Fréttablaðið - 27.02.2004, Síða 34

Fréttablaðið - 27.02.2004, Síða 34
Erum á sýningunni Matur 2004 27. febrúar 200412 Matur 2004 Léttþurrkaðir tómatar frá Saclà: Skapa sælkerum nýja vídd Það á að elda sandhverfu í aðal-rétt en forrétturinn er salat,“ segir Gissur Guðmundsson mat- reiðslumeistari um hráefnið sem matreitt verður í keppninni Iceland food Express sem Norð- urlandaþjóðirnar þreyta á sýning- unni matur 2004. Gissur segir reglugerðir í dómgæslunni ekki strangar þannig að kokkarnir megi leika sér ansi mikið. „Þeir geta til dæmis búið til hvaða salat sem er. Við viljum fá á tilfinning- una hvað matreiðslumaður er að hugsa þegar hann heyrir nafnið salat. Þar er um margar útfærslur að gera.“ Sandhverfan er einn dýrasti fiskur á markaðinum og sú sem keppendur fá í hendur kemur úr eldi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Gissur segir sölu sandhverfu strax hafa aukist eftir að kvisaðist að hún yrði notuð í keppninni því ýmis veitingahús hafi þá bætt henni á matseðilinn. Dómarar frá öllum Norður- löndunum dæma í keppninni og einnig er von á blaðamönnum frá ýmsum matartímaritum. „Það er góð auglýsing fyrir land og þjóð ef hingað koma út- lendingar á sýninguna. Markmið- ið er að gera hana alþjóðlega með tíð og tíma. Það er líka gaman að kynna þetta fag í okkar þjóðfélagi og auka áhuga fólks á því. Áhug- inn er undirstaða þess gæðastand- ards sem er á íslenskum veitinga- húsum í dag. Þetta spilar allt sam- an,“ segir Gissur sem bæði er for- seti klúbbs matreiðslumeistara og Norðurlandasamtaka matreiðslu- manna. Hann segir einvalalið í stjórnum beggja samtakanna og er ánægður með árangur síðustu ára. Íslendingar hafi unnið til verðlauna í virtum keppnum og séu líka farnir að dæma erlendis. „Mitt áhugamál er að koma ís- lenskri matargerð á framfæri sem víðast,“ segir hann og bætir við. „Þótt við séum lítil þjóð get- um við orðið stór á sviði þeirrar listar.“ ■ Viðbót á Húsavík: Allt snýst um hreindýr Hjá okkur mun allt snúast um hreindýr,“ seg-ir Stefán Magnússon hjá Viðbót á Húsavík sem er eitt þeirra fyrirtækja sem verða með sölubás á sýningunni í Fífunni. Þemað kemur ekki á óvart þar sem viðmælandinn, Stefán, er hreindýrabóndi á Suður-Grænlandi. Ásamt því að kynna grafið, þurrkað og frosið kjöt og selja það úr kjötborði mun hann hafa skjávarpa uppi og sýna myndir af hreindýrunum í sínu upp- runalega umhverfi, innan um kjarnagróður og klappir Grænlands. ■ Ítalski framleiðandinn Saclà munkynna þrjár nýjungar á Matur 2004. Það er lína af suður ítölskum tómötum sem skapa sælkerum nýja vídd í ítalskri matargerð. Þetta eru Saclà Pomodorino dolce (sætir kirsu- berjatómatar), Saclà Filetti di pomodoro (plómutómat- ar) og Saclà Pomodori grigliati (grillaðir plómu- tómatar). Tómatarnir henta jafnt sem hrá- efni í klassíska ítals- ka rétti, bragðauki eða meðlæti með kjöt- og fiskréttum. Þessar nýjungar voru kynntar af fyrirtækinu fyrir nokkrum vikum síðan og Ísland er meðal fyrstu landa til að fá þær. Saclà er í fremstu röð á Ítalíu í matvælaframleiðslu og vörur fyrirtækisins njóta mikilla vinsælda hér á landi, en þær eru fluttar inn af Karli K. Karlssyni. Ítalski matgæðingurinn Marco Pilenga mun ráð- leggja gestum sýningarinn- ar um notkun tómatanna og gefa gestum að smakka. ■ TÓMATATURN Einn af ótal möguleikum. GISSUR GUÐMUNDSSON Vill koma íslenskri matargerð á framfæri sem víðast. VÍGALEGIR VEIÐIMENN Feðgarnir Stefán og Manitsiaq John Stefánsson. Norðurlandakeppnin: Góð auglýsing fyrir land og þjóð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.