Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 6
6 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGURVeistusvarið?
1Hvaða tveir einstaklingar hafa keypt14 prósenta hlut í Íslandsbanka?
2Hvar verður heimsmeistaramótið inn-anhúss í frjálsum íþróttum haldið?
3Hvers vegna hefur landbúnaðar-ráðherra sett höft á innflutning á ýms-
um matvælum?
Svörin eru á bls. 42
Þjóðarsorg í Makedóníu:
Forsetinn fórst í flugslysi
BOSNÍA-HERSEGÓVÍNA, AP Boris Traj-
kovski, forseti Makedóníu, fórst í
flugslysi í fjallendi í suðurhluta
Bosníu. Trajkovski barðist ákaft
fyrir aðild Makedóníu að Evrópu-
sambandinu og Nató og beitti sér
fyrir því að efla samstöðuna milli
ólíkra þjóðarbrota í landi sínu.
Ljubco Jordanovski, forseti þings-
ins, fer með forsetavaldið til bráða-
birgða.
Forsetinn var á leið á alþjóðlega
ráðstefnu fjárfesta í borginni Most-
ar í Bosníu þegar tveggja hreyfla
vél hans hrapaði í mikilli rigningu
og þoku skammt frá þorpinu
Bitonja. Sex aðrir farþegar voru um
borð í vélinni auk tveggja flug-
manna. Enginn komst lífs af. Flug-
vélin var af gerðinni Beechcraft
Super King Air 200. Hópur
makedónskra sérfræðinga hefur
verið sendur til Bosníu til að taka
þátt í rannsókn tildraga slyssins.
Til stóð að Makedónía legði fram
formlega umsókn um aðild að Evr-
ópusambandinu á Írlandi í gær en
athöfninni var frestað þegar fregn-
ir bárust af andláti forsetans.
Makedóníumönnum hafa borist
samúðarkveðjur frá Nató og
Evrópusambandinu og þjóðarleið-
togum víðs vegar að úr heiminum.
Trajkovski, sem var 47 ára, var
kosinn forseti Makedóníu í nóvem-
ber 1999. Hann lætur eftir sig eigin-
konu, son og dóttur. ■
NEYTENDAMÁL Verðkönnun Sam-
keppnisstofnunar á grænmeti og
ávöxtum sýnir að verð á þessum
vörum hækkaði töluvert á milli
febrúar í fyrra og í ár. Algengt er að
hækkunin sé á bilinu 14% til 51%.
Í tilkynningu frá stofnuninni
segir að þessar kannanir hafi ver-
ið gerðar mánaðarlega frá því í
febrúar 2002 og niðurstöður hafi
sýnt að veruleg verðlækkun hafi
átt sér stað á milli áranna 2002 og
2003 vegna afnáms tolla á ýmsar
grænmetistegundir í febrúarmán-
uði 2002.
„Þegar hins vegar litið er á
tímabilið febrúar 2003 til febrú-
ar 2004 breytist myndin,“ segir í
tilkynningunni. Þar segir einnig
að verð á grænmeti og ávöxtum
sé sveiflukennt og ráðist meðal
annars af verði á erlendum
mörkuðum, uppskeru og árs-
tíma. Samkeppnisstofnun segir
að samanburðurinn gefi „vís-
bendingu um að meðalverð á
grænmeti og ávöxtum hér á
landi hafi verið að síga upp á við
á undanförnum mánuðum“.
Samkeppnisstofnun bendir til
samanburðar á að frá febrúar í
fyrra hafi vísitala neysluverðs
hækkað um 2,3% en matvörulið-
ur vísitölunnar lækkað um 0,2%.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra segir mikilvægt að
Samkeppnisstofnun svari því
hverju þessi hækkun sæti, sér-
staklega í ljósi tollaniðurfelling-
arinnar árið 2002.
„Ég sem landbúnaðarráð-
herra, og sá maður sem gerði
þennan samning við bændur og
neytendur, tel mikilvægt að Sam-
keppnisstofnun fylgi því eftir og
svari hvort þetta sé heimsmark-
aðshækkun – eða hefur eitthvað
gerst hér innanlands sem ekki
átti að gerast?“ segir Guðni.
Samkeppnisstofnun bendir
einnig á mikinn verðmun á milli
verslana á höfuðborgarsvæðinu.
thkjart@frettabladid.is
Bandarískur prestur:
Gyðingar
drápu Krist
DENVER, AP Prestur í Denver vakti
mikla reiði þegar hann setti upp
skilti fyrir framan kirkju sína þar
sem stóð „Gyðingar drápu Jesú
Krist“. Skiltið setti hann upp eftir
umræðu um krossfestingu frels-
ara kristinna manna sem hefur
vaknað vegna útgáfu myndar
Mels Gibson, The Passion.
Skiltið hneykslaði hvort-
tveggja kristna vegfarendur og
gyðinga og brá einn á það ráð að
kaupa sér stiga og fjarlægja
fyrsta orðið þar eð enginn svaraði
þegar bankað var á dyr kirkjunn-
ar. Safnaðarmeðlimir fjarlægðu
skiltið nokkru síðar. ■
SHORT OG ANNAN
Clare Short, fyrrum ráðherra alþjóðaþróun-
arsamvinnu í ríkisstjórn Tonys Blair, segir
að breska leyniþjónustan hafi njósnað um
Kofi Annan.
Clare Short:
Njósnuðu um
Kofi Annan
LUNDÚNIR, AP Breska leyniþjónustan
njósnaði um Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, í aðdraganda Íraksstríðsins,
að sögn fyrrum ráðherra í ríkis-
stjórn Tonys Blair.
Clare Short sagði af sér sem ráð-
herra alþjóðaþróunarsamvinnu
skömmu eftir að Bretar og Banda-
ríkjamenn gerðu innrás í Írak. Í við-
tali við BBC fullyrti Short að hún
hefði margoft lesið eftirrit af sam-
tölum Annans þegar hún sat í ríkis-
stjórn Blairs. Aðspurð hvort bresk-
um leyniþjónustumönnum hefði
verið fyrirskipað að njósna um
starfsmenn Sameinuðu þjóðanna
svaraði hún: „Já, svo sannarlega“. ■
Kjörís krafðist skaðabóta:
Ísboxið
sýknað
DÓMUR Ísboxið var sýknað, í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær, af
skaðabótakröfum Kjöríss vegna
notkunar á bláu sporöskjulaga
merki með hvítum texta sem á
stóð „síðan 1987“.
Lögbann var sett við notkun á
merkinu í maí í fyrra og liggur
fyrir í gerðabók sýslumannsins í
Reykjavík að Ísboxið myndi virða
lögbannið og hefjast handa við að
fjarlægja það sem það og gerði.
Var kröfunni því vísað frá dómi. ■
STOKROTKA
Pólsk matvöruverslun
Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði • sími 517 1585
KOMNAR NÝJAR
VÖRUR
TILBOÐ Á PÓLSKUM
MATVÖRUM
27. febrúar – 6. mars
30-60%
afsláttur
af helstu matvörum
T.d. hveiti, smákökum og
drykkjarvörum frá Tymbark og Hortex
BORIS TRAJKOVSKI
„Trajkovski forseti var merkilegur maður,
eldhugi sem stuðlaði að framförum í landi
sínu“ sagði Javier Solana, æðsti talsmaður
Evrópusambandsins í utanríkismálum.
HEFNDARMORÐ? Svissneska lög-
reglan hefur handtekið mann
sem grunaður er um morðið á
flugumferðarstjóra sem var á
vakt þegar tvær þotur rákust
saman í loftinu fyrir einu og
hálfu ári. Kona mannsins og tvö
börn þeirra létu lífið í slysinu
sem kostaði 71 lífið.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 69,88 1,84%
Sterlingspund 130,22 0,36%
Dönsk króna 11,67 0,03%
Evra 86,93 0,02%
Gengisvísitala krónu 120,12 -0,28%
Kauphöll Íslands
Fjöldi viðskipta 428
Velta 8.821 milljónir
ICEX-15 2.556 1,23%
Mestu viðskiptin
Bakkavör Group hf. 1.250.516
Íslandsbanki hf. 932.402
Landsbanki Íslands hf. 759.565
Mesta hækkun
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 2,39%
Bakkavör Group hf. 2,30%
Eimskipafélag Íslands Hf. 2,20%
Mesta lækkun
Opin Kerfi Group hf. -2,49%
Austurbakki hf -2,24%
Medcare Flaga -1,96%
Erlendar vísitölur
DJ* 10.573,3 -0,3%
Nasdaq* 2.028,7 0,3%
FTSE 4.515,9 0,2%
DAX 4.007,8 0,3%
NK50 1.373,4 0,1%
S&P 1.143,3 -0,0%
* Bandarískar vísitölur kl. 17.
■ Evrópa
GUÐNI ÁGÚSTSSON
Telur að skoða þurfi ástæður þess að verð-
lækkanir vegna tollaniðurfellingar virðist
vera að ganga til baka.
ÚR VERÐKÖNNUNUM SAMKEPPNISSTOFNUNNAR
Meðalverð* Verðmunur 2004*
2002 (feb.) 2003 (feb.) 2004 (feb.) Hæsta Lægsta
Ávextir
Appelsínur 177 136 153 179 88
Bananar 224 187 196 239 143
Græn epli 215 168 175 199 95
Rauð epli 204 169 175 209 117
Grænmeti
Agúrkur (ísl.) 511 250 328 384 249
Agúrkur (innfl.) 419 162 245 369 98
Gulrætur 336 383 313 478 159
Ísbergssalat 500 278 317 359 193
Kínakál 303 218 268 309 178
Paprika (græn) 457 263 350 399 184
Tómatar (ísl.) 699 567 552 599 489
Tómatar (innfl.) 286 191 225 259 147
*Öll verð miðast við 1 kg
Grænmeti og ávextir
hækka um allt að 51%
Samkeppnisstofnun segir hluta af verðlækkun vegna tollaniðurfellingar
hafa gengið til baka. Landbúnaðarráðherra vill skýringar.
Mikill munur er á hæsta og lægsta verði.