Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 16
16 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR HEIÐURSVÖRÐUR SKOÐAÐUR Thomas Klestil, forseti Austurríkis, skoðaði ungverskan heiðursvörð við Sandor-höll í Búdapest þegar hann fór í opinbera heim- sókn til starfsbróður síns, Ferenc Madl. Frumvarp um verndun Mývatns og Laxár: Miklir varnaglar segir ráðherra ALÞINGI „Það er ljóst að breyting- ar sem kunna að verða gerðar á Laxárvirkjun leiða til þess að störfum fækkar. Ég er andvígur bráðabirgðaákvæðinu sem heimilar hækkun Laxárstíflu og upplýsingar vantar til að hægt sé að taka afstöðu til áhrifa hækkunarinnar á virkjunina,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokknum, en fyrstu umræðu um frumvarp umhverf- isráðherra um verndun Mý- vatns og Laxár er nú lokið á Al- þingi. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, sagði að ef svo reyndist að Landsvirkjun teldi ekki hagkvæmt að reka Laxár- virkjun áfram yrði auðvitað að sæta því, en í frumvarpinu væri heimild Umhverfisstofnunar fyrir að hækka vatnsborð árinn- ar, sem væri bannað samkvæmt núgildandi lögum. „Það er ekki í tengslum við raunveruleikann að ætla að keyra þessa framkvæmd í gegn með því að setja lög í andstöðu, sem fyrir liggur, við þá sem þarf að ná samkomulagi við,“ sagði Steingrímur og skírskotaði til andstöðu Landeigendafélagsins við framkvæmdirnar. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra lagði áherslu á að mál- ið væri flókið og næðist ekki í gegn nema með víðtækri sátt og hún sagðist telja að menn næðu saman um útfærslu á hækkun stíflunnar. „Það eru miklir varnaglar á frumvarpinu og það er rangt að ég sé með því að rjúfa grið eða sáttagjörð. Það er verið að lög- festa neitunarvald heima- manna,“ sagði Siv. ■ Brotist inn fyrir og eftir brunann Fjölskylda missti allt sitt í bruna og innbroti. 11 ára drengur missti móður sína örfáum vikum fyrr, en svo allar veraldlegar eigur. Eigur fjölskyldunnar voru ótryggðar. BRUNI „Við misstum allt okkar í brunanum og innbrotum sem framin voru fyrir og eftir að íbúð- in brann,“ segir Hermóður Sig- urðsson, sem ásamt konu sinni, Önnu Maríu Sigtryggsdóttur, kom að leiguíbúð sinni, Hraunbergi 9, í kaldakoli eftir bruna fyrir tveimur vikum. þau segja að greinilegt hafi verið af ummerkjum að brotist hafi verið inn í íbúðina fyrir brun- ann og grunur sé á að um íkveikju sé að ræða. Því til sönnunar segja þau að kveikt hafi verið á tveimur elda- vélarhellum. „Mér skilst að innbrotsþjófar noti gjarnan þá að- ferð að brjótast inn á miðjum dög- um. Þá er fólk grandalaust fyrir því að um innbrot sé að ræða,“ seg- ir Anna María. Bruninn varð á laugardaginn fyrir tæplega hálfum mánuði. Anna María og Hermóður höfðu brugðið sér í heimsókn til kunn- ingjafólks um miðjan dag. Milli klukkan sjö og átta um kvöldið var hringt í farsíma Önnu Maríu. Hún segir að húseigandinn hafi verið í símanum og hann tilkynnti henni að íbúðin hefði brunnið. „Aðkoman var hræðileg. Það var komið myrkur en lögreglu- maður með vasaljós lýsti okkur um íbúðina, sem var gjörsamlega í rúst. Þeir innsigluðu hana síðan en við fengum inni hjá kunningja- fólki. Daginn eftir þegar við kom- um hafði innsiglið verið rofið og íbúðin opin upp á gátt. Greinilegt að brotist hafði verið inn um nóttina, öðru sinni,“ segir Anna María. Hún segir að aðkoman þá hafi verið skelfileg og hún hafi vart upplifað annað eins. Greinilegt hafi verið að menn hafi farið um allt. Föt hafi ver- ið tekin út úr skápum. Margt var horfið úr íbúðinni svo sem golf- sett, örbylgjuofn og tvö sjón- varpstæki, „Mér brá við að sjá hve mikið var horfið úr íbúðinni. Það voru skítug skóför í hjónarúminu okk- ur. Við erum ekki með neinar tryggingar en sárast var að missa alla persónulega muni sem ekki er hægt að bæta. Það var eins konar sorgarferli sem ég gekk í gegnum við að upplifa þetta,“ segir Anna María. Hermóður segir að sárast hafi verið fyrir 11 ára son hans, Anton Helga, að missa eigur sínar. Tveimur vikum fyrr hafði hann misst móður sína með voveifleg- um hætti. „Hann missti þarna heim- ili sitt í annað sinn á tveimur vikum. Ofan á móðurmiss- inn bættist að eigur hans brunnu,“ segir Hermóður. Anna María og Hermóður segja að lögreglan hafi ákveðna menn undir grun um að vera viðriðnir innbrot og íkveikju. Þó segjast þó hafa litla von um að meintir innbrotsþjófar séu borg- unarmenn fyrir tjóninu. „Við erum allslaus eftir brun- ann en mamma Hermóðs hefur verið að safna peningum til að koma okkur til hjálpar. Við erum mjög þakklát fyrir það en sumt verður aldrei bætt svo sem fjöl- skyldumyndir og annað persónu- legt. Stór hluti af fortíð okkar brann,“ segir Anna María. rt@frettabladid.is „Stór hluti af fortíð okkar brann. RICHARD MAY Aðaldómarinn lætur af störfum af heilsu- farsástæðum eigi síðar en í lok maí. Réttað yfir Milosevic: Málflutningi sækjenda lokið HAAG Saksóknarar í réttarhöldun- um yfir Slobodan Milosevic, fyrr- verandi forseta Júgóslavíu, hafa ákveðið að ljúka máli sínu fyrr en áætlað var vegna veikinda sak- borningsins og aðaldómarans. Ákæruvaldið átti eftir að kalla til nokkur vitni og leggja fram gögn máli sínu til stuðnings þegar lögð var fram beiðni um að fá að leggja málið í dóm. Milosevic hef- ur verið veikur í tvær vikur en um helgina var tilkynnt að dómar- inn Richard George May léti af störfum af heilsufarsástæðum í lok maí. Þegar gengið hefur verið frá beiðni sækjenda verður gert þriggja mánaða hlé á réttarhöld- unum til að gefa Milosevic færi á að undirbúa málsvörn sína. ■ JOSHUA DAVEY Sætti sig ekki við að yfirvöld neituðu að greiða prestsnám hans. Styrkir til náms: Borga ekki prestsnám WASHINGTON, AP Nemendur sem leggja stund á trúarlegt nám með það fyrir augum að verða prestar eiga ekki kröfu á að ríkið greiði hluta af námi þeirra, segir í niður- stöðu hæstaréttar Bandaríkjanna. Nemi í guðfræði kærði þá ákvörð- un yfirvalda Washington-ríkis að svipta hann skólastyrk þegar í ljós kom að hann hugðist læra til prests. „Þjálfun einstaklings til að veita söfnuði forstöðu er í raun trúarleg viðleitni,“ sagði William H. Rehnquist, forseti hæstaréttar, í dómnum. Dómurinn er þvert á niðurstöðu hæstaréttar í mörgum málum að undanförnu þar sem hann hefur leyft ríkisfjárveiting- ar til trúfélaga og verkefna á þeirra vegum. ■ KRISTINN H. GUNNARSSON Þingmaður Framsóknarflokksins er andvíg- ur bráðabirgðaákvæði í frumvarpi Sivjar Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra og flokkssystur sinnar, sem heimilar Umhverf- isstofnun að fallast á hækkun Laxárstíflu. ALLSLAUS Þau Hermóður Sigurðsson og Anna María Sigtryggsdóttir misstu allar sínar veraldlegu eigur í brunanum. Anton Helgi, sonur Hermóðs, hafði skömmu áður misst móður sína með voveiflegum hætti og við það bættist mikill eignamissir. HRAUNBERG 9 Hermóður og Anna María segja greinilegt af ummerkjum að brotist hafi verið inn í íbúðina fyrir brunann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.