Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 37
Uppáhaldsmaturinn? Þetta ererfið spurning. Mér þykir all- ur matur góður,“ segir Friðrik V. Karlsson, matreiðslumeistari á Friðriki V (lesist fimmta) á Akur- eyri. Eftir smá umhugsun bætir hann við: „Það er auðvitað alltaf tilbreyting að bragða eitthvað sem maður er ekki að fást við sjálfur alla daga. Íslensk kjöt- súpa er til dæmis rosalega góð. Ég held bara að ég nefni hana sem uppáhaldsmat.“ Friðrik hefur rekið veitinga- staðinn Friðrik V í þrjú ár og lagt mikla rækt við spænska og ítals- ka matargerð úr íslensku hrá- efni, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Íslenska eldhúsið á Frið- riki V hefur tekið á sig ferskan blæ Miðjarðarhafsins.“ Á sýningunni Matur 2004 mun hann, í samstarfi við Karl K. Karlsson heildverslun, sýna mat- reiðslu á tapas-réttum og einföld- um ítölskum réttum úr því hrá- efni sem nú er í boði á Íslandi hjá Karli K. Að kvöldi fimmtu- dags hefst síðan sam- starf Humarhússins og Friðriks V, þar sem verður nýstárlegur matseðill í anda Friðriks V sem gengur undir nafninu „Nýtt íslenskt eldhús“. Þar verður einn færasti spænski vínþjónn Spánar, Toni Batet, sem Friðrik hefur kynnst á flakki sínu á Spáni. Matseðill- inn verður frá fimmtudags- kvöldi til sunnudagskvölds. ■ Skemmtilegasta veislan 27. febrúar 2004 15Matur 2004 Lilja Guðrún H. Róbertsdóttir Besta veisla sem ég hef farið í er brúð- kaupsveisla sem ég fór í á nýársdag. Það var gifting í heimahúsi og lítil og heimilisleg kökuveisla á eftir. Mér fannst hún frábær. Ég fíla ekki stórar veislur. Heiðursgesturinn: Byrjaði í uppvaskinu Heiðursgestur hátíðarinnarMatur 2004 er hinn norski snilldarkokkur Charles Tjessem, sigurvegari Bocuse d’Or-keppn- innar í Lyon í Frakklandi í fyrra. Sú keppni er sú virtasta í veröldinni og er haldin annað hvert ár. Tjessem er frá Sandnes og hóf ferilinn í upp- vaskinu á Hótel Sverre 1985. Að kokkanámi loknu starfaði hann meðal annars sem kokkur hjá norsku landhelgisgæslunni og í Barentshafinu og kveðst ekki hafa viljað missa af þeirri reynslu. Síð- an hefur hann numið og starfað víða, mest þó í sínu heimalandi, þar sem hann er meðal annars í kokkalandsliðinu. ■ JÓHANNES NÚMASON Mundar hamarinn um helgina. Keppt í kjötskurði á laugardag: Afraksturinn settur á uppboð Meðal þess sem keppt verður íá sýningunni Matur 2004 verður kjötskurður. Þar munda bitvopnin nemar og sveinar í kjöt- iðnaðarfræðum. Jóhannes Núma- son, kjötiðnaðarmaður hjá Saltvík, heldur utan um þessa keppni sem háð verður á morgun, laugardag. Nemarnir byrja kl. 11 og að sögn Jóhannesar felst verkefni þeirra í því að brytja niður lambsskrokk og gera hann kláran í kjötborð verslunar en mikil leynd hvílir yfir verkefni sveinanna sem byrja keppni kl. 14. „Það á að koma á óvart, bæði þeim og áhorfendum,“ segir Jóhannes. Að keppni lokinni um kl. 15.30 hefst uppboð á kjötinu og allur ágóði rennur til Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Jóhannes bregður sér þá í hlutverk uppboðshaldara og sveiflar fundarhamri Félags ís- lenskra kjötiðnaðarmanna. ■ Friðrik Karlsson, matreiðslumeistari á Friðriki V: Íslensk kjötsúpa best FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SIGURVEGARI Charles Thessem var kátur þegar úr- slit úr Bocuse d’Or voru kunngerð. FRIÐRIK V. KARLSSON Hefur flakkað um Ítalíu og Spán og starfað þar á ýmsum stöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.