Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 23
27. febrúar 2004Sérblað um sýninguna Matur 2004 ▲ SÍÐA 4 Þetta er okkar Idol Bjarki Hilmarsson: ▲ SÍÐA 16 Get alveg búið til góðan mat Katrín Hall: ▲ SÍÐA 17 Hleypir lífi í greinina María Másdóttir: Margt í boði Sýningin Matur 2004 er hafin í íþróttahöllinni Fífunnií Kópavogi. Dagurinn í dag er helgaður fagkeppn- um, kaupsýslufólki og sérlegum boðsgestum en á morg- un og sunnudag er Matur 2004 opin almenningi. Matvælasýningar hafa fest sig í sessi hér á landiog er þetta sú sjöunda í röðinni. Eins og fram kemur í viðtali við Dagmar Hallgrímsdóttur sýningarstjóra á bls. 2 stækkar plássið stöðugt sem undir sýninguna þarf og atriðum fjölgar á dagskránni. Matargerðarlistin á marga góða fulltrúa hér álandi. Á sýningunni lýstur þeim saman og nokkrir þeirra keppa um titilinn Matreiðslumaður árs- ins 2004. Bjarki Hilmarsson matreiðslumeistari segir frá því á bls. 4. Íslenskir kokkar hafa sumir skorað hátt í keppnumerlendis. Nú etja þeir kappi við kollega á Norður- löndunum. Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari er inni í málinu. Viðtal við hann á bls. 12. Fagfólk í matvælaiðnaði leggur metnað í sína framleiðslu. Sagt er fráviðureignum kjötiðnaðarmanna á bls. 2. Sveinar og nemar æfa kjöt- skurð og bjóða upp bitana í lokin eins og fram kemur á bls. 15. Öll þurfum við að borða og þykir flestum það gott. Þrír eðalkokkar voruspurðir um uppáhaldsmatinn sinn. Niðurstöð- urnar eru sláandi. Sjá bls. 6, 13 og 16. Margir hafa gaman af að búa til góðan mat íeigin eldhúsi. Við höfðum samband við þjóð- þekktar persónur og spurðum hvort þær væru góð- ir kokkar. Fengum greið svör og góðar uppskriftir. Sjá bls. 4, 8 og 16. Veislur eru partur af lífinu og partur af sýningunni Matur 2004. Þarverða dekkuð borð að hætti Duni, sjá bls. 13, og Debenhams hefur margt að bjóða, sjá bls. 8. Brúðarkjólar verða sýndir og birtum við sýnis- horn á bls. 6. Blóm eru ómissandi við ýmis tækifæri, líka á Matur2004. Á sýningunni verður keppt í blómaskreyt- ingum. Frá því segir á bls. 17. Börn munu elda í Fífunni og bjóða í mat. Sjá nánar á bls. 2. Yfir þrjú hundruð aðilar kynna vörur sínar ogþjónustu á Matur 2004 og almenningur á fullt erindi í Fífuna á laugardag og sunnudag að skoða og smakka. Mikið hefur verið lagt í undirbúning, sem skilar sér í fjölbreyttri og áhugaverðri sýningu. Dagskráin er á síðum 10 og 11. Matur 2004 Auk þess að verða meðveislutertur á sýningunni hef ég hug á að kynna hvunndagskök- ur fyrir Edduhótelunum og fleiri slíkum fyrirtækjum,“ segir Jón Arelíusson, bakarameistari hjá Kökumeistaranum í Hafnarfirði. Hann segir hótel gera mikið af því að bjóða upp á innflutt bakkelsi og vill snúa þeirri þróun við. „Mér finnst að hótelin eigi að velja ís- lenskt handa sínum gestum. Það er lítið spennandi fyrir Frans- mann á ferðalagi um landið að fá franskt muffins með kaffinu og ekki mikil þjóðleg reisn yfir slíkri ferðaþjónustu,“ segir hann. Spurður hvort verðið ráði þar ferðinni svarar hann því játandi og viðurkennir að erfitt sé fyrir smábónda eins og hann að keppa við niðurgreidda framleiðslu frá útlöndum. Jón upplýsir enn frem- ur að á hverjum einasta degi séu fluttar inn til landsins 25.000 ein- ingar af brauðmeti. Jón er einn af okkar snjöllustu bökurum og hefur sallað á sig verðlaunum í fjölmörgum keppn- um bæði hérlendis og erlendis. Hann ber titilinn Kökumeistari Ís- lands 2003 og 2004 og hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari í köku- skreytingum. Þá hefur hann hampað gulli á heimsmeistara- móti í matreiðslu og bæði silfri og bronsi á ólympíuleikum. Síðustu ár hefur hann verið eftirsóttur til dómgæslu, meðal annars í heims- meistarakeppnum, en í næsta mánuði tekur hann samt sjálfur þátt í Evrópubikarmeistarakeppni í brauðbakstri ásamt tveimur fé- lögum sínum úr Kökumeistaran- um. Sú keppni fer fram í Dan- mörku. Nú um helgina beinir hann kröftunum að kynningarbásnum í Fífunni og fær örugglega munn- vatnskirtla margra til að taka við sér. ■ KÖKUMEISTARINN „Lítil reisn yfir því að bjóða erlend- um ferðamönnum útlenskar kökur á Íslandi,“ segir Jón Arelíusson. Jón Arelíusson í Kökumeistaranum: Vill að hótelin velji íslenskt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.