Fréttablaðið - 04.03.2004, Page 2

Fréttablaðið - 04.03.2004, Page 2
2 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR “Nei það er búið að yrkja ljóðið með viðlaginu „Ísland úr Nató - herinn burt.“ Engu við það að bæta.“ Birna Þórðardóttir hefur gefið út ljóðabók. Hún er meðal annars þekkt fyrir einarða baráttu gegn veru Bandaríkjahers á Íslandi. Spurningdagsins Birna, þú hefur ekki ort nein ljóð til Bandaríkjahers? ■ Evrópa Dæmdur í fangelsi í þrjú og hálft ár Bjarni Sigurðsson, fyrrum fasteignasali og eigandi Fasteignasölunnar Holts, var ekki í héraðsdómi þegar þriggja og hálfs árs fangelsisdómur yfir honum var kveðinn upp. Ekki er ljóst hvort dómnum verður áfrýjað. DÓMSMÁL Bjarni Sigurðsson, fyrr- um fasteignasali á Fasteignasöl- unni Holti í Kópavogi, var dæmd- ur í þriggja og hálfs árs fangelsi, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hann var fundinn sekur um fjár- svik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Þá var honum gert að greiða 11,3 milljóna króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Ella sæti hann fangelsi í hálft ár til viðbótar. Bjarna var gert að greiða fórnarlömbum svikanna, einstaklingum og fyrirtækjum, um 90 milljónir króna. Bjarni var ekki við dómsupp- söguna í gær. Gylfi Thorlacius, verjandi Bjarna og Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi ríkislögreglu- stjóra, voru sammála um að dóm- urinn hefði verið í líkingu við það sem mátti búast við. Ekki lá fyrir í gær hvort dómnum verður áfrýjað. Bjarni, sem var eigandi Fast- eignasölunnar Holts, játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en hann sveik samtals um 160 milljónir króna út úr viðskiptavinum sínum og fyrirtækjum auk þess sem hann stóð ekki skil á virðisauka- skatti. Bjarna er gert að greiða Íbúðalánasjóði rúmar 37 milljónir í bætur, Verðbréfastofunni um 27,8 milljónir, Sparisjóði Kefla- víkur rúmar tíu milljónir, Virð- ingu hf. og S. Grétarssyni tæpar sjö milljónir og einstaklingum samtals um fjóra og hálfa milljón. Bjarni var samvinnufús við rannsókn málsins og hefur ekki áður sætt refsingu. Í dómnum seg- ir að Bjarni eigi sér engar máls- bætur. Þá segir að brot hans, sem tengjast skjölum og fjármunum, sem honum hafi verið trúað fyrir sem fasteignasala, séu mjög stór- felld. Hann braut gróflega gegn hagsmunum skjólstæðinga sinna í skjóli opinberrar löggildingar og olli umtalsverðu tjóni sem hann hefur ekki bætt nema að óverulegu leyti. Ástæða þótti að þyngja dóm- inn sökum þess hver einbeittur brotavilji Bjarna var. Bjarni var sviptur ævilangt lög- gildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali vegna þess hversu umfangsmikil brotin voru sem hann framdi sem fasteignasali. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað og 450 þúsund krónur í málsvarn- arlaun til verjanda síns. hrs@frettabladid.is BELGÍA, AP Belginn Marc Dutroux, sem ákærður er fyrir að ræna og nauðga sex stúlkum og vera vald- ur að dauða fjögurra þeirra, var kallaður í vitnastúku í gær til að svara spurningum dómara. Hann kenndi fyrrverandi eiginkonu sinni, þremur félögum sínum og tveimur lögreglumönnum um að hafa rænt stúlkunum og gaf jafn- framt í skyn að umfangsmikill barnaklámhringur hefði staðið á bak við ránin. Dutroux lýsti því í smáatriðum hvernig hann útbjó leyniklefa í kjallaranum á heimili sínu í Sarsla-Buissiere en neitaði því að hann hefði verið ætlaður til að hýsa stúlkurnar. Hann fullyrti að eiginkonan og tveir aðrir menn hefðu rænt tveimur átta ára stúlk- um, Julie Lejeune og Melissu Russo, í júlí 1995. Dutroux viður- kenndi aftur á móti að hafa rænt An Marchal og Eefje Lambrecks í ágúst sama ár en sagðist hafa not- ið til þess aðstoðar tveggja lög- reglumanna. Lík stúlknanna fjög- urra fundust grafin í garðinum við hús Dutroux. Dómarinn spurði um foreldra Dutroux og menntun en sakborn- ingurinn sýndi því engan áhuga að ræða um uppruna sinn og fortíð. ■ Hafnarfjörður: Fjórir teknir í dópmáli LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Hafnar- firði handtók í gær fjóra einstak- linga á þrítugsaldri vegna meints fíkniefnamisferlis. Í framhaldi af því var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur þeirra, pilti og stúlku. Hin- um var sleppt að loknum yfir- heyrslum. Lögregla hafði fylgst með hús- næði í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í allnokkurn tíma. Í framhaldi af því voru gerðar tvær húsleitir þar og einnig var leitað í þremur bílum. Hald var lagt á rúmlega 850 grömm af hassi, 160 grömm af kókaíni, 10 grömm af kókaíni og 400 e-töflur. ■ Íslandsbanki: Gefur út bók um lífeyris- sparnað VIÐSKIPTI Íslandsbanki hefur gefið út bókina Verðmætasta eignin eft- ir Gunnar Baldvinsson, forstöðu- mann lífeyris- og fagfjárfesta- sviðs eignastýringar Íslands- banka. Í frétt frá bankanum kemur fram að markmið með útgáfunni sé að vekja athygli á lífeyrismálum. Bókin er ætluð bæði almenningi og sérfræðingum en í henni er að finna upplýsingar um réttindi fólks í lífeyrissjóðum auk þess sem bent er á leiðir sem fólk getur notað til þess að meta og styrkja eigin stöðu með tilliti til lífeyris. Í fréttinni frá Íslandsbanka segir að nafn bókarinnar hafi ver- ið valið með hliðsjón af því að líf- eyrisréttindi fólks séu í flestum tilfellum verðmætasta eign hvers og eins. Með bókinni fylgir aðgangsorð og lykilorð að vefsvæði þar sem finna má reiknivél sem nýtist ein- staklingum til glöggvunar á þeim réttindum sem þeir hafa áunnið sér. Bjarni Ármannsson skrifar for- mála að bókinni. Hún er 255 blað- síður að lengd og verður fyrsta eintakið formlega afhent Geir H. Haarde fjármálaráðherra í dag. ■ Blair gagnrýndur: Mætir ekki í atkvæða- greiðslur LONDON, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, var gagn- rýndur í fyrirspurnatíma breska þingsins í gær fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einni af síðustu tutt- ugu atkvæðagreiðslum þingsins. Richard Bacon, þingmaður Íhaldsflokksins, sagðist skilja að Blair væri upptekinn en velti fyr- ir sér hvort Blair gerði sér grein fyrir því að á sama tíma og hann þrýsti s a m f l o k k s - menn sína að greiða atkvæði með frum- vörpum sem þeir hefðu efa- semdir um hefði hann ekki sjálfur fyrir því að mæta og kjósa. Blair skaut á þingmanninn á móti og sagði meirihluta flokks síns í þinginu svo mikinn að oft mældist atkvæði hans ekki nema brotabrot af því sem þyrfti. ■ Dómur kveðinn upp: Mega ekki hlera allt BERLÍN, AP Lög sem heimila þýsku lögreglunni að hlera samtöl á heimilum fólks brjóta í bága við stjórnarskrána og þeim verður að breyta. Þannig hljóðar dómur þýska stjórnlagadómstólsins þar sem fjallað var um lögmæti lag- anna. Þegar þau voru samþykkt fyrir sex árum var réttlætingin sú að þau hjálpuðu lögreglu að berjast gegn skipulagðri glæpa- starfsemi og hryðjuverkum. Stjórnlagadómstóllinn sagði lögin ganga of langt. Takmarka ætti hlerunarheimildir við þá sem eru grunaðir um alvarlega glæpi og hætta ætti hlerun þeg- ar fólk ræddi við ættingja, lækna, presta og lögfræðinga sem liggja ekki undir grun. ■ HEIMAHJÚKRUN „Við höfum ekki fjármuni til að gera sérsamninga til að koma til móts við þær kröfur sem fyrrverandi starfsmenn heim- ilishjúkrunarinnar setja fram,“ sagði Guðmundur Einarsson, for- stjóri Helsugæslunnar, um stöðu heimahjúkrunardeilunnar. Hann sagði, að lítið þýddi að boða til við- ræðna þegar staðan væri þessi. „Í okkar viðræðum hafa þau haldið sig við þetta svokallaða sól- arlagsákvæði,“ sagði hann enn fremur. „Ef við myndum semja um það, þá myndum við ekki hafa pen- inga til að greiða starfsmönnum á nýja aksturssamningnum tvo launaflokka eins og um hefur verið samið. Þeir peningar eiga að koma úr þessum háu akstursgreiðslum sem verið hafa við lýði.“ Guðmundur sagði, að fyrst hefðu starfsmennirnir gert kröfu um að sólarlagsákvæðið gilti til starfsloka hvers og eins. Síðan hefðu þeir slakað á og rætt um fimm ár. Eftir þann tíma færu þeir á nýjan aksturssamn- ing. Loks hefðu þeir orðað að þeir gætu lækkað sig niður í þrjú ár. „Allt þetta er okkur gjörsam- lega óaðgengilegt,“ sagði Guð- mundur. „Við getum helst hugsað okkur að hafa einhvern biðtíma innan árs, en þá þurfum við líka aukafjármuni til launahækkunar- innar fyrir þá sem eru komnir á nýja samninginn.“ ■ Forstjóri Heilsugæslunnar um stöðu heimahjúkrunardeilu: Höfum ekki fjármagn Rekstur Samskipa árið 2003: 366 milljóna hagnaður VIÐSKIPTI Hagnaður Samskipa var 366 milljónir króna í fyrra sem er 124 milljónum króna betri afkoma en árið 2002 en þá var hagnaður félagsins 242 milljónir króna eftir skatta. Heildartekjur Samskipa í fyrra námu 17,3 milljörðum króna, hækkuðu um 3,2 milljarða frá árinu áður, eða um 23%. Tæp- lega helmingur teknanna kemur nú frá erlendri starfsemi félags- ins. Í tilkynningu frá félaginu segir að umtalsverður bati hafi orðið á nær öllum sviðum starfseminnar í fyrra. Markvisst hafi verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu Samskipa erlendis. Félagið hafi styrkt umtalsvert stöðu sína í flutningum í Norðursjó og á Eystrasalti, þar sem skipum á föstum áætlunarleiðum fjölgaði úr tveimur í níu. Þá styrktu kaup Samskipa á 80% hlut í hollenska flutningafyrirtækinu Van Dieren Maritime BV mjög stöðu félags- ins á flutningamarkaði í Evrópu. Með opnun skrifstofa í Suður- Kóreu og Kína styrkti félagið ein- nig umtalsvert stöðu sína á al- þjóðamarkaði. Framundan er áframhaldandi útrás Samskipa en nú er unnið að kaupum á flutningafyrirtæki í Moskvu sem og opnun á skrif- stofu í Astrakhan í Rússlandi, til að styrkja stöðu félagsins enn frekar á Kaspíahafssvæðinu. ■ Í RÉTTARSALNUM Marc Dutroux (til hægri) og samverka- menn hans sitja á bak við skothelt gler í réttarsalnum í Arlon í Belgíu. Marc Dutroux svarar spurningum dómara: Reyndi að koma sökinni yfir á vitorðsmenn sína TONY BLAIR Greiðir sjaldan atkvæði. Eitt árið greiddi hann atkvæði litlu oftar en þingmenn Sinn Fein sem taka ekki sæti á þingi og þingmaður sem lést þegar þing- haldið var hálfnað. VERÐMÆTASTA EIGNIN Bókin er ætluð bæði almenningi og einstaklingum. GUÐMUNDUR EINARSSON Skortir fjármagn til að semja um sólarlagsákvæði. BJARNI SIGURÐSSON Ef Bjarni greiðir ekki rúmlega ellefu milljón króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna bæt- ist sex mánaða fangelsi við dóminn. LÖGREGLUMAÐUR DÆMDUR Breskur lögreglumaður var dæmdur til tólf ára fangelsis- vistar fyrir að nauðga átján ára konu og ljósmynda hana þar sem hún lá meðvitundarlaus. Lögregluþjónninn mætti stúlkunni þar sem hún var á heimleið af skemmtistað og not- færði sér ástand hennar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.