Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 34
Erum á sýningunni Matur 2004 27. febrúar 200412 Matur 2004 Léttþurrkaðir tómatar frá Saclà: Skapa sælkerum nýja vídd Það á að elda sandhverfu í aðal-rétt en forrétturinn er salat,“ segir Gissur Guðmundsson mat- reiðslumeistari um hráefnið sem matreitt verður í keppninni Iceland food Express sem Norð- urlandaþjóðirnar þreyta á sýning- unni matur 2004. Gissur segir reglugerðir í dómgæslunni ekki strangar þannig að kokkarnir megi leika sér ansi mikið. „Þeir geta til dæmis búið til hvaða salat sem er. Við viljum fá á tilfinning- una hvað matreiðslumaður er að hugsa þegar hann heyrir nafnið salat. Þar er um margar útfærslur að gera.“ Sandhverfan er einn dýrasti fiskur á markaðinum og sú sem keppendur fá í hendur kemur úr eldi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Gissur segir sölu sandhverfu strax hafa aukist eftir að kvisaðist að hún yrði notuð í keppninni því ýmis veitingahús hafi þá bætt henni á matseðilinn. Dómarar frá öllum Norður- löndunum dæma í keppninni og einnig er von á blaðamönnum frá ýmsum matartímaritum. „Það er góð auglýsing fyrir land og þjóð ef hingað koma út- lendingar á sýninguna. Markmið- ið er að gera hana alþjóðlega með tíð og tíma. Það er líka gaman að kynna þetta fag í okkar þjóðfélagi og auka áhuga fólks á því. Áhug- inn er undirstaða þess gæðastand- ards sem er á íslenskum veitinga- húsum í dag. Þetta spilar allt sam- an,“ segir Gissur sem bæði er for- seti klúbbs matreiðslumeistara og Norðurlandasamtaka matreiðslu- manna. Hann segir einvalalið í stjórnum beggja samtakanna og er ánægður með árangur síðustu ára. Íslendingar hafi unnið til verðlauna í virtum keppnum og séu líka farnir að dæma erlendis. „Mitt áhugamál er að koma ís- lenskri matargerð á framfæri sem víðast,“ segir hann og bætir við. „Þótt við séum lítil þjóð get- um við orðið stór á sviði þeirrar listar.“ ■ Viðbót á Húsavík: Allt snýst um hreindýr Hjá okkur mun allt snúast um hreindýr,“ seg-ir Stefán Magnússon hjá Viðbót á Húsavík sem er eitt þeirra fyrirtækja sem verða með sölubás á sýningunni í Fífunni. Þemað kemur ekki á óvart þar sem viðmælandinn, Stefán, er hreindýrabóndi á Suður-Grænlandi. Ásamt því að kynna grafið, þurrkað og frosið kjöt og selja það úr kjötborði mun hann hafa skjávarpa uppi og sýna myndir af hreindýrunum í sínu upp- runalega umhverfi, innan um kjarnagróður og klappir Grænlands. ■ Ítalski framleiðandinn Saclà munkynna þrjár nýjungar á Matur 2004. Það er lína af suður ítölskum tómötum sem skapa sælkerum nýja vídd í ítalskri matargerð. Þetta eru Saclà Pomodorino dolce (sætir kirsu- berjatómatar), Saclà Filetti di pomodoro (plómutómat- ar) og Saclà Pomodori grigliati (grillaðir plómu- tómatar). Tómatarnir henta jafnt sem hrá- efni í klassíska ítals- ka rétti, bragðauki eða meðlæti með kjöt- og fiskréttum. Þessar nýjungar voru kynntar af fyrirtækinu fyrir nokkrum vikum síðan og Ísland er meðal fyrstu landa til að fá þær. Saclà er í fremstu röð á Ítalíu í matvælaframleiðslu og vörur fyrirtækisins njóta mikilla vinsælda hér á landi, en þær eru fluttar inn af Karli K. Karlssyni. Ítalski matgæðingurinn Marco Pilenga mun ráð- leggja gestum sýningarinn- ar um notkun tómatanna og gefa gestum að smakka. ■ TÓMATATURN Einn af ótal möguleikum. GISSUR GUÐMUNDSSON Vill koma íslenskri matargerð á framfæri sem víðast. VÍGALEGIR VEIÐIMENN Feðgarnir Stefán og Manitsiaq John Stefánsson. Norðurlandakeppnin: Góð auglýsing fyrir land og þjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.