937 29143 40449 51320 58560 69801 83639 99532 114489 9051 22530 29372 40655 51447 59443 69853 83697 101310 115134 10867 22635 30193 42223 51482 59444 70314 85568 102373 115637 12810 23105 32268 42660 51516 60051 70361 86604 103591 116059 13879 23208 33615 43404 51537 60200 71120 87185 103803 116100 14826 23297 33630 44215 51978 64096 71188 87703 104355 117006 15357 24496 33744 44585 52582 64633 73287 89281 104503 118942 15928 24534 35110 45820 53254 65195 73938 90240 105615 119582 16633 24593 36390 45936 54581 65455 75184 91510 107261 Vöruúttekt frá Heimil- istækjum kr. 50.000 768 16928 24350 36625 49053 59331 71506 79571 90911 106112 1640 17753 25022 36681 49633 60205 72033 81345 92807 106819 1873 18314 25941 37150 49757 60584 72249 81497 93174 107461 2686 18473 26326 40917 51175 61138 72690 82454 96805 109000 5557 19833 28210 40936 51389 61378 72947 82701 97146 110220 7710 20205 28352 41903 52562 63366 73238 84306 97194 111583 7919 20379 28576 42088 53298 63379 73676 84567 100167 111833 8106 20865 28781 43516 53878 63661 73872 85238 100657 112409 8389 21171 28994 43642 54077 64880 74724 85890 101487 114136 8700 21283 29704 43933 54753 66833 76205 86606 102392 114211 11284 21353 30013 44295 55205 69188 76541 86688 103030 115447 12293 21417 33147 44864 55483 69246 77111 88741 103762 115755 15999 21521 33447 46664 55504 70987 77965 89053 104412 115897 16151 21881 35123 47070 57811 71034 78769 89187 104565 115985 16559 22245 36331 48788 58411 71309 79053 90578 105743 116927 HAPPDRÆTTTI HÚSNÆÐISFÉLAGSINS SEM ÚTDRÁTTUR 24. FEB. 2004 Bifreið frá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum kr. 1.750.000 Nr. 19280 HJÚKRUNARHEIMILIÐ EIR Heilbrigðisráðherra greindi frá því á Alþingi að búið væri ákveða að opna nýja dagvist fyrir heilabilaða við hjúkrunarheimilið Eir og fjölga um 20 rými. BORGARHOLTSSKÓLI Formaður nemendafélags skólans dró sér rúmlega hálfa milljón króna úr nemendasjóði, sem hann notaði í eigin þágu. STJÓRNMÁL „Ef það verður hlut- skipti Sivjar að missa ráðherra- dóm finnst mér það svo sem engin endalok lífs fyrir hana,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingis- maður Framsóknarflokks, vegna þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað um að eðlilegt verði að teljast að Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra fari úr ríkisstjórninni þann 15. september í haust þegar Sjálfstæðisflokkurinn hreppir ráðuneyti hennar. Siv hefur lýst því að hún muni berjast fyrir ráð- herralífi sínu. Kristinn segir að Siv geti hrós- að happi yfir þeim tíma sem hún hafi fengið að sitja á ráðherrastóli. „Í haust verður hún búin að vera ráðherra í fimm og hált ár. Það er meira en flestir stjórn- málamenn ná á sinni ævi. Það verður henni ekki slæmt hlut- skipti að verða þingmaður,“ segir Kristinn. Umræðan um ráðherra- kreppu Framsóknarflokks hófst í nýjar hæðir eftir að Guðjón Ólafur Jónsson varaþingmaður lýsti því í sjónvarpsviðtali að eðlilegast væri að Siv yrði látin víkja úr ríkisstjórninni. Þessi ummæli Guðjóns Ólafs hafa valdið miklum titringi innan flokksins. „Guðjón Ólafur hefur rétt til að setja fram sín sjónarmið eins og hver annar. En það er í höndum þingmanna að ákveða hverjir verða ráðherrar í haust. Þeir verða nú bara að spjara sig og afla stuðnings meðal þingmanna,“ seg- ir Kristinn. ■ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Mun ekki gefa ráðherrastólinn eftir baráttulaust. Kristinn H. Gunnarsson um ráðherrakreppu Framsóknarflokks: Engin endalok þó Siv missi sætið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.