Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 39
27. febrúar 2004 Matur 2004 Íslandameistarakeppni í blómaskreytingum: Hleypir lífi í greinina BLÓMADROTTNINGAR Þegar Ragnhildur og María í Blómahönnun afgreiða blóm sem pöntuð eru í síma eða tölvupósti og fara með til þriðja aðila senda þær gefandanum mynd af skeytingunni í tölvupósti. Í Blómahönnun í Listhúsinu eruþær María Másdóttir og Ragn- hildur Fjeldsted að ganga frá skreytingum í eitt þeirra fyrir- tækja í Reykjavík sem þær sjá um að prýða með nýjum blómum vikulega. „Við erum meira að vinna við blómaskreytingarfagið en að selja blóm, þó að við gerum það að sjálfsögðu líka,“ segja þær. Til að útskýra nánar hlutverk sitt segjast þær sjá um skreytingar vegna aðalfunda og ýmiss konar ráðstefna, brúðkaupa og veislna auk þess að skipta um blóm viku- lega á sumum hótelum. Fyrirtæki þeirra er eitt þeirra sem sett var á laggirnar með hjálp Auðar í krafti kvenna og þær segja greinilega þörf fyrir svona þjónustu, bæði við fyrirtæki og einstaklinga. María er í stjórn félags blóma- skreyta sem ásamt Félagi blóma- verslana og Garðyrkjuskóla ríkis- ins stendur fyrir Íslandsmeist- arakeppni í blómaskreytingum 2004 á laugardaginn í Fífunni. Þar er búið að skrá milli 10 og 20 til leiks og þátttakan er ekki bundin menntuðum blómaskreytum. Verkefnið felst í frístandandi skreytingu sem á að heita Óður- inn til vorsins og þar eiga kepp- endur að koma með blóm og ann- að efni sjálfir en fá járngrind til að skreyta. Hitt verkefnið heitir Blómin gleðja og er blómvöndur sem þátttakendur fá efni í á staðnum. Dómari kemur frá Dan- mörku gagngert til að meta frammistöðuna, ásamt tveimur Íslendingum. Fyrsta keppnin af þessu tagi var á síðustu matarsýningu árið 2002 og tókst vel. „Þetta hleypir skemmtilegu lífi í greinina og færir hana á faglegra plan,“ segja þær Maja og Ragnheiður. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.